SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Blaðsíða 24
24 27. febrúar 2011 Í búar Búrma búa í sárri fátækt. Þjóðartekjur á mann eru rétt rúmlega 27 þúsund krónur á mann að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og sam- kvæmt Alþjóðabankanum lifir þriðjungur þjóð- arinnar undir fátækramörkum. Þó er landið ríkt að auðlindum og má þar nefna olíu, gas, gull, rúbína, tekk og kopar. Búrma er næststærsti framleiðandi ólöglegs ópíums í heiminum á eftir Afganistan. Herforingjastjórnin í Búrma hefur stjórnað landinu, sem hún kallar Myanmar, harðri hendi frá árinu 1962 og hefur ekki í hyggju að láta völd sín af hendi. Þorkell Þorkelsson ljósmyndari fór til Búrma árið 2004 og verða myndir hans úr ferðinni sýndar á sýn- ingu, sem opnuð verður í Gerðarsafni í Kópavogi í dag, laugardag, klukkan þrjú. „Mér er minnisstæðast hvað allt var vanþróað í þessu landi og hvað fólk var hrætt við að tala við mann,“ segir Þorkell. „Þegar ég reyndi að tala við fólk um daglegt líf þess varð það strax tortryggið, spurði hvort ég væri ekki blaðamað- ur og vildi ekkert láta hafa eftir sér. En fólk er mjög alúðlegt og kurteist og býr yfir ríkri menningu þrátt Kröpp kjör í Búrma Herforingjastjórnin í Búrma gekk um tíma að því er virðist skipulega fram í að af- mennta þjóð sína. Sem dæmi þá var kennsla í ensku bönnuð, en enska hafði fest ræt- ur í Búrma þar sem landið var áður bresk nýlenda. Nú á tímum er enskukunnátta tak- mörkuð meðal almennra borgara. Þessi börn voru þó þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að ganga í skóla, nokkuð sem ætti að gefa þeim möguleika á bjartari framtíð en ella. Munkar á bæn í einni af mörgum bænastundum dagsins. Búddismi er megin trúar- brögð í Búrma. Meðan munkarnir dvelja í klaustrunum göfga þeir anda sinn með lestri, hugleiðslu, siðferðislegum rökræðum og bænum. Því hefur oft verið haldið fram að herforingjastjórnin misnoti sér umburðarlyndi og friðelskandi eðli búddism- ans til að kúga þjóðina til hlýðni. Búrma er lokað land og íbúar þess búa í sárri fátækt. Herinn hefur stjórnað landinu með harðri hendi frá 1962 og tilfærsla á völdum í kjölfar kosninga í nóvember virðist lítið boða ann- að en ný gluggatjöld í óbreyttum húsakynnum. Um helgina verður opnuð sýningin Líf í fjötrum á ljósmyndum Þorkels Þorkelssonar frá Búrma. Karl Blöndal kbl@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.