SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Side 27

SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Side 27
27. mars 2011 27 Fischer tefldi alls staðar þegar hann var strákur, meira að segja þegar hann fór í bað var taflborðið tekið með. „Þessi maður er sjúklegtur lygari, þannig að ég myndi ekki veita neinu sem hann segir mikla athygli,“ sagði Bobby Fischer um Garry Kasparov á blaðamannafundi í Sveti Stefan á meðan á viðureign hans við Boris Spasskí stóð 1992, tuttugu árum eftir einvígið í Reykjavík. Í bók Franks Bradys um Fischer, Endgame, kemur andúð hans á Kasp- arov ítrekað fram. Fischer hélt því fram að úrslitum í ein- vígi Kasparovs og Karpovs hefði verið hagrætt án þess að útskýra hvað hefði átt að búa að baki því. Kasparov skrifar umsögn um bók Bradys í tímaritið New York Review of Books þar sem hann segir að sig hafi dreymt um að fá að tefla einhvern tímann við Fischer, en þeir hafi aldrei orðið keppinautar við skákborðið, aðeins í sögubókum. „Hann hætti að keppa í skák 1975, hvarf frá titlinum, sem hann þráði svo heitt allt sitt líf,“ skrifar Kasparov. „Tíu ár liðu til viðbótar áður en ég tók titilinn af arftaka Fischers, Anatolí Karpov, en í viðtölum var tækifærið til að nefna Fischer við mig sjaldan látið ónotað. „Myndir þú sigra Fischer?“ „Myndir þú tefla við Fischer ef hann sneri aftur?“ „Veist þú hvar Fischer er?“ Stundum leið mér eins og ég væri að tefla ójafna skák við vofu. Enginn vissi hvar Fischer var, eða hvort hann – þá var hann enn frægasti skákmaður heims – væri að leggja á ráðin um að snúa aftur. Árið 1985 var hann að- eins 42 ára, mun yngri en báðir skákmennirnir, sem ég hafði teflt við í keppni um réttinn til að skora á heims- meistarann. En þrettán ár í burtu frá skákborðinu eru lang- ur tími. Ég taldi að ég myndi eiga möguleika ef ég tefldi við hann, en hvernig er hægt að tefla við goðsögn? Ég hafði Karpov til að hafa áhyggjur af og hann var enginn draugur. Skáklífið hafði haldið áfram án hins mikla Bob- bys, jafnvel þótt margir í skákheiminum hefðu ekki gert það.“ Kasparov talar um arfleifð Fischers. „Þrátt fyrir ljótleika hnignunar hans á Fischer skilið að hans verði minnst fyrir skákina og þess sem hann gerði fyrir skákina,“ skrifar Kasparov. „Kynslóð bandarískra skákmanna lærði að tefla þökk sé Fischer og hann ætti að halda áfram að veita komandi kynslóðum innblástur sem fyrirmynd um hvernig hægt er að skara fram úr, helga sig verkefninu og ná ár- angri. Það er enginn boðskapur í lok hinnar hörmulegu sögu, ekkert smitandi sem krefst einangrunar. Bobby Fisc- her var einstakur, brestir hans jafn ómerkilegir og tafl- mennska hans var snilldarleg.“ Taflmennskan var snilldarleg lífsvenjur,“ skrifar Brady. „Bókaverðirnir vissu hver hann var, en sögðu aldrei frá veru hans á safninu.“ Hann varð fastagestur á veitingastaðnum Krua Thai, skammt frá bókasafninu, og borðaði þar tvisvar til þrisvar í viku. „Bobby sagði engum, ekki einu sinni sín- um nánustu vinum, frá Krua Thai, því að jafnvel þótt hann væri einmana kaus hann iðulega fremur að borða einn; eins og Thomas Jefferson í Hvíta húsinu hafði hann gaman af eigin félagsskap, tækifæri til að lesa, hugsa um bækur, hugmyndir eða rifja upp minningar,“ skrifar Brady. „Mótsögnin er sú að það var í félagsskap annarra, sem hann fann fyrir óþægilegri einsemd.“ „Þú ert bingómaðurinn!“ Brady lýsir líka mótsagnakenndri þrá Fischers eftir að fá að vera í friði með sitt einkalíf og þörf hans frá barnæsku fyrir athygli. „Hann krafðist stöðugrar staðfestingar á að hann væri dáður eða í það minnsta tekið eftir honum,“ skrifar Brady. „Dag einn spurðu bandarískir ferðamenn hann til vegar í miðbæ Reykjavíkur. „Þeir vissu ekki einu sinni hver ég var,“ sagði hann vonsvikinn við [Ein- ar] Einarsson. „Og þetta voru Bandaríkjamenn!““ Öðru sinni hafði Fischer tekið rútu til Grindavíkur eftir bað í Bláa lóninu og verið þar á hóteli í nokkra daga: „Þjónninn á veitingastaðnum var vingjarnlegur,“ skrifar Brady. „„Ertu frægur?“ spurði hún, kannski af því að hana grunaði að Bobby væri frægur, eða hafði séð mynd af honum í Morgunblaðinu eða öðru blaði. „Kannski,“ svaraði Bobby af uppgerðarhógværð. „Fyrir hvað ertu frægur?“ spurði hún. Enn meiri látalæti: „Borðspil.“ Stúlkan hugsaði sig um eitt augnablik og þá rann upp fyrir henni ljós: „Þú ert bingómaðurinn!“ Fischer var miður sín.“ Brady leiðir getum að því að um einu og hálfu ári eftir að Fischer kom til Íslands hafi honum verið farið að líða eins og hann væri í fangelsi, Ísland væri Djöflaeyjan hans og hann myndi aldrei komast í burtu. Um það leyti, sem annað árið rann á enda, var hann farinn að kvarta undan landinu og íbúum þess, en hann var enn eftirlýstur vegna þátttökunnar í einvíginu við Spasskí í Sveti Stefan 1992. „Hann saknaði Evrópu og vinanna þar, en þorði ekki að fara frá griðastað sínum í úthafinu af ótta við að verða handtekinn og framseldur,“ skrifar Brady. Upp á kant við velgjörðarmenn Brady segir að þakklætið hafi ekki rist djúpt hjá Fischer. „Hinum hjartahreinu Íslendingum í RJF-nefndinni tókst ekki aðeins að koma honum úr japönsku fangelsi og forða honum frá yfirvofandi tíu ára fangelsi, þeir gerðu allt sem þeir gátu fyrir hann þegar hann var kom- inn til Íslands: þeir fundu handa honum stað til að búa, vernduðu hann frá gullgröfurum og forvitnum blaða- mönnum, veittu honum ráðgjöf í fjármálum, óku hon- um í hveraböð, buðu honum í mat og veislur á hátíð- isdögum, fóru með hann í veiði og ferðir um landið, reyndu að láta honum líða eins og heima hjá sér,“ skrifar Brady. „Þeir voru í raun orðnir eins og liðsmenn í söfn- uði Bobbys og meðhöndluðu hann nánast eins og sautjándu aldar aðalsmann. Hver og einn hafði sitt hlut- verk þegar uppfylla þurfti óskir konungsins. Þeir áttu ekki von á að konungurinn myndi bregðast við jafnvel minnstu mistökum með „af með höfuðið!“-viðmóti.“ Brady lýsir því hvernig fyrst slitnaði upp úr samband- inu við Sæmund Pálsson, sem var lífvörður hans í ein- víginu í Reykjavík 1972 og einn upphafsmanna þess að fá hann lausan úr fangelsi. Ástæðan var þátttaka Sæma í gerð kvikmyndar um hann og Fischer. Brátt fór Fischer að kalla Sæma „Júdas“. Næstur var Guðmundur Þór- arinsson, sem tók þátt í að fá Fischer til Íslands frá Jap- an, en hafði átt stóran þátt í að einvígið við Spasskí fór fram á Íslandi. Í samkvæmi hélt Fischer skyndilega fram að hann hefði aldrei fengið sinn hlut af aðgangseyrinum. Hann hætti að tala við Guðmund. „Bobby hafði notað ýmis hentirök til að ásaka og ráð- ast á stóra hópa fólks, til dæmis gyðinga,“ skrifar Brady. „Nú notaði hann hentirök sín gegn íslenskum velvild- armönnum sínum. Órökrænn málflutningur hans hljóð- aði eitthvað á þessa leið: Sæmi svindlaði á mér og sveik mig. Sæmi er Íslendingur. Þess vegna eru allir Íslendingar svindlarar og svik- arar.“ Fleiri fengu að finna fyrir reiði Fischers, „Helgi Ólafs- son vegna þess að hann þoldi ekki andúð Bobbys á gyð- ingum og fyrir að spyrja of margra spurninga um „gömlu skákina“ („Hann hlýtur að vera að skrifa bók.“); Davíð Oddsson af ókunnum ástæðum, jafnvel af Davíð sjálfum; og Garðar Sverrisson, hans nánasti vinur, tals- maður og nágranni því að Garðar lét hann ekki vita af kjánalegri og skaðlausri ljósmynd af skóm Bobbys sem birtist í Morgunblaðinu. Garðar slapp nokkurn veginn óskaddaður – fýlan út í hann stóð í einn sólarhring. Restin af hópnum varð persona non grata“. Fischer lést 17. janúar 2008 en sögu hans var ekki lok- ið þar með, við tók barátta um arf Fischers, en það er annar handleggur. Sennilega var Fischer sælastur við skákborðið. Snilligáfan leiddi hann inn ýmsar ógöngur, en í skákinni stafaði af honum slíkur ljómi að meira að segja þeir, sem ekkert kunnu fyrir sér, heilluðust. Morgunblaðið/RAX Fischer var liðtækur íþróttamaður, hafði gaman af að spila tennis og hafnabolta. Hér mundar hann hafnaboltakylfuna. Skannaðu kóðann til að lesa viðtal Skapta Hall- grímssonar við Bobby Fischer.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.