SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Blaðsíða 19

SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Blaðsíða 19
27. febrúar 2011 19 „Þegar Orkustofnun veitir virkjanaleyfi, þá tekur hún mið af því að virkjað sé með þeim hætti að auðlindin afkasti því sem hún þarf að gera og yfir nógu langan tíma. Okkar niðurstaða beinist fyrst og fremst að því að meta hver eru tak- mörk auðlindarinnar og hvað er hægt að vinna mikið afl úr auðlindinni. Við höfum verið gagnrýndir fyrir það hversu langan tíma það hefur tekið að af- greiða virkjanaleyfið á Reykjanesi. Það hefur vissulega dregist, en virkj- analeyfi megum við ekki gefa út nema á grundvelli gildandi skipulags og það var ekki tilbúið fyrr en í árslok 2010.“ Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri Metum takmörk auðlindarinnar „Við erum ennþá í samningaviðræðum við Norðurál þrátt fyrir að tíma- frestir samninga frá árinu 2007 séu útrunnir. Við í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erum nú að vinna í þeim upplýs- ingum sem aflað hefur verið. Við erum að leita leiða til þess að fara í Hverahlíðarvirkjun, þó nið- urstaða í þeim efnum sé enn ekki fengin. Við munum standa við alla gerða samninga. Ákvörðun verður náttúrlega að liggja fyrir á næstu mánuðum. Við ger- um okkur grein fyrir því, en ég get ekki sagt til um það nákvæmlega hvenær niðurstaða liggur fyrir.“ Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður OR Ákvörðun á næstu mánuðum „Þrátt fyrir ótrúlegar hindranir, undanfarin fimm ár, við að koma þessu verkefni áfram, þá hefur okkur tekist að komast yfir hindranirnar. Þeim hefur fækkað verulega á leiðinni og ég trúi því að ef orkufyrirtækin ná saman með Norðuráli um orkuverð og Norðurál er ásátt um þann tíma sem tekur að útvega orkuna, sé unnt að ljúka málinu. Norðurál er þegar búið að setja gífurlega fjármuni í verkefnið í Helguvík, þannig að ég tel einsýnt að menn hljóti að reyna að ná saman um að álver Norðuráls rísi í Helguvík.“ Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ Unnt að ljúka þessu máli „Okkar vilji stendur til þess að ná samningum, þannig að verkefnið geti farið af stað. Menn eru að reyna að ná saman um orkuafhendingu, verð og magn. Það sem truflar eru náttúrlega forsendubreytingar, frá því að samning- urinn var gerður á milli HS orku og Norðuráls, árið 2007. Það hafa orðið verulegar kostnaðarhækkanir á framkvæmdum annars vegar og hins veg- ar er fjármögnun bæði erfiðari og dýrari en hún var. Við teljum reyndar að gamli samningurinn sé úr gildi fallinn, en þeim ágreiningi hefur Norðurál vísað í gerðardóm, eins og kunnugt er.“ Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma Viljum ná samningum „Norðurál hefur lokið öllum undirbúningi vegna álversins í Helguvík. Öll leyfi liggja fyrir, fjármögnun hefur verið tryggð og búið er að semja um kaup á búnaði og við verktaka. Verkefnið mun veita allt að 2.000 manns atvinnu, skapa fyrirtækjum á svæðinu mikil verkefni og bæta af- komu ríkissjóðs og annarra opinberra aðila um að minnsta kosti 1 millj- arð króna á mánuði. Norðurál er tilbúið að koma verkefninu á fulla ferð með skömmum fyrirvara. Þær tafir sem orðið hafa á frágangi orkuöfl- unar fyrir verkefnið hafa hins vegar komið bæði okkur og Suð- urnesjamönnum verulega á óvart.“ Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls Fjármögnun tryggð hverfisráðherra um að staðfesta tillögu Flóahrepps frá árinu 2008 að að- alskipulagi hefði verið ólögmæt, er talið líklegt að skriður komist á viðræður á milli Norðuráls og Landsvirkjunar á nýj- an leik um raforkukaup Norðuráls. Fleiri ljón í veginum Umhverfisráðherra staðfesti um síðustu helgi upprunalega tillögu Flóahrepps frá 2008 að aðalskipulagi. En þótt það mál kunni að vera úr sög- unni og þær tafir sem orsakast hafa af synjun ráðherrans, þá fer því fjarri að öll ljón séu þar með úr veginum. Enn er rammaáætlun, sem átti að koma fram ár- ið 2009, ekki komin fram og virkjunar- áform Landsvirkjunar í neðrihluta Þjórs- ár eru einnig tengd við þá áætlun. Telja forsvarsmenn Norðuráls og Landsvirkj- unar að stjórnvöld séu augljóslega að draga lappirnar, í þeim tilgangi einum að tefja, jafnvel koma í veg fyrir, að virkj- unaráformin verði að veruleika. „Ef það væri pólitískur vilji fyrir þessari virkjun, þá yrði lítið mál að hefja framkvæmdir,“ segir viðmælandi. Um síðustu helgi kom fram í máli um- hverfisráðherra að það er ekki pólitískur vilji, alla vega ekki hennar, fyrir því að álbræðsla í Helguvík rísi. Hún lýsti því sjónarmiði í samtali við Bylgjuna, að skoða bæri aðra fjárfestingarmöguleika og nefndi eldfjallaþjóðgarð að havaískri fyrirmynd sem dæmi! Viðmælendur gagnrýna harðlega að það hefur tekið Orkustofnun tæplega tvö ár að afgreiða virkjanaleyfi á Reykjanesi. Leyfið var afgreitt fyrir rúmri viku, með ýmsum skilyrðum, sem þýða, að mati HS orku að verkefnið muni tefjast um tvö til tvö og hálft ár og kostnaður muni aukast um tvo til tvo og hálfan millarð króna. Gagnrýnin beinist ekki síst að því að Orkustofnun skilyrðir hvar megi taka orkuna, þannig að HS orka þyrfti að leita út fyrir það svæði sem ætlunin var að virkja á. Þannig væri virkjunin komin út fyrir skipulagt atvinnu- og orkunýting- arsvæði, og þyrfti því mögulega að fara í deiliskipulag og jafnvel umverfismat. „Menn eru vitanlega alveg miður sín yfir þessari niðurstöðu Orkustofnunar, þegar hún loksins fæst, eftir tæp tvö ár,“ segir viðmælandi af Suðurnesjum. Stjórnendur HS Orku hyggjast leggja fram stjórnsýslukæru vegna harðra krafna Orkustofnunar vegna virkj- analeyfis Reykjanesvirkjunar. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins kom það fram á fundi á veg- um iðnaðarráðherra með sveitarstjórn- armönnum og þingmönnum þann 16. febrúar sl., að HS orka undirbýr nú að kæra það takmarkaða virkjunarleyfi, sem Orkustofnun hefur veitt fyrirtækinu, til iðnaðarráðherra. Binda menn einkum vonir við það að Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra muni veita fyrirhugaðri virkjunarframkvæmd brautargengi, en þeir segja að ráðherrann hafi unnið sam- kvæmt skráðum yfirlýsingum rík- isstjórnarinnar úr fjárfestingarsamn- ingnum. En þó telja þeir að ekki sé á vísan að róa með stuðning við fram- kvæmdina frá ríkisstjórn, þar sem Svan- dís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafa bæði lýst sig andvíg álbræðslu í Helguvík. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í þessari viku hefur ekki tekist að ná sambandi við Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra. Að framansögðu er ljóst að framtíð ál- verksmiðju Norðuráls í Helguvík er í mikilli óvissu og ólíklegt er að endanleg niðurstaða fáist um hvort af verkefninu verður, fyrr en á miðju sumri. 16. nóvember 2007 Hitaveita Suðurnesja fær rannsóknarleyfi á háhitasvæðum í Krýsuvík, við Sandfell og í Trölladyngju. Stefnt er að því að nota þá orku sem þar vinnst m.a. til uppbyggingar álvers í Helguvík. 2. febrúar 2008 Umhverfisráðherra ákveður að taka til efnislegrar meðferðar kæru Landverndar á ákvörðun Skipulagsstofnunar um að nýta ekki heimildir sínar til þess að láta framkvæma heildstætt umhverfismat fyrir álver í Helguvík og tengdar fram- kvæmdir. 13. febrúar 2008 Skipulagsstofnun sendir skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins Garðs bréf, vegna deiliskipulags fyrir lóð álversins og mælist til að beðið verði með gildistöku deiliskipulags þar til áhættumat liggur fyrir. 12. mars 2008 Bæjarstjórnir Reykjanesbæjar og Sveitarfélagsins Garðs samþykkja beiðni Norðuráls um byggingarleyfi fyrir álver í Helguvík. 4. apríl 2008 Umhverfisráðherra vísar frá kröfu Landverndar og staðfestir ákvörðun Skipulagsstofnunar. ember 2009 menn Century m segja að að því að hefja mdir við álverið í af fullum krafti á framleiðsla á áli fjast þar 2012. 12. febrúar 2010 Áform HS Orku um að stækka Reykjanesvirkjun stranda á virkjanaleyfi frá Orkustofnun. 17. maí 2010 Reykjanesbær fjármagnar stóran hluta kaupverðs Magma Energy á 52,3% hlut í HS Orku. Geysir Green Energy selur hlutinn sem um ræðir, en þegar Geysir keypti hlutinn af Reykjanesbæ 2009 fékk félagið seljendalán frá sveitarfélaginu upp á 6,3 milljarða króna. 31. ágúst 2010 Í afkomutilkynningu frá HS Orku kemur fram að félagið líti svo á að forsendur fyrir raforkusölusamningi við Norðurál, vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík, séu brostnar. Þessu hafnar Norðurál. 14. október 2010 Norðurál hverfur frá áformum um 360 þúsund tonna árlega framleiðslugetu og hyggst einbeita sér að því að reisa álverið í Helguvík í þremur 90 þúsund tonna áföngum, þannig að árleg framleiðslugeta þess verði að því loknu 270 þúsund tonn. 16. febrúar 2011 Century Aluminium, móðurfélag Norðuráls, kynnir góða afkomu á árinu 2010, en hagnaður ársins nam um 60 milljónum dala eða rúmum 7 milljörðum króna. Morgunblaðið/Kristinn ’ Binda menn einkum vonir við það að Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra muni veita fyrirhugaðri virkj- unarframkvæmd braut- argengi

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.