SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Side 29

SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Side 29
27. mars 2011 29 Jón Kristófersson háseti á varðskipinu Þór dregur ríkisfán- ann að húni. Myndin er tekin í heimsókn Ásgeirs Ásgeirs- sonar forseta til Fáskrúðsfjarðar, árið 1954. Sveinn Björnsson ávarpar Siglfirðinga af svölum húss Þormóðs Eyjólfssonar forseta bæj- arstjórnar á Hlíðarvegi 1944. Braggarnir sitthvoru megin við húsið voru hluti af Campi Breta og síðar Bandaríkjamanna. Talið er að þetta sé eina myndin sem til af þessum Camp. Sígild mynd frá ferðum Sveins Björnssonar. Hér er hann á almennri samkomu í Lystigarð- inum á Akureyri skömmu eftir lýðveldisstofnun, 4. ágúst 1944. Menntaskólinn í baksýn. Dökkhærður piltur hægra megin við forsetann er Hannes Guðmundsson frá Grímsey. Á söltunarstöðnni Hafsilfri á Raufarhöfn, árið 1955. Ásgeir Ásgeirsson forseti, eigand- inn Sveinn Benediktsson, Jón Þ. Árnason sem heldur í höndina á syni sínum Árna Stefáni Jónssyni, Dóra Þórhallsdóttir, Lúðvíka Lund og maður hennar Leifur Eiríksson oddviti. Sveinn Jónsson díxilmaður reiðir díxil til höggs á síldarstöð á Siglufirði, árið 1938. Hann er að slá upp tunnurnar sem síðan voru vatnaðar til þéttingar fyrir söltun. Kópskinn hreinsuð við skemmudyr á Staðarfelli í Dölum 1938. Halldór E. Sigurðsson skefur skinn, Gísli Ólafsson flær kóp á borði og Þórarinn afspikar á plötu fremst. Ullarþvottur í Klifinu við Skútustaði í Mývatnssveit, árið 1938. Jón Arinbjörn Sigurpálsson og Óli Krist- jánsson að skola ullina í læknum. Telpan á pallinum er óþekkt. Fjær eru hjónin Soffía Jónsdóttir og Kristján Helgason að raga og sjóða ullina úr keytu. Loftbrú með fé í DC-3 flugvél Flugfélags Íslands frá Fagurhólsmýri til Borgarfjarðar, í október 1950. Flutt voru 620 lömb og var lent á flugbrautinni á Stóra-Kroppi. Lömbin voru í stíum í farangursrýminu, nærri 100 í hverri ferð, og að auki 20 frammí vélinni.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.