SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Blaðsíða 8
8 27. febrúar 2011
Karl-Theodor zu Guttenberg hefur átt skjótan frama í
stjórnmálum. Hann komst á þing fyrir kristilega
demókrata í Bæjaralandi, CSU, árið 2000. Hann varð
ráðherra efnahags- og tæknimála í febrúar 2009 og
varð strax einn vinsælasti stjórnmálamaður lands-
ins. Eftir kosningarnar í fyrra varð hann varn-
armálaráðherra.
Fjaðrafokið vegna doktorsritgerðarinnar sem nú
hefur leitt til þess að hann hefur verið sviptur dokt-
orsnafnbót sinni virðist ekki ætla að hafa áhrif á vin-
sældir Guttenbergs.
Samkvæmt skoðanakönnun Dimap fyrir þýska rík-
issjónvarpið, ARD, sem birt var á miðvikudag, eru
73% þýskra kjósenda ánægð með störf Guttenbergs,
en það átti við um 68% áður en málið kom upp. 72%
sögðu að ákvörðun hans um að afsala sér dokt-
orstitlinum dygði til þess að honum væri stætt á að
vera áfram í embætti. 24% sögðu að hann ætti að
segja af sér.
„Fólk kann að meta að hann er ekki afsprengi
hinnar pólitísku valdablokkar í Berlín,“ sagði Man-
fred Güllner, sérfræðingur um stjórnmál hjá skoð-
anakönnunarfyrirtækinu Forsa, í samtali við AFP.
„En blaðamönnum finnst hann hrokafullur.“
Guttenberg er 39 ára gamall. Hann er af aðalsætt-
um, sem rekja má aftur til miðalda. Þá er kona hans,
Stephanie, afkomandi járnkanslarans, Ottos von Bis-
mark. Guttenberg vakti athygli fyrir framgöngu sína í
síðustu kosningabaráttu þar sem hann tróð ekki að-
eins upp á hefðbundnum kosningafundum heldur
skaut líka upp kollinum sem plötusnúður á skemmti-
stöðum. Hann þykir tala tæpitungulaust, þótt nokk-
ur mál, sem upp hafa komið í tíð hans sem varn-
armálaráðherra hafi reynst honum erfið, og nýtur
vinsælda. Ýmsir hafa spáð því að hann eigi fyrir sér
að verða kanslaraefni hægri manna í Þýskalandi.
Vinsældir aukast þrátt fyrir doktorsmissi
Karl-Theodor zu Guttenberg ásamt Stephanie, konu
sinni, á Wagner-hátíðinni í Bayreuth.
Reuters
K
arl-Theodor zu Guttenberg, varn-
armálaráðherra Þýskalands, var á
miðvikudag sviptur doktorsnafnbót
sinni eftir að hann var ásakaður um
að hafa stolið stórum hluta hennar. Rüdiger
Bormann, forseti Bayreuth-háskóla, sagði á
blaðamannafundi að þetta hefði verið ákveðið
vegna þess að ekki hefði verið beitt „réttum
vísindalegum vinnubrögðum“ við skrif dokt-
orsritgerðar hans. Hann talaði ekki um rit-
stuld.
Guttenberg hafði áður beðið háskólann um
að draga doktorsnafnbótina tilbaka og sagt að á
doktorsritgerð sinni væru „alvarlegir tækni-
legir gallar, sem gengju þvert á viðtekin aka-
demísk vinnubrögð“.
„Ég er manneskja, sem hefur veikleika og
gerir mistök,“ sagði Guttenberg. Mikið fjaðra-
fok varð þegar dagblaðið Süddeutsche Zeitung
birti frétt um að heilu kaflarnir í doktorsritgerð
hans hefðu verið teknir upp úr öðrum greinum
og verkum án þess að heimildar væri getið.
„Ritgerð mín sem ég skrifaði er enginn rit-
stuldur og ég vísa þeirri ásökun frá mér af öll-
um krafti,“ sagði hann í upphafi. Það varð þó
fljótlega ljóst að erfitt yrði fyrir hann að standa
við þau orð. Í nýjasta tölublaðið Der Spiegel
voru birtir heilir kaflar hlið við hlið sem voru
svo til samhljóða. Aðeins hafði verið hnikað til
orði hér og þar án þess að það hefði áhrif á
merkingu og stafsetningarvillur fái jafnvel að
fljóta með. Netverjar tóku sig til, fínkembdu
ritgerðina og leituðu sambærilegra kafla á net-
inu. Afraksturinn má finna með því að slá inn
slóðina http://de.guttenplag.wikia.com/wiki/
Plagiate. Á miðvikudag höfðu fundist kaflar,
sem teknir voru annars staðar án þess að heim-
ildar væri getið, á 286 síðum eða 72,77% af síð-
unum, sem teljast meginmál ritgerðarinnar.
Þegar frá er tekið efnisyfirlitið, tilvitnanir aft-
ast og heimildaskrá er ritgerðin 394 síður.
Guttenberg hefur verið vinsælasti stjórn-
málamaður Þýskalands. Honum hefur þótt
fylgja ferskur andblær, en nú velta menn
vöngum yfir því hvaða áhrif þetta mál muni
hafa á feril hans. Stjórnarandstaðan hefur kraf-
ist afsagnar Guttenbergs vegna málsins og sak-
að hann um svik og undirferli. Angela Merkel,
kanslari og flokkssystir varnarmálaráðherrans,
hefur hins vegar veitt honum fullan stuðning.
Stuðningur hins stjórnarflokksins, frjálsra
demókrata, hefir aftur á móti verið hálfvolgur.
Fjölmiðlar á vinstri vængnum hafa gagnrýnt
Guttenberg. Vinstrablaðið Tageszeitung spurði
hvernig ætti að vera hægt að trúa orðum hans
hér eftir og gagnrýndi Merkel: „Sú staðreynd
að hún er tilbúin að hafa lygara í stjórninni til
að viðhalda valdajafnvæginu er ekki bara
óverðugt embætti hennar. Það er hneyksli.“
Í Der Spiegel er farið í Guttenberg af hörku.
Þar segir að „nálgun hans til fræðimennsk-
unnar sé ekki: Ég vil koma miklu í verk. Held-
ur: Ég vil að þú haldir að ég hafi komið miklu í
verk.“ Greininni lýkur á þeim orðum að hann
hefði kannski betur lesið endurminningar afa
síns, Karls-Theodors zu Guttenbergs, sem
komu út undir heitinu Neðanmálsgreinar.
Viðskiptablaðið Handelsblatt studdi hins
vegar Guttenberg í forsíðuleiðara. Þar segir að
hann sé fulltrúi „vonarinnar um að Þýskaland
geti fært sig inn í framtíðina … verkefnið sem
bíður hins unga stjórnmálamanns er mikil-
vægara en mistök hans. Hann á enn ýmislegt
ólært, þar á meðal auðmýkt. En þetta ætti hann
að læra í embætti. Veikari Guttenberg er betri
en enginn Guttenberg.“
Blaðið, sem fyrst fjallaði um málið, skrifar að
Guttenberg ætti að skammast sín, en bætir við
að málið gæti orðið honum til hagsbóta. „Gæti
ritstuldarmálið jafnvel orðið til þess að greiða
honum leið í kanslarastólinn?“ spurði blaðið.
„„Sjáið, segir baróninn við fólkið, ég er einn af
ykkur. Manneskja sem er með veikleika og
gerir mistök.““
Láns-
fjöðrum
skilað
Guttenberg
sviptur doktors-
titli en sívinsæll
Álagið leynir sér ekki í svip Karls-Theodors zu Guttenbergs, varnarmálaráðherra Þýskalands.
ReutersVikuspegill
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Þýski varnarmálaráð-
herrann er barón og
heitir fullu nafni Karl-
Theodor Maria
Nikolaus Johann
Jakob Philipp Franz
Joseph Sylvester
Freiherr von und zu
Guttenberg. Á forsíðu
Financial Times
Deutschland var
hann kallaður Barón
klippa og líma1 með
illkvitnislegri
neðanmálsgreinar-
tilvísun og Jürgen
Trittin, þingflokks-
formaður Græningja,
kallaði hann dr.
Googleberg.
Baróninn
- nýr auglýsingamiðill
Nýtt og betra atvinnublað
alla fimmtudaga
Blaðinu er dreift í 85.000 eintökum
á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu
Sendu pöntun á finnur@mbl.is
eða hafðu samband í síma 569-1100
Allar auglýsingar birtast bæði í blaðinu og á mbl.is
ERATVINNUAUGLÝSINGIN
ÞÍN Á BESTA STAÐ?