SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Blaðsíða 23
27. febrúar 2011 23
Daginn eftir morðið var Olofs Palmes minnst um allan
heim sem mikilhæfs stjórnmálamanns, leiðtoga í Svíþjóð
og áhrifamanns á alþjóðavettvangi.
„Nú hefur sá maður fallið fyrir morðingjahendi, sem
hefur lagt sig meira fram um það en flestir aðrir að upp-
ræta ofbeldi og stuðla að friði. Þessi atburður nístir okkur
að hjartarótum,“ sagði Ingvar Carlsson, sem tók við emb-
ætti forsætisráðherra í Svíþjóð við fráfall Palmes.
Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra okkar Ís-
lendinga, tók í sama streng. „Maður á bágt með að trúa
því að svona atburðir geti gerst á Norðurlöndunum. Eins
og allir vita var Olof Palme í fararbroddi fyrir jafnrétti og
friði í heiminum og barðist gegn ofbeldi. Svo verður hann
ofbeldismönnum að bráð,“ sagði hann í samtali við Morg-
unblaðið.
Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra sagði morðið
„óhugnanlega staðreynd“ en vonaði jafnframt að þessir
atburðir yrðu ekki til þess að norrænir stjórnmálamenn
hyrfu frá þýðingarmiklum hlutverkum, sem fulltrúum
frjálsra lýðræðisríkja, hafa verið falin á alþjóðavettvangi.
Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins,
sagði sína fyrstu hugsun hafa verið: „Friðarins maður,
fórnarlamb ofbeldis. Þetta er mannlegur harmleikur, ör-
lög sem við Íslendingar þekkjum helst úr Íslendingasög-
unum.“
Heimsstjórnmálamaður
Ólafur Ragnar Grímsson, sem á þessum tíma gegndi
stöðu prófessors við Háskóla Íslands, sagði morðið á
Palme ekki aðeins sorgaratburð fyrir Svíþjóð og Norð-
urlönd, heldur fyrir veröldina alla og baráttu fyrir jafnrétti
og friði. „Norðurlönd hafa aldrei átt stjórnmálamann,
sem naut jafn mikillar virðingar og hafði jafn mikil áhrif
um heim allan og Olof Palme hafði. Hann var í rauninni
eini heimsstjórnmálamaður Norðurlanda.“
Poul Schlüter, forsætisráðherra Dana, lýsti morðinu
sem voðaatburði sem ekki ætti sér hliðstæðu í norrænni
sögu. „Þetta gat ekki gerst, hvorki í Svíþjóð né annars
staðar á Norðurlöndum, en það gerðist samt. Hér er um
að ræða ólýsanlegan harmleik.“
Kalevi Sorsa, forsætisráðherra Finnlands, sagði að
þegar ofbeldi væri annars vegar væri frelsinu og lýðræð-
inu hætt, og Kåre Willoch, forsætisráðherra Noregs,
hafði á orði að á stundum sem þessari skildist mönnum
best hve Norðurlandabúar væru bundnir nánum böndum.
„Það sem hendir góðan granna, það hendir okkur einn-
ig.“
Nístir okkur að hjartarótum
Forsætisráðherrar Norðurlandanna, Olof Palme, Stein-
grímur Hermannsson, Kalevi Sorsa, Kåre Willoch og Poul
Schlüter, funda í Reykjavík árið 1985.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Svíar fjölmenntu á morðstaðinn í kjölfar atburðarins og lögðu þar blóm til minningar um forsætisráðherra sinn.
Reuters
Minningarskjöldur um Palme á morðstaðnum.
Vettvangur morðsins girtur af að kvöldi 28. febrúar.
Olof Palme forsætis-
ráðherra Svía var
mikill baráttumaður
fyrir réttlæti og friði.
„Þetta er ein eftirminnilegasta kvöldvaktin á löngum ferli hér á
blaðinu,“ segir Sigtryggur Sigtryggsson, fréttastjóri á Morgun-
blaðinu, sem stóð vaktina kvöldið örlagaríka þegar Olof Palme var
myrtur. Hann segir Ágúst Ásgeirsson, blaða-
mann í erlendum fréttum, „sem stóð sig frábær-
lega þetta kvöld“, hafa komið með skeyti frá AP-
fréttastofunni til sín um ellefuleytið um kvöldið.
Skeytið var bara ein lína: Olof Palme myrtur á
götu í Stokkhólmi. Sigtryggur segir upplýsingar
um málsatvik hafa verið mjög óljósar til að byrja
með. „Við hringdum strax í Kristján Einarsson,
fréttaritara Morgunblaðsins í Svíþjóð, en hann
hafði ekkert heyrt. Sænska ríkissjónvarpið hafði
ekki minnst einu orði á morðið. Seinna kom í
ljós að skýringin var sú að ekki náðist í sjón-
varpsstjórann, sem var staddur í veislu, og enginn þorði að fara
með fréttina í loftið að honum forspurðum,“ segir Sigtryggur en
þetta var auðvitað fyrir daga farsíma og netsins.
Mikil aðgerð fór í gang á ritstjórn Morgunblaðsins. Sigtryggur
vissi af Magnúsi Sigurðssyni blaðamanni í nálægu húsi og var hann
kvaddur á vettvang. Skömmu síðar kom fréttin í Svíþjóð og í kjölfar-
ið gat Kristján Einarsson sent frekari upplýsingar að utan. Farið var í
að útvega símamynd, sem var stórmál, og kom hún frá AP. Vinnsla
blaðsins var langt komin og vitaskuld þurfti að rífa upp forsíðuna.
„Við ætluðum að vera með símamynd af fræknum sigri Íslendinga
á Rúmenum á HM í handbolta en hún fór á baksíðuna í staðinn.“
Illa gekk að ná í ritstjóra blaðsins í síma en í miðjum atganginum
birtist annar þeirra, Matthías Johannessen, óvænt á skrifstofunni.
„Matthías kom aldrei niður á blað á þessum tíma á föstudögum en
þarna stóð hann allt í einu,“ rifjar Sigtryggur upp. „Hann hafði þenn-
an sjötta sans. Hlýtur að hafa fundið á sér að eitthvað var á seyði.
Það var Matthías sem átti fyrirsögnina á forsíðunni: Palme myrtur.“
Seint um kvöldið kom Ómar Ragnarsson inn í miðja bíómyndina
Minnie og Moskowitz frá 1971 í sjónvarpinu og tilkynnti um morðið.
Samt sýndi könnun síðar að langflestir Íslendingar höfðu lesið frétt-
ina fyrst í Morgunblaðinu. „Við vorum eitt örfárra blaða í Evrópu
sem náðu þessari frétt.“ Blaðið fór í prentun um kl. 3 um nóttina.
Fram að þessari stund hafði Sigtrygg ekki órað fyrir því að hann
ætti eftir að flytja frétt af morði á norrænum forsætisráðherra.
„Maður trúði þessu varla. Það þekktu allir þennan mann, hann var
litríkasti stjórnmálamaður Norðurlanda,“ segir Sigtryggur sem sjálf-
ur hitti Palme einu sinni. „Ég tók viðtal við hann í Reykjavík 1980.
Palme var blátt áfram og mjög þægilegur maður við að tala.“
Eftirminnilegt kvöld
Sigtryggur
Sigtryggsson