SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Blaðsíða 12
12 27. febrúar 2011 þurft að bíða lengur eftir tækifæri ytra því þar eru svo margir um hituna. Hér fékk ég tækifæri til að aðlagast hratt og læra mikið.“ – Er samkeppnin eitthvað í námunda við það sem lýst er í Black Swan? „Það er mikið drama,“ svarar Steve og hlær. Stórborg á sviðinu Steve hefur oft verið tilnefndur til Grímunnar sem besti dansari í karlhlutverki, síðast árið 2009 fyrir frammi- stöðu sína í Djöflafúgu Gunnlaugs Egilssonar og árið 2008 fyrir Kvart. „Ég hef verið tilnefndur fjórum fimm sinnum, en ekki unnið enn,“ segir hann og hlær. „Það kemur að því! Auðvitað er það strax heiður að vera tilnefndur og fá við- urkenningu fyrir það sem maður hefur lagt á sig. Það heldur manni við efnið á jákvæðan hátt.“ Og nú er tækifæri – það líður að frumsýningu! „Ég dansa í nýju verki, Grossstadtsafari, eftir Jo Strömgren, norskan danshöfund sem hefur oft komið hingað áður, og samdi meðal annars Kvart sem þú nefndir áðan. Þetta er mjög krefjandi verk líkamlega, hraðinn er mikill og það reynir á úthaldið. Það stóð til að semja það fyrir okkur, en tímaramminn hentaði ekki, þannig að það var samið fyrir dansflokk í Noregi og einn af döns- urunum þaðan kom til Íslands til að kenna okkur sporin. Jo Strömgren kemur í næstu viku til að fara yfir ljósin og leggja lokahönd á verkið með okkur, en frumsýningin verður á föstudaginn kemur. Efniviðurinn er safarí. „Þetta er stórborgarfrumskógur með mikilli umferð, það er enginn sérstakur söguþráður, eins og algengt er í dansverkum, heldur er það mjög lík- amlegt, umferðin á sviðinu eins og í stórborgum á borð við New York og Tókýó þar sem dansararnir æða fram og til baka og skapa þann kraft og flæði sem stórborgin hef- ur að geyma.“ Hann tekur undir að dansverk séu oft þannig, eins og í tónlist, að verkið sé torræðara en titillinn gefi til kynna. „Það er gert viljandi,“ segir hann. „Danshöfundar vilja gefa áhorfendum svigrúm til að skilja verkin sínum skilningi. Þeir telja það ekki sitt hlut- verk að segja: „Svona er þetta og svona á það að vera.“ Þvert á móti segja þeir: „Ég er með hugmynd en ég segi ykkur hana ekki.“ Og það er ekki að ástæðulausu. Þegar við tölum við áhorfendur eftir sýningar finnst okkur oft alveg undursamlegt hvað þeim dettur í hug: „Sáuð þið þetta!?“ Og við sjáum alveg nýja hlið á verkinu.“ Það voru allir í sjokki Það er ótrúlega stutt síðan Steve lá milli heims og helju á sjúkrahúsi eftir að hafa lent í slysi á æfingatímanum, reyndar fyrir annað dansverk. Hann var því spurður hvort hann væri virkilega búinn að ná aftur fullum styrk? „Já, eða ég myndi segja já og nei,“ svarar hann. „Þetta verk er mjög líkamlegt og venjulega höndla ég slíka þol- raun mjög vel en núna líður mér stundum eins og reyk- ingamanni því ég verð strax móður. En ég er fljótur að jafna mig. Líkamlega er heilsan góð, en þetta tók tíma af því að ég fékk lungnabólgu sem ég þurfti að takast á við, þannig að fyrstu tvær vikurnar tók ég það rólega – erf- iðaði ekki mikið. Það er ráðlegt að hlúa vel að lungunum í sér. En þetta gekk allt hratt fyrir sig eftir að ég vaknaði, ég jafnaði mig að mestu á tveimur til þremur dögum en ég hafði verið meðvitundarlaus í næstum fimm daga.“ – Þjóðin stóð á öndinni þegar þú slasaðist. „Það voru allir í sjokki,“ segir hann og kinkar kolli. „Ég vissi að þú myndir spyrja að þessu en hélt að spurn- ingin kæmi fyrr í viðtalinu og ætlaði að segja: „I’m hang- ing in there.“ Svona til að brjóta ísinn,“ segir hann og hlær mildilega. „Það sem gerðist var að ég festist í reipi í spuna og af því að það var spuni áttaði fólk sig ekki á því strax hvað hefði gerst. Það hélt að ég væri enn að leika, þangað til það áttaði sig á því að ég var orðinn meðvitundarlaus. Eftir að það leið yfir mig fann ég hinsvegar ekkert, enga köfnunartilfinningu og ég man ekkert eftir þessu. Þegar ég vaknaði vissi ég ekki til að byrja með að ég hefði lent í slysi. Ég vildi standa upp en kærastan mín [Hjördís Lilja Örnólfsdóttir] var hjá mér og sagði að ég yrði að liggja kyrr. „Af hverju?“ spurði ég. „Þú lentir í slysi,“ svaraði hún. „Ha?“ sagði ég undrandi. „Já, á föstudag,“ svaraði hún. Þá áttaði ég mig á að ég mundi ekkert eftir því að hafa farið heim eftir æfinguna eða eftir sjálfri helginni. Venju- lega æfi ég þrjá tíma á sunnudegi og það fyrsta sem ég hugsaði var af hverju slysið hefði ekki orðið á sunnudegi því þá hefði ég ekki misst af æfingu! Hélt að þetta væri draumur En frá þeim tíma sem ég varð meðvitundarlaus og þar til ég vaknaði var ég svæfður alveg og líkaminn allur kældur niður í 34 gráður sem er ný aðferð á Íslandi í svona til- vikum. Það eru aðeins nokkur ár síðan farið var að nota þá tækni til að hindra heilaskemmdir. Eftir tvo daga var ég kominn úr lífshættu og þá var ég hitaður hægt upp aftur og vaknaði á þriðjudagsnótt. Og það var skrítið! Þá var ég tengdur öllum þessum stóru tækjum, með slöngur tengdar í líkamann, og vissi ekkert hvað var að gerast. Mér leið eins og í bíómynd. Sjónin var óskýr, röddin far- in og mamma stóð við hlið mér, hafði komið frá Þýska- landi. Ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera draum- ur, þetta gæti ekki verið, en smám saman áttaði ég mig á því að eitthvað alvarlegt hafði gerst. Ég var síðan útskrifaður af spítalanum á tveimur dög- um. Ég einsetti mér að dvelja ekki þar ekki lengi því mér líður ekki vel á spítölum. En ég komst ekki fyrr því ég gat ekki gengið út af öllum lyfjunum. Það var undarleg til- finning því ég er vanur að geta gert nánast hvað sem er við líkamann, farið flikk flakk og hvað þetta allt heitir en allt í einu gat ég ekki labbað. Það var því gott að finna styrkinn færast í líkamann aftur.“ Viku síðar byrjaði Steve aftur á æfingum en það leið ekki svo langur tími áður en hann lagði leið sína í leik- húsið. „Eftir að mér var sleppt var það fyrsta sem gerði að ganga hingað í leikhúsið,“ segir hann brosandi. „Allir ruku til mín og spurðu: „Hvað ertu að spá!? Hvernig komstu hingað?“ Ég svaraði: „Ég bara labbaði.“ „Ertu brjálaður?“ spurðu þau. En ég svaraði: „Ég verð bara að vera viss um að allt sé í lagi hjá ykkur og láta ykkur vita að þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af mér.“ Ég og Hjör- dís Lilja vildum líka segja vinum okkar í dansflokknum að við ættum von á barni og þetta var fullkomið augna- blik til þess.“ – Er þetta fyrsta barnið ykkar? „Já, það er áætlað að það komi í heiminn 8. ágúst.“ Tökum vinnuna ekki heim Steve og Hjördís Lilja eru bæði dansarar hjá Íslenska dansflokknum. „Við höfum unnið saman síðan árið 2004. „Við þekktumst reyndar frá því ég kom hingað fyrr, þá var hún í námi í Listdansskólanum og ég vann verkefni með þeim ásamt starfi mínu hér. Þannig kynnt- umst við. En svo kom hún til starfa hjá flokknum, við unnum saman á hverjum degi, fórum að tala saman og eitt leiddi af öðru.“ Og hann hlær bara spurður að því hvernig sé að vinna með maka sínum. „Flestir segja: „Guð minn góður, þá hlýtur að taka á taugarnar.“ Og margir halda að við höf- um ekkert að tala um þegar við komum heim. En það er ekki rétt. Þetta gengur mjög vel. Það getur reyndar verið svolítið vandasamt þegar við dönsum saman því þá „... undarleg tilfinning [að geta ekki gengið út af lyfjum] því ég er vanur að geta gert nánast hvað sem er með líkamanum.“ Steve og Hjördís Lilja eiga von á barni saman.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.