SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Side 26

SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Side 26
26 27. mars 2011 Fyrsta myndin, sem vitað er um af Fischer. Hér er hann í kjöltu Reginu, móður sinnar, árið 1944. R obert James Fischer heldur áfram að valda heilabrotum. Snilligáfa hans er óumdeild og þegar hann var á hátindi ferils síns stóðst enginn honum snúning á skákborðinu, en hann var einnig ráðgáta, fullur af sjúklegri heift út í heiminn, sá samsæri í hverju horni og reyndist þeim iðulega verstur, sem vildu honum best. Í nýrri bók, Endgame, Bobby Fischer’s Remarkable Rise and Fall – from America’s Brightest Prodigy to the Edge of Mad- ness, rekur Frank Brady ævi hans frá því hann var drengur í New York þar til hann bar beinin á Íslandi. Brady þekkir vel til Fischers, hitti hann og fylgdist með honum frá því að hann var strákur að byrja að tefla. Fischer ólst upp á ástríku en efnalitlu heimili og sennilega hefur peningaleysið í æsku átt stóran þátt í þeirri óbilgirni, sem hann þótti oft sýna í peningamálum síðar meir. Það er auðvelt að lifa sig inn í frásögn Bradys af Fischer sem ungum dreng þegar hann er að byrja að tefla og fer að venja komur sínar í skákklúbba í New York þar sem eldri menn eru vanir að ráða ríkjum. Alls kyns fólk safnast í kringum hann og margir reyn- ast honum vel. Skákhæfileikar hans gerðu einnig að verkum að Fischer varð þekktur á unga aldri. Skákinni fylgdu hins vegar engir peningar. Í Sovétríkjunum voru efnilegir skákmenn á framfærslu ríkisins, en ekkert slíkt var fyrir hendi í Bandaríkjunum og velgengni í skákinni gaf lítið sem ekkert í aðra hönd. Sem dæmi má nefna að fyrir sex vikna taflmennsku á Interzonal-úrtökmótinu í Portoroz 1958 um áskorunarrétt við heimsmeistarann fékk Fischer aðeins 400 dollara. Í raun fékk Fischer aldrei neina peninga að ráði fyrr en eftir einvígið við Spasskí í Reykjavík 1972. Lýsing Bradys á einvíginu í Reykjavík bætir ekki miklu við það sem þegar hefur verið skrifað og mun meira að græða á bók- inni Bobby Fischer Goes to War eftir David Edmonds og John Eidinow. Viðureignin var ekki bara einvígi tveggja skákmanna, heldur framlenging á kalda stríðinu. Tortrygginn frá unga aldri Frá unga aldri var Fischer fullur tortryggni og óttaðist að verið væri að nota sig. Þessi tortryggni kann að hafa leitt til þess að Fischer hafnaði mörgum þeim boðum, sem bárust honum um að tefla eftir að hann varð heims- meistari í Reykjavík 1972. Þar fúlsaði hann við miklum fúlgum fjár að því er virðist af þeirri meginástæðu að hann óttaðist að aðrir myndu græða á sér. Niðurstaðan var hins vegar að enginn græddi, hann ekki heldur. Fischer varð einfari og hafði alltaf minna og minna á milli handanna. 1992 mættust Fischer og Spasskí aftur, nú í Sveti Stefan í Júgóslavíu. Þar bjargaðist fjárhagur Fischers, en hann lenti upp á kant við bandarískt stjórn- kerfi fyrir að rjúfa viðskiptabann á Júgóslavíu. Fischer var eftirlýstur og varð að hegða sér í samræmi við það. Skoðanir hans urðu æ undarlegri og engin leið að verja hatursfullar ræður hans í garð gyðinga. Flestum ofbauð ósmekkleg ummæli hans eftir hryðjuverkin í Bandaríkj- unum 11. september 2001. Fischer átti ekki afturkvæmt til Bandaríkjanna og hrökklaðist frá einum stað til annars, frá Ungverjalandi til Japans, þar sem hann var settur í fangelsi. Hópur Ís- lendinga, sem ekki gat hugsað sér að Fischer endaði í fangelsi í Bandaríkjunum, hóf baráttu fyrir því að hann fengi íslenskan ríkisborgararétt og hæli á Íslandi. „Hvað annað gat ég gert?“ Snubbótt skólaganga Fischers hvíldi á honum. „Larry Evans sagði einu sinni,“ hefur Brady eftir Fischer, „að ég vissi ekkert um lífið; ég kynni bara að tefla, og hann hafði rétt fyrir sér!“ Brady segir líka að Fischer hafi ein- hvern tíma sagt að af og til hefði hann viljað hætta að tefla, „en hvað annað gat ég gert?“ Fischer lauk aldrei formlegri menntun, en reyndi að bæta upp fyrir það. Brady segir að hamrað hafi verið á menntunarleysi Fischers í fjölmiðlum, en „ekki hafi verið á almennu vitorði að eftir að hann varð heims- meistari 29 ára að aldri hóf hann kerfisbundið nám utan skákarinnar. Mestan áhuga hafði hann á sögu, stjórn- málafræði, trú, pólitík og málefnum líðandi stundar og á þeim 33 árum sem liðu frá fyrstu dvöl hans í Reykjavík til annarrar varði hann mestu af frítíma sínum í lestur og að viða að sér þekkingu“. Brady ver drjúgu púðri í að lýsa lífi Fischers í Reykja- vík og lífsmynstri hans í borginni. Fischer fór gjarnan á veitingastaðinn Á næstu grösum og þaðan í Bókina: „Daglega sótti Bobby póstinn sinn í búðina þar sem hann var geymdur bak við afgreiðsluborðið. Hann sagði nokkur orð við eiganda búðarinnar, Braga Kristjónsson, og fór síðan á staðinn sinn, innst í búðinni, við endann á tæplega þriggja feta löngum gangi með lágum bóka- stæðum og gömlum eintökum af National Geographic. Bragi setti slitinn stól við enda gangsins, kannski af virðingu við hinn fræga viðskipavin sinn, og þar sat Bobby við lítinn glugga þaðan sem sá í húðflúrsstofu (sem hann hafði vanþóknun á) hinum megin götunnar, las og lét sig dreyma – sofnaði stundum – oft fram að lokum. Þetta var heimili hans. „Það er gott að vera frjáls,“ skrifaði hann til vinar.“ En brátt varð friðurinn úti í Bókinni. Fjölmiðlamenn fóru sitja þar fyrir honum til að fá viðtöl. Þegar Fischer var nót boðið fór hann að stunda Borgarbókasafnið í staðinn. Þar sat hann tímunum saman á fimmtu hæðinni innan um bækur um sögu og stjórnmál með útsýni yfir sundin blá. „Alla þá daga og mánuði, sem Bobby fór á bókasafnið, barst aldrei orð til fjölmiðla um hans nýju Skák er betri „Skák er betri,“ svaraði Bobby Fischer þegar hann einhverju sinni var spurður um kynlíf. Fischer átti engan sinn líka í skákinni, en líf hans var enginn dans á rósum. Ævi Fischers er lýst með eftirminnilegum hætti í nýrri bók eftir Frank Brady, Endgame. Karl Blöndal kbl@mbl.is Regina Fischer heimsækir son sinn á Loftleiðahótelið 1972.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.