SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Blaðsíða 16
16 27. febrúar 2011
harmleikur í fjölskyldunni fékk aukna at-
hygli almennings. Árið 1988, þegar fyrri
eiginkona hans lést eftir að drukkinn
ökumaður ók á bíl þeirra á Skúlagötunni,
varð atburðurinn fljótt á allra vörum.
„Þegar svona hlutur gerist verður maður
fljótt umkringdur góðu fólki, vinum og
fjölskyldu, sem hjálpa manni að komast í
gegn um þetta, og í minningunni var það
þannig. Í kjölfarið varð svo til gríðarlega
sterkur hópur, Áhugahópur um bætta
umferðarmenningu, sem leikkonurnar
Edda Björgvinsdóttir, Guðrún Þórð-
ardóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og
fleiri góðar konur stofnuðu og ég held að
hafi haft gríðarlega mikil áhrif. Þær beittu
sér mjög ötullega í þeirri baráttu svo þessi
atburður leiddi til ýmissa umbóta sem
hefði þurft að vera búið að koma á löngu
fyrr.“
Síðan eru liðin 23 ár og Jóhann lifir fullu
fjölskyldulífi í dag, á tvo unglingsstráka,
Örn Gauta sem er nýorðinn 16 ára og Jó-
hann Ólaf sem er 14 ára, með konu sinni
Guðrúnu Sesselju Arnardóttur hæstarétt-
arlögmanni. „Það hefur gengið ágætlega
að púsla saman fjölskyldulífinu hingað til,
þótt við vinnum bæði mikið, kannski af
því að við eigum bæði lausar stundir inn á
milli. Svo er spurning hvort svona óreglu-
legur vinnutími verður ekki bara vani hjá
þeim sem búa við hann. Það munar líka
töluvert um að börnin eru ekki lengur á
handleggnum og það koma tímar inn á
milli þar sem álagið er minna, það er svo-
lítil „show-mennska“ í þessu.“
Þótt leiklistin hafi verið aðalvettvangur
Jóhanns í gegn um tíðina hefur tónlistin
aldrei verið langt undan. „Hún hefur allt-
af verið fyrirferðarmikil hjá mér, alveg
síðan ég var barn, enda ólst ég upp við
mikla tónlist. Mamma er píanókennari og
Þorsteinn Gauti bróðir minn er píanóleik-
ari auk þess sem það eru margir tónlist-
armenn í mínum frændgarði. Ég ólst því
upp við þetta alla tíð. Í leiklistarskólanum
lærði ég svo bæði söng og tónfræði og hélt
því áfram eftir að ég útskrifaðist. Þá lærði
ég að syngja hjá Sigurði Demetz og var
fimm vetur í tónlistarskólanum hjá hon-
um og svo tvo vetur hjá Kristni Sig-
mundssyni. Eftir það hef ég sótt söng-
námskeið reglulega og þegar ég átti inni
ársfrí eftir 20 ára starf sem leikari dreif ég
mig út til Ítalíu þar sem ég tók söngtíma
um leið og við Guðrún stúderuðum
ítölsku. Það var mjög skemmtilegt ár.“
Söngurinn hefur því ávallt átt stóran
part í Jóhanni sem viðurkennir að það hafi
stundum hvarflað að sér að skipta yfir í
tónlistina. „En svona hefur þetta þróast
og ég er ekki ósáttur við það enda hef ég
verið óskaplega heppinn með að hafa allt-
af haft nóg að gera í leiklistinni.“ Það var
því viðeigandi að þegar Jóhann gaf út
fyrstu sólóplötu sína fyrir jól urðu lög úr
leikhúsinu og kvikmyndum fyrir valinu á
efnisskránni.
Í hestamennskunni með kollegunum
Að öðru leyti eru það helst sveitin og
hestarnir sem toga í Jóhann, enda upp-
lýsir hann að þrátt fyrir að hafa verið
ungur að árum þegar hann flutti í borgina
hafi hann dvalið meira og minna öll sum-
ur í sveit þar til hann varð 17 ára. „Ég fer
mikið að veiða á sumrin en pabbi var nú
laxabóndi í Borgarfirði á sínum tíma. Ætli
ég hafi ekki erft veiðidelluna þaðan.“
Helsta áhugamálið eru þó hestarnir, en
Jóhann á þrjú hross sem þurfa auðvitað
sína umhirðu og athygli. „Það endurnærir
mikið að fara beint úr leikhúsinu og út í
náttúruna, finna ilminn af skepnunum og
moka svolítinn skít, þótt ég vildi nú ekki
gera það að aðalstarfi,“ segir hann kank-
vís. „Vinnan við hestana er aðallega
bundin við þá sex mánuði sem þeir eru á
húsi en svo fara þeir í haga. Það einfaldar
líka málið að við erum nokkrir saman um
húsið þannig að menn skiptast svolítið á
að gefa, og þegar mikið álag er hjá einum
taka hinir af honum höggið.“ Í ljós kemur
að húsfélagar Jóhanns eru m.a. úr leik-
arastétt svo góður skilningur ríkir á
vinnuaðstæðunum. „Ef einn er að fara að
frumsýna eftir tvær vikur gefa hinir á
meðan,“ segir Jóhann. „Við Hilmir Snær
[Guðnason] höfum átt hús saman í tólf ár
og Atli Rafn Sigurðsson hefur líka verið
með okkur auk þess sem Sjonni heitinn
Brink var með okkur í mörg ár, en konan
hans, Þórunn Clausen, og Guðrún konan
mín eru bræðrabörn. Svo má ekki gleyma
að nefna Gunnar Gunnsteinsson sem hef-
ur lengi verið með okkur í hestamennsk-
unni. Þannig að ýmsir hafa verið með í
hrossunum í gegn um tíðina.“
Hápunktur hestasportsins eru svo út-
reiðartúrarnir, en Jóhann hefur farið í
nokkrar lengri ferðir í góðra vina hópi.
„Fyrir þremur árum fórum við í stórum
hópi í tíu, tólf daga ferð inn að Hofsjökli
sem var alveg frábær en við fórum m.a. í
Kerlingarfjöll og niður hjá Helgaskála í
Leppistungur og komum svo niður í
Gnúpverjahrepp. Í hittifyrra fórum við í
fimm daga ferð um Borgarfjörðinn og þá
uppgötvaði ég eiginlega hvað það svæði er
stórt – það væri hægt að vera í hestaferð-
um um Borgarfjörð í nokkur ár. Sam-
hengið verður svolítið öðruvísi en þegar
maður brunar beint í gegn um sveitirnar á
bíl.“
Framundan er hins vegar meiri leiklist:
Fólkið í kjallaranum verður tekið aftur
upp næsta haust og sömuleiðis er búið að
bjóða Ofviðrinu til Litháens. „Síðan eru
ýmsar þreifingar í gangi þannig að það er
alltaf eitthvað á leiðinni, fyrir utan það
sem maður er sjálfur með í pípunum,“
segir Jóhann og upplýsir að önnur plata sé
í bígerð. „Ég ætla að gefa mér góðan tíma
og halda mig við leikhústónlistina enda er
það minn heimavöllur. En núna eru það
Allir synir mínir.“
Sem Tevje í Fiðlaranum á þakinu en hlutverkið var Jóhanni ákaflega eftirminnilegt.
Sem pabbinn í Fólkinu í Kjallaranum en sú
sýning fer aftur á fjalirnar í haust.
Í hlutverki fjölskylduvinarins Max Detweiler
í Söngvaseið í Borgarleikhúsinu.
Í hlutverki Joe Keller í Öllum sonum mínum sem frumsýnt verður á föstudag.
Í hlutverki Marat í
lokaverkefninu
Marat/Sade í
Nemendaleikhús-
inu en með honum
á myndinni er Guð-
jón Pedersen.
Sem leikfimikennarinn
Gummi Gumm í Gaura-
gangi í fyrra en þetta var í
annað sinn sem Jóhann
lék í því verki.