SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Síða 2
2 27. mars 2011
Við mælum með …
27. mars
Fyrsti þátturinn af fjórum í nýrri íslenskri sakamálaseríu, Tíma norn-
arinnar, verður sýndur í Ríkissjónvarpinu að kvöldi sunnudags kl. 20.10.
Leikstjóri þáttanna er Friðrik Þór Friðriksson en þeir eru byggðir á sam-
nefndri bók eftir Árna Þórarinsson um Einar blaðamann. Með aðal-
hlutverkið fer Hjálmar Hjálmarsson.
Sakamál í sjónvarpinu
8 Biðukollan á Brúnni
Brasilíumaðurinn David Luiz hefur komið eins og stormsveipur inn í lið
Chelsea í enska boltanum og landi hans, Ramires, er að hressast.
13 Stuðlar að trjárækt
Umslag sérhæfir sig í að koma gögnum á prenthæft form, pakka þeim
og póstleggja. Þar segja menn pappírsnotkun stuðla að skógrækt.
28 Þjóðin, landið og lýðveldið
Sýning á ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá árunum 1928 til
1958 verður opnuð á Minjasafninu á Akureyri í dag.
31 Lék orðið „ástríða“
Hilda Jana Gísladóttir, sjónvarpskona á Akureyri, velur nokkrar myndir
úr myndaalbúmi sínu.
34 Náttúran kveikjan
Matreiðslumeistarinn Völundur Snær Völ-
undarson er með mörg járn í eldinum, rekur
meðal annars veitingastað á Bahamaeyjum.
36 Halda sig
á mottunni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er meðal
efstu liða í átakinu mottumars sem lýkur um helgina. Heilsað er upp á
skeggprúða lagaverði.
40 Brett og sparslað
Það getur verið gaman að prófa nýjar snyrtivörur og nú fara hillur að
fyllast af spennandi nýjum sumarlitum.
Lesbók
44 Töfraraunsæi og tígriskonan
Mikið er látið með bandaríska rithöfundinn Téu Obreht vestan hafs
um þessar mundir og fyrsta skáldsaga hennar lofuð.
24
Augnablikið
Þ
eir voru ekki eins stórir og ég átti von á.
Skýjakljúfarnir. Bíddu, og er þetta allt?
Er þetta virkilega Times Square? Ég átti
von á ókleifri mannmergð, öskrum og
brjálæði, hundruðum lögregluþjóna, eiturlyfja-
fíklum og ótíndum þjófum. Þess í stað stóðu þarna
auð borð og stólar þar sem hægt var að hvíla lúin
bein. Ein lögga var í seilingarfjarlægð, kjamsandi á
kleinuhring, sultuslök. Og ég fór ekki upp í Emp-
ire State og sá ekki einu sinni frelsisstyttuna.
Svona var ferðalag mitt til New York um síðustu
helgi – já, svona var eitt besta ferðalag sem ég hef
tekið mér fyrir hendur í árafjöld. Ég er 37 ára
gamall og var að fara í mína fyrstu ferð til þessarar
nafntoguðu borgar. Skandall! Svo margir af vin-
um mínum og kunningjum voru búnir að fara að
ég var farinn að skammast mín, fannst ég orðinn
alvarlega utangátta. Svo þegar ég loksins kemst er
upplifunin … tja svo sannarlega öðruvísi en ég átti
von á. En svona fara bíómyndirnar með mann í
bland við væntingar byggðar á því hversu ROSA-
LEG þessi borg sé. Ég hélt ég væri að fara að ganga
inn í einhverja kolbrjálaða geimmynd þar sem
skýjakljúfarnir væru margir kílómetrar að hæð og
mannfjöldinn í borginni yfirmáta svakalegur með
tilheyrandi dónaskap og sturlun. (Þú þarft víst að
fara til Tókýó til að upplifa þetta. Mínus dónaskap
að vísu. Veit ekki með sturlun.) Þannig að þessi
yfirmáta slaka stemning sem einkenndi flestallt
þarna kom mér á óvart. Ástandið í borginni hefur
að vísu ekki alltaf verið svona, síður en svo. Sum
hverfin þarna hafa á ákveðnum tíma verið lífs-
hættuleg og þú varst að bjóða hættunni heim,
hugnaðist þér að nýta þér neðanjarðarlestar-
kerfið. En af hverju er ég að tala um þetta sem eitt
best heppnaða ferðalag sem ég farið í lengi? Jú, ég
varð þeirrar gæfu aðnjótandi að komast „aftur
fyrir pallin“ eins og Færeyingar orða það, gisti hjá
fólki sem þekkti borgina inn og út en þó einkum
nærumhverfi sitt, Greenpoint-hverfið í Brooklyn.
Rólegt og hlýlegt hverfi og ansi Pólverjavænt
(mottan kom sér því vel). Þar við hliðina er svo
„hippstera“-hverfið Williamsburg, undirlagt af
listamönnum og fólki sem gengst upp í allra
handa svalheitum. Dvölin fór þess vegna í það að
marinera sig upp úr þessu heimasvæði gestgjaf-
anna, ég saug í mig andann jafnt og bítandi með
því að spássera um göturnar, hanga á kaffihúsum
og virða fyrir mér börn að leik. Í stað þess að æða
um alla borg eins og hauslaus hæna, taugatrekkt-
ur yfir því hvort ég næði nú ekki örugglega að
komast yfir allt sem milljónaborgin hefur upp á að
bjóða. Rembingurinn við að njóta nú örugglega
alls þess sem í boði er í botn veldur því svo iðulega
að maður nýtur ekki neins af því sem var lagt upp
með. „Hamingjan er ferðalag, ekki áfangastaður“
segir einhvers staðar. Ég náði þessum sannleik í
fyrsta sinn á ævinni. Og það í Nýju Jórvík! Er það
vel.
Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is
Greinarhöfundur innan um skýjakljúfa Nýju Jórvíkur.
Ljósmynd/Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir
Arnar og Eplið
31. mars
Kurteist fólk, ný
íslensk kvik-
mynd eftir Olaf
de Fleur Jóhann-
esson, frumsýnd. Hún fjallar um
óhæfan verkfræðing (Stefán Karl
Stefánsson) sem lýgur sig inn í
samfélag á Vesturlandi og þykist
geta komið sláturhúsi staðarins í
gang á ný.
24.-27 mars
Hönnunar-
Mars er fjög-
urra daga
hönnuna-
rhátíð í
Reykjavík þar
sem dagskráin er barmafull af fjöl-
breyttum og spennandi viðburðum
af ýmsu tagi. Hönnuðir bjóða al-
menningi að kynna sér heim hönn-
unar með sýningum og fyr-
irlestrum.
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson af Birgittu Haukdal.
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans:
Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirs-
dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Skapti Hallgrímsson.
38