SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Blaðsíða 29

SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Blaðsíða 29
27. febrúar 2011 29 að toga reipið í rétta átt og þegar allir sem koma að kennslu vita í hvaða átt skal halda. Það kemur líka í ljós í könnun á vegum OECD að íslenskir kennarar og skólastjórnendur líta ekki á árangur nemenda á prófum sem nokkuð sem þeir geti nýtt til að þróa skólanámskrár og kennsluáætlanir. Þeim finnst próf ekki skipta mjög miklu máli. Við þurfum að huga að því hvort við séum að fara of mikið inn í kennslufræðilega pólitík í staðinn fyrir að hugsa um það hvernig börnunum líður og gengur. Við eigum ekki að vera hrædd við mælingar á því.“ Kannanir sýna að drengjum líður ekki nógu vel í skóla. Hvað er til ráða? „Ég stýri hópi í borginni sem er að skoða stöðu drengja sérstaklega og mun skila skýrslu í mars eða apríl. Íslenskir kennarar eru yst á skalanum í OECD-löndunum í svonefndri hugsmíðahyggju, sem þýðir að þeir eru hlynntastir uppgötvunar- námi. Strákum finnst þetta mjög óþægilegt því þeir vilja hafa markmið, sjá tölur og árangur. Strákum leiðist meira í skóla og það þarf að rýna í það af hverju þeim leiðist strax þegar þeir byrja í sex ára bekk og af hverju leiðinn eykst eftir það. Stelpur eru svo mjög kvíðnar í skóla um unglings- aldur, sem er mikið áhyggjuefni. Í ljós kemur líka þegar einkunnir eru rýndar að þá skiptir ánægja af lestri miklu máli fyrir bæði kynin og hefur áhrif á heildarnámsárangur. Annað sem við veltum fyrir okkur er tölvu- heimur drengja. Við lifum á tölvuöld en upplýs- ingatæknin er ekki á jafnmiklum hraða inni í skólastofunni og hún er í samfélaginu. Þar af leið- andi upplifa strákar mikinn hraða heima hjá sér þegar þeir eru að spila í tölvu en finnst allt í skóla- stofunni ganga mjög hægt fyrir sig.“ Þarf ekki gríðarlega mikið samhent átak til að laga allt það sem þú hefur verið að ræða í þessu viðtali? „Jú, draumur minn er að hópur hagsmunaaðila marki stefnu til tíu ára í senn og setji markmið sem hægt er að ná. Ég hef trú á að hægt sé að laga margt í kerfinu ef við náum sátt um sameiginlega sýn. Ef við samþykkjum forgangsröðun til menntamála og nokkuð dýrt menntakerfi þá verðum við að samþykkja mælingu á því og hver ávinningurinn er.“ En hvað með árangur skóla, skiptir máli hvaða skólar eru bestir? „Að mínu mati skiptir það máli. Ekki bara til að segja foreldrum að þeir hafi valið góða skóla fyrir börnin sín heldur líka til að styrkja þá skóla sem eru ekki jafngóðir. Ef við opinberum ekki hvernig staðan er í lélegu skólunum getum við ekki rétt- lætt aukið fjármagn til þeirra. Ég er til dæmis bundin trúnaði um það hvaða skólar eru bestir í Reykjavík og hverjir eru verstir. Það hjálpar ekki lökustu skólunum. Og það er ekki til hagsbóta fyrir nemandann.“ Stolt af Hönnu Birnu Hvaðan sprettur áhugi þinn á menntamálum? „Ég hef alltaf haft skoðanir á þeim en varð ekki pólitísk fyrr en ég kom heim úr meistaranámi í námssálarfræði. Þá áttaði ég mig á því að hér voru menntamálin svo til eingöngu á hendi hins opin- bera. Valdið var hjá stjórnmálamönnum sem þýddi að ég þurfti að taka þátt í pólitík til að hafa áhrif. Ég fann að í skólamálum átti ég samleið með Sjálfstæðisflokknum vegna stefnu flokksins um valfrelsi einstaklingsins. Ég held reyndar að skólapólitík Sjálfstæðisflokksins hafi verið föst í viðjum umræðu um einkarekna skóla of lengi, en sem betur fer er það að breytast. Og ég hellti mér út í pólitíkina, vann fyrst í Háskólanum í Reykja- vík, svo í menntamálaráðuneytinu og samhliða fór ég að skipta mér af málefnastarfinu. Eitt leiddi af öðru og nú er ég að klára mitt fimmta ár sem borgarfulltrúi.“ Nú er Sjálfstæðisflokkurinn í minnihluta í borgarstjórn. Hvernig gengur samstarfið við Besta flokkinn og Samfylkinguna? „Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með þennan meirihluta. Ég hélt sannast sagna að Besti flokkurinn myndi koma með nýjar hugmyndir eða halda áfram að þróa stefnu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um samvinnu allra flokka. Það varð ekki. Ég er stolt af þeim breytingum á stjórn- málum sem Hanna Birna leiddi og ég er viss um að sagan mun dæma þær sem stór skref í átt að nýj- um vinnubrögðum. Meirihlutinn talar um að breyta stjórnkerfinu og sameina skóla en hefur enga stefnu að leið- arljósi. Þar af leiðandi gengur það verkefni illa. Meirihlutinn nýtir sér ekki að við í borgarstjórn- arflokki Sjálfstæðisflokksins erum tilbúin til sam- starfs. Við fáum að koma að einstökum verk- efnum en fáum ekki að leggja okkar af mörkum til að skapa nauðsynlega heildarmynd. Meirihlutinn er í fastur í gömlum hjólförum. Ég er sannfærð um að borgarmálin gengju betur ef allir flokkar ynnu í sameiningu, sátt ríkti um það hvaða skref ætti að taka og stefnan væri ljós. Þá myndum við öll verða að slaka á vissum pólitískum markmiðum og gera málamiðlanir, en í staðinn fengju borgarbúar ró- legri og átakaminni stjórnmál og sýnilegur árang- ur yrði meiri. Á erfiðum tímum eigum við einmitt að vinna á þennan hátt.“ Morgunblaðið/Kristinn

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.