SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Blaðsíða 2
2 27. febrúar 2011 Við mælum með Hinn 4. mars munu Alex Metric (dj set) og Blo- odgroup troða upp á NASA. Upp- hitun verður í höndum Bloodgroup en þetta eru þeirra einu tónleikar á Íslandi þar til þau taka sér pásu til að vinna nýtt efni. Alex Metric kom, sá og sigraði á síðustu Ice- land Airwaves-hátíð. Evrópa hefur líka tekið honum vel en þar hefur hann slegið í gegn með laginu Open Your Eyes. Morgunblaðið/Ernir Blóðugur Metric á Nasa 20 Má nota orðið „tuddi“? Tómas Heiðar og Bergþóra Tómasarbörn feta í fótspor foreldra sinna, Tómasar Holton og Önnur Bjarkar Bjarnadóttur, í körfuboltanum. 22 Gátan sem seint verður ráðin Á mánudag verða 25 ár liðin frá morðinu á Olof Palme, forsætisráð- herra Svía. Lögregla viðurkennir að lausn málsins sé ekki í sjónmáli. 24 Kröpp kjör í Búrma Um helgina verður opnuð sýningin Líf í fjötrum á ljósmyndum Þorkels Þorkelssonar frá Búrma. Landið er lokað og fátæktin sár. 26 Félagar tefla til þrautar Valur leikur til úrslita í bikarkeppninni í handbolta fjórða árið í röð en Akureyri í fyrsta skipti. 28 Ný hugsun í skólamálum Enginn veit hver heildarstefna skólastarfs í landinu er, segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. 40 Ólík hlutverk Ætli sé gaman að bregða sér í hlutverk eða betra að vera maður sjálfur með smá uppábroti inni á milli? Lesbók 42 Bara konur lesa konur Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, verða kynntar á morgun. Af því tilefni er ástæða til að velta vöngum. 44 Herbergin okkar Í skáldsögunni Room eftir Emmu Donoghue segir frá konu og fimm ára syni hennar sem er haldið föngnum í litlu herbergi. 34 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson af Steve Lorenz og Hjördísi Lilju Örnólfsdóttur. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirs- dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Skapti Hallgrímsson. Augnablikið Þ að var þröng á þingi þegar háskóladag- urinn var haldinn í Háskóla Íslands um liðna helgi, en þá var opið hús í nokkr- um byggingum skólans, þar sem kynnt var bæði grunnnám og framhaldsnám. Einnig var starsemi skólans kynnt almennt og var dagurinn sniðinn fyrir alla fjölskylduna, sem boðið var í heimsókn á aldarafmælinu. Á meðal þess sem var í boði voru fjórar sýn- ingar í Háskólabíói, þar sem sprengjugengið svo- kallaða fór á kostum, en það skipa nemendur í efnafræði. „Það er sýning sem hefur vakið athygli jafnvel út fyrir landsteinana,“ sagði Jón Örn Guðbjartsson, sviðsstjóri markaðs- og sam- skiptasviðs. Og Háskóli Íslands virðist ern, þrátt fyrir háan aldur, því aldrei hafa fleiri komið á kynninguna eða á áttunda þúsund, að sögn Jóns Arnar. – Er sprengjugengið jafnhættulegt og það hljómar? „Þau eru að framkvæma hluti sem menn ættu ekki að reyna heima hjá sér,“ svarar Jón Örn. – Nema fólk hafi menntun til? „Já, sumt er sárasaklaust, en áhrifaríkt, annað þannig að það eru sprengingar og mikill ljósa- gangur. Það er ár efnafræðinnar í heiminum, þannig að það fór vel á því að þetta fengi svona mikla athygli. En svo var hver bygging með sinn fókus, það eru fimm fræðasvið í skólanum.“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Það var mikið um dýrðir hjá hugvísindadeild í aðalbyggingu Háskólans. Morgunblaðið/Kristinn Sprengjugengi á ferð Það gneistaði af Sprengjugenginu í Háskólabíói. Viðskiptafræðideild skýrði kvótann með frumlegum hætti. Tennisleikur er ekki alltaf tekinn út með sældinni eins og sjá má á tilburðum hinnar dönsku Caroline Wozniacki á Opna Katarmótinu á föstudag. Eigi að síður átti Wozniacki, sem vermir toppsæti heims- listans, ekki í vandræðum með frönsku stúlkuna Marion Bartoli í undanúrslitum og leikur til úrslita á mótinu um helgina. Veröldin Reuters Wozniacki í ham 27. febrúar Sýningin Grín og glens í Tjarnarbíói. Fjórir af bestu fjölskyldu- skemmtikröftum Íslands koma saman á sýningu sem er troðfull af skemmtilegheitum, gríni og glensi. 2. mars Handverks- kaffi í Gerðubergi. Þröstur Jónsson kennir gestum hefðbundið bók- band. 5. mars Ýmiss konar örnámskeið verða haldin á vegum Háskóla Íslands í Árnagarði. Meðal fjölda nám- skeiða má nefna námskeið í handritalestri og ástarsögum. 36 Morgunblaðið/Kristinn

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.