SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Blaðsíða 34
34 27. febrúar 2011 S öfnunarátaki styrktarfélagsins Lífs var nýlega hleypt af stokk- unum og lýkur því með lands- söfnun í beinni útsetningu á Stöð 2 föstudaginn 4. mars. Markmiðið er að safna fé til að ljúka endurbótum sem þeg- ar eru hafnar á kvennadeildinni og nú- tímavæða hana. Hluti söfnunarfjárins fer til uppbyggingar kvenlækninga þar sem bæta þarf aðstöðu fyrir sjúklinga og að- standendur ásamt því að endurnýja tækjabúnað. Ljóst er að verulegra úrbóta er þörf á kvennadeildinni en húsnæðið var byggt 1974 og kominn tími á meiriháttar end- urbætur. LSH er ekki aðeins svæðissjúkrahús fyrir höfuðborgina og nágrenni heldur þjónar allri landsbyggðinni. Á deildinni fara fram um 70% fæðinga á landinu auk annarra kvenlækninga, eins og lækninga vegna krabbameins í legi og brjóstum. Markmið Lífs er að nútímavæða deildina og tryggja að konum og börnum séu búnar bestu hugsanlegar aðstæður fyrir fæðingar og til að dafna og þrífast í lífinu. Nánari upplýsingar er að finna www.gefdulif.is. Hlúð að lífinu Styrktarfélagið Líf stendur fyrir landssöfnun fyrir kvennadeild Landspítalans en markmiðið er að nútímavæða deildina. Á hverjum degi fer þar fram umfangsmikið starf sem tekur til margra þátta. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Meðgöngu- og sængurkvennadeildir voru sameinaðar í eina deild 22A árið 2009. Margar konur þurfa að dvelja á deildinni á meðgöngu eins og Hildur Karen Aðalsteinsdóttir. Hún segir mikið öryggi fylgja því að vera í faglegum höndum. Hér er ljósmóðirin Ásdís Pétursdóttir að hlusta eftir hjartslætti. Hér er Harpa Hilmarsdóttir hjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri kvenlækn- ingadeildar 21 A að störfum inni í lyfjaherberginu. Alls eru 24 rúm inni á deildinni, sem er í senn dag- og legudeild fyrir konur með bráða kvensjúkdóma og konur sem þurfa skurð- aðgerð vegna góðkynja eða illkynja sjúkdóma í grindarholi og brjóstum. Konur koma og fara og því þarf að búa um ófá rúmin en Ásta Lóa og Ásdís tóku það að sér í þetta skiptið. Sængurlegutími er 3-6 dagar og miðast við aðstæður hverju sinni. Um helmingur deildar 22A var endurnýjaður sumarið 2009 en eftir stendur hálfur gangur með húsnæði sem nýt- ist illa. Til dæmis er þessi stofa notuð sem geymsla því sjúklingarúm komast ekki inn um dyrnar. Ljósmóðirin Helga Ólöf Eiríksdóttir og Rannveig Rúnarsdóttir deild- arstjóri að störfum inni á vakt. Hér er brjóstaráðgjafi með kennslustund. Anna Lára Kolbeins notast við dúkku og heklað brjóst í mikilvægri sýnikennslu sinni fyrir nýbakaða foreldra á deildinni. Tveir brjóstaráð- gjafar starfa við deildina og er mikil eftirspurn eftir kröftum þeirra.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.