SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Blaðsíða 17
U
m miðjan mánuðinn kynnti
norður-ameríska álfélagið
Century Aluminium, móð-
urfélag Norðuráls á Grund-
artanga, góða afkomu á liðnu ári, en fé-
lagið hagnaðist um 60 milljónir dala á
árinu 2010, eða rúma 7 milljarða króna.
Norðurál hefur eins og kunnugt er,
undirbúið byggingu nýs álvers í Helguvík
undanfarin fimm ár, en þótt fram-
kvæmdir hafi verið hafnar á sínum tíma,
hefur lítið miðað að ljúka útistandandi
skilyrðum í samningum um orkukaup
fyrirtækisins.
Norðurál hefur yfir að ráða um 304
milljónum dollara skv. síðasta uppgjöri
Century, eða um 36 milljörðum króna,
sem félagið er reiðubúið að fjárfesta í
Helguvík, um leið og grænt ljós fæst á
áframhaldandi framkvæmdir. Félagið
hefur nú þegar lagt um 150 milljónir
dollara í verkefnið, eða um 17 milljarða
króna, sem er svipuð upphæð og kís-
ilverið í Helguvík mun kosta.
Hvatamenn þess að álver Norðuráls rísi
í Helguvík hafa bent á, eftir að ákvörðun
um kísilver í Helguvík var kynnt, að kís-
ilver mengi mun meira en álver, per
kílóvattstund. Það sé sérkennilegt að
enginn hafi vakið máls á þeirri stað-
reynd, hvorki umhverfisráðherra né
aðrir. En umhverfisráðherra sjái
hins vegar ástæðu til þess að slá
álver í Helguvík út af borðinu, þrátt fyrir
fjárfestingarsamning þann sem rík-
isstjórnin gerði við Norðurál árið 2009,
en þar segir orðrétt í 14. grein samnings-
ins:
Fyrirheit ríkisstjórnarinnar
14.1. „Ríkisstjórnin mun gera allar nauð-
synlegar ráðstafanir til þess að tryggja að
Century og félagið njóti allra réttinda og
hlunninda, sem samningur þessi veitir,
og að engin ráðstöfun verði gerð er gæti
takmarkað eða á annan hátt haft nei-
kvæð áhrif á framkvæmd verkefnisins og
starfsemi Century og/eða félagsins.“
Áætlanir gera ráð fyrir því að ríflega
2000 störf yrðu til um leið og fram-
kvæmdir myndu hefjast og til lengri tíma
litið hefðu hátt í 2000 manns starf í ál-
bræðslu Norðuráls í Helguvík og afleidd-
um störfum.
Þeim hefur fjölgað að undanförnu, sem
eru svartsýnir á að fyrirtækinu takist að
loka þeim atriðum sem út af standa í
samningum um raforkukaup og því gæti
allt eins farið svo að horfið verði frá
áformum um álversbyggingu í Helguvík.
Forsvarsmenn Reykjanesbæjar gera sér
þrátt fyrir allt í hugarlund, að álverið í
Helguvík muni rísa. Verkefnið hafi
vissulega tafist óhóflega, en smámsaman
hafi ljónum verið rutt úr veginum og þeir
trúa því að svo verði einnig með þær
hindranir sem eftir standa, en þar séu
stærstu málin að ljúka orkusamn-
ingum bæði við HS orku og OR.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins hefur mikil vinna farið
í samninga við Orkuveitu
Reykjavíkur (OR) og HS orku.
Ákveðin niðurstaða fékkst í
Hver situr
uppi með
Svarta
Pétur?
Norðurál hefur handbærar 304 milljónir dollara,
eða um 36 milljarða króna,sem fyrirtækið gæti
þegar í stað fjárfest í Helguvík. Öll tilskilin leyfi
liggja fyrir og samið hefur verið um kaup á bún-
aði. En þrátt fyrir það er mikil óvissa um það
hvort álver Norðuráls í Helguvík mun rísa og
tryggja um tvöþúsund manns atvinnu.
Morgunblaðið/Golli
Fréttaskýring
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is