SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Qupperneq 23
27. mars 2011 23
menn sem sátu í setustofu í anddyrinu og
voru að gera sig klára til að mynda fólkið á
götunum. Þar var þekktur ljósmyndari og
kvikmyndagerðarmaður, Andris Slapins,
sem hafði myndað í Síberíu og líf inúíta í
Sovétríkjunum ásamt félögum sínum Jur-
is Podnieks og Gvido Zvaigzne. Þeir voru
að gera heimildarmynd um átökin í
Eystrasaltsríkjunum. Mig langaði að fræð-
ast um þau svæði sem Slapins hafði
ferðast um og spurði hann varfærnislega.
Andris var fámáll en vingjarnlegur, sagði
lauslega frá lífinu á þessum framandi
slóðum. Hann var að gera sig kláran fyrir
átök kvöldsins. Ég vildi ekki trufla þá en
óskaði eftir að hafa samband seinna, hafði
áhuga á að taka myndir og kynnast lífi
sem ég þekkti ekki.
Við yfirgáfum hótelið en vissum ekki að
á sama tíma beið hin illræmda svarthúfu-
sérsveit í felum á horninu beint á móti,
tilbúin að skjóta. Það átti að valda usla og
vara menn við að ganga of langt í frels-
isbaráttunni. Það er til kort sem sýnir
hvar þeir voru og klukkan hvað. Það átti
að valda ógn og skelfingu meðal fólksins
og vara aðrar þjóðir við því að skipta sér af
málum Sovétríkjanna. Það átti að valda
skelfingu í hverju Eystrasaltsríkjanna fyr-
ir sig.
Rúmum klukkutíma eftir að við yfir-
gáfum Riga hófst skothríð svarthúfusveit-
anna fyrir framan hótelið, tveir her-
lögreglumenn og ungur Letti voru
lífshættulega slasaðir og létust síðar af
sárum sínum. Við höfðum tekið myndir af
lögreglumönnunum skömmu áður.
Skyndilega urðu kvikmyndatökumenn-
irnir skotmörk þar sem þeir voru í garð-
inum skammt frá hótelinu. Andris Slapins
var skotinn fyrstur, svo Gvuido Zvaigzne.
Andris gerði sér grein fyrir því að hann
var að deyja og bað Podnieks að taka
kvikmyndatökuvélina sína og mynda sig.
„Þeir skutu mig í hjartað,“ sagði Slapins af
veikum mætti. „Haltu áfram að taka
myndir!“ Hann dó nokkrum mínútum
síðar af sárum sínum. Zvaigzne lést af sár-
um sínum tveimur vikum síðar. Podnieks
drukknaði átján mánuðum síðar á und-
arlegan hátt.
Hendur á vélbyssum
Í Vilníus var útgöngubann, samt var fólk
úti og sat við eldana í kuldanum, tilbúið
að verja þinghúsið. Inni biðu sjálfboða-
liðar tilbúnir að verja ráðamenn með
gömlum rifflum. Jón Baldvin hitti Lands-
bergis og aðra ráðamenn í þinghúsinu og
við fylgdumst með upptökum sem sýndu
hvernig lífið var murkað úr fólki, keyrt
yfir það á skriðdrekum og skotið af stuttu
færi. Fjórtán manns féllu í valinn og
margir voru særðir. Það var eiginlega þá
sem maður gerði sér grein fyrir því að við
værum í bráðri hættu ef árás yrði gerð –
að enginn væri óhultur í þessu umhverfi,
ekki einu sinni íslenski ráðherrann. Ör-
yggisverðir voru með hendur á vélbyssum
innan klæða, tilbúnir að verja Jón Baldvin
og föruneyti hans. Orðrómur var um það
að hugsanlega yrði gerð skotárás á bíla-
lestina þegar hún ferðaðist milli landa.
Þess vegna var keyrt á ógnarhraða á flug-
hálum vegum til að forðast árás, öll at-
burðarás var óútreiknanleg.
Andrúmsloft var eins spennuþrungið í
Tallinn. Jón Baldvin og Arnór bróðir hans
áttu fundi með Lennart Meri og öðrum
ráðamönnum um framvindu mála.
Steypuklumpar blokkeruðu aðgang
skriðdreka ef árás yrði gerð í borginni.
Það var ákveðinn léttir að komast úr
þessu spennuþrungna andrúmslofti en að
sama skapi þægilegt að vita að Ísland
hygðist, fyrst ríkja heims, viðurkenna
sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna.
Furðuleg uppákoma
Allir íslensku fréttamennirnir, Pétur
Gunnarsson, Hallur Hallsson, Ellert B.
Schram, Þorfinnur Guðnason, Jón Ólafs-
son og ég, hafa sína sögu að segja af þess-
ari lífsreynslu. Stundum vorum við í hóp,
stundum einir á götum úti að skrásetja
þessa magnþrungnu tíma í heimssögunni.
Sumir í orðum, aðrir í myndum.
Á leiðinni heim til Íslands varð furðuleg
uppákoma. Þegar við komum á völlinn
var flugvélin okkar farin fyrir þó nokkru,
því allt flug var við miðað við Moskvu-
tíma og við því allt of seinir. Kaupa varð
nýja farseðla út úr landinu, þeir gömlu
voru úreltir og ekki teknir gildir. Gráhærð
kona með heysátuhárgreiðslu taldi pen-
inga svipbrigðalaus og rak svo viðkom-
andi farþega í næstu lúgu. Þar var sama
konan aftur, hafði bara fært sig til bak við
vegginn, heimtaði aftur vegabréfið og
taldi peningana fyrir farseðlinum þrisvar
sinnum. „Nei, hæ, þú aftur!“ Henni stökk
ekki bros þótt reynt væri að gantast við
hana yfir fáránleikanum. Svona var bara
kerfið, kerfi sem hafði verið byggt upp í
mörg ár í gömlu Sovétríkjunum.
Þegar ég rifja þetta upp velti ég fyrir
mér hvort Ísland sé í dag að þróast meira
og meira yfir í forsjárhyggju fyrir almenn-
ing með tilheyrandi eftirliti hæfi-
leikalausra manna með mikla titla og búa
til kerfi sem mun springa á endanum eins
og öll heimskuleg kerfi. Hvað það mun
skemma mikið áður veit enginn. Getum
við virkilega ekki lært af sögunni, og get-
ur fólkið aldrei fengið frið fyrir öllum
þessum kjánum, við þurfum þá ekki hér?
Sami staður morguninn eftir, loftið er ennþá reykmettað og áhyggjur skína úr andlitum.
Fullorðin kona við leiði náins ættingja í Vilníus.