SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Blaðsíða 27
27. febrúar 2011 27
eins og gerðist tvisvar á Akureyri um
daginn. Hann var ekki sáttur!“
Hlynur spreytir sig nú í úrslitaleik í
fjórða sinn. Hann á þrenn silfuverðlaun.
Heimir á hins vegar eitt gull, en samt má
segja að hann hafi tvisvar verið í sigurliði.
Varð bikameistari með Val eftir sigurleik
gegn Gróttu fyrir þremur árum – þegar
Hlynur stóð í marki Seltirninganna – og
var í för með KA þegar norðanmenn sigr-
uðu Víking vorið 1996. Þá tæplega 17 ára
unglingur, 15. maður í hópnum og því
ekki á leikskýrslu. Og hver skyldi þá hafa
verið í leikmannahópi Víkings? Einmitt;
Hlynur Morthens!
„Ég veit að Hlynur hefur tapað þremur
úrslitaleikjum og það verður agalegt fyrir
hann tapa í fjórða skipti og það fyrir
mér,“ segir Heimir hlæjandi.
Akureyringnum hefur ekki komið á
óvart sá viðsnúningur sem hefur átt sér
stað hjá Val. Hlíðarendaliðið byrjaði af-
leitlega í haust en er á mikilli siglingu um
þessar mundir. Hlynur var meiddur
framan af og lék ekkert í fyrstu umferð
Íslandsmótsins. „Mér finnst Valsliðið
orðið jafnsterkt og efstu lið deildarinnar
eftir að félaginn kom aftur í markið.
Hann var nákvæmlega það sem þá vant-
aði. Hlynur er mjög góður markmaður og
er frábær móralskt fyrir hópinn,“ segir
Heimir og Hlynur fer líka fögrum orðum
um Heimi í samtali við blaðamann:
„Hann er einn besti leikmaður sem ég hef
spilað með og reyndar toppmaður, einn
sá besti sem ég hef kynnst.“
Hlynur starfar sem húsvörður í Vals-
heimilinu. Það er því ekki langt að fara á
æfingu að vinnudegi loknum. „Ég hef
verið hér nánast allan sólarhringinn síð-
an ég kom í Val fyrir einu og hálfu ári! Ég
kann mjög vel við starfið, það er fjöl-
breytt og alltaf mikið líf hér á staðnum.“
Undirbúningur Valsara hefur verið
hefðbundinn í vikunni, að sögn Hlyns.
„Það er að vísu reynt að peppa mann-
skapinn meira upp en fyrir hefðbundinn
leik, og þjálfararnir eru með fleiri fundi
en venjulega. Að öðru leyti er allt eins.“
Heimir er grunnskólakennari og vinn-
ur í Naustaskóla, nýjasta skólanum á Ak-
ureyri. Þar var óvenjulegt ástand í vik-
unni; skólaskemmtun fimmtudagsins
undirbúin, og þegar stóra stundin rann
upp léku nemendur Heimis leikrit sem
kennarinn samdi sérstaklega í tilefni
dagsins. „Vikan fór annars í að fylla
tankinn eftir þriggja leikja rimmuna við
FH en við erum orðnir góðir. Fundum
það á æfingunni í kvöld að við erum klár-
ir í slaginn,“ sagði Heimir seint á
fimmtudagskvöldið.
Báðir kváðust pollrólegir – og stað-
ráðnir að sigra. Nema hvað. „Akureyr-
ingar eru efstir í deildarkeppninni og það
er draumur að fá að að mæta besta liði
landsins, og sigra það, í bikarúrslitaleik.
Þeir hafa verið frábærir, leikurinn verður
því mjög erfiður, en þeim mun skemmti-
legra að vinna,“ segir Hlynur Morthens.
Hlynur sækir dótturina Ragnheiði Söru Morthens á leikskólann Kór við Baugakór í Kópavogi síðdegis á fimmtudaginn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hlynur, Ragnheiður Sara og Bryndís Björg Jónsdóttir slaka á heima í vikunni.
Hlynur Morthens markvörður Vals og húsvörður galvaskur að Hlíðarenda.
Kominn úr húsvarðagallanum í markmannsbúninginn. Hlynur á æfingu á fimmtudagskvöld.
’
Ég veit hvar hann
skýtur helst og hann
minnir mig jafnvel á
það fyrir leik; en svo snýst
taflið um það, þegar út í
leikinn er komið, hvort
hann breytir til eða ekki!