SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Qupperneq 30

SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Qupperneq 30
30 27. mars 2011 Þ að ríkir pólitísk kreppa á Íslandi. Hún er fólgin í því að ríkis- stjórnin er lömuð vegna ágrein- ings á milli stjórnarflokkanna og innri ágreinings í VG. Þar af leiðandi gerist ekkert, sem máli skiptir í uppbygg- ingu eftir hrun. En þessi pólitíska kreppa er víðtækari en svo, að hún nái bara til stjórnarflokkanna. Hún nær til allra stjórnmálaflokka og hreyfinga. Einn þáttur hennar er sá, að kynslóðin, sem átti að taka við Íslandi á fyrstu árum nýrrar aldar, kynslóðin sem fæddist á Viðreisnarárunum, varð fyrir alvarlegum áföllum í hruninu, hvort sem hún var starfandi á vettvangi viðskipta eða stjórn- mála. Þetta er bezt menntaða kynslóð Ís- lendinga, alla vega betur menntuð en þeir sem á undan henni fóru. Áföllin sem hún varð fyrir voru af margvíslegum toga. En í grundvallaratriðum má segja, að vandinn sé sá, að vegna tengsla við og aðildar að þeirri atburðarás sem leiddi til hrunsins hafi þessi kynslóð misst trúverðugleika. Það gerðu margir fleiri en vegna þess, að þarna var á ferð fólk sem var að taka við forystu í málefnum lands og þjóðar vega þau áföll sem þetta unga fólk varð fyrir þyngra en hjá öðrum. Í því felst ekki að þau hafi verið dæmd úr leik til frambúðar en þau þurfa tíma til að ná áttum. Þessi vandi kemur til viðbótar tilvistar- kreppu stjórnmálaflokkanna, sem að var vikið á þessum vettvangi sl. laugardag og hefur leitt til þess að þeir eru ekki lengur vettvangur skoðanaskipta og stefnu- mörkunar heldur tæki valdahópa til þess að hafa áhrif. Stjórnmálaflokkar verða til í kringum málefni og þeir flokkar sem hér starfa urðu fyrst og fremst til á grundvelli þeirra viðhorfa sem uppi voru fram eftir 20. öld- inni. Nú eru þau að baki í þeim skilningi sem þá átti við, hvort sem um var að ræða sósíalisma og kapítalisma, átökin í kalda stríðinu eða á milli verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda. Þegar horft er til vandamála og við- fangsefna 21. aldarinnar standa fyrrum pólitískir andstæðingar frammi fyrir því, að þeir eiga málefnalega samleið á mörg- um sviðum. Þáttur í því að leysa þá póli- tísku kreppu, sem að var vikið hér að framan er að þora að viðurkenna þann veruleika. Svo að ég taki persónulegt dæmi höfum við Ragnar Arnalds, fyrrum formaður Alþýðubandalagsins og ráð- herra þess flokks á sinni tíð, deilt hart um pólitík frá því að við kynntumst ellefu ára gamlir, en eigum nú málefnalega samleið í afstöðu til aðildar Íslands að Evrópusam- bandinu (og vafalaust í fleiri málum). Fjölmörg dæmi af þessu tagi má nefna þar sem pólitískir andstæðingar fyrri ára ættu að eiga auðvelt með að starfa saman að lausn vandamála líðandi stundar. Og þá vaknar sú stóra spurning, hvort núverandi flokkakerfi endurspeglar með réttum hætti mismunandi viðhorf fólks til viðfangsefna samtímans. Eða er tilvist- arvandi flokkanna kannski að einhverju leyti fólginn í því að þeir geri það ekki? Alla vega ætti að vera ljóst að sá hug- myndafræðilegi ágreiningur, sem var til staðar á sínum tíma milli sósíalista og borgaralegra afla, ætti ekki að koma í veg fyrir samstarf flokka og einstaklinga nú við gjörbreyttar aðstæður. Sú pólitíska kreppa sem að var vikið í upphafi mun leiða til kosninga fyrr en síð- ar og þá er mikilvægt að flokkarnir verði tilbúnir í þær kosningar og til að takast á við verkefnin í kjölfar þeirra. Hvernig gera þeir það? Þeir sem nú ráða ferðinni í flokkunum mega ekki falla í þá gryfju að reyna að halda í eigin stöðu með því t.d. að reyna að forðast prófkjör við val á frambjóð- endum. En prófkjörin voru orðin eins konar pólitískt afstyrmi, þegar pening- arnir höfðu völdin á Íslandi. Nú geta frambjóðendur ekki gengið í botnlausa sjóði og það er gott. En jafnframt er spurning, hvort ekki á að útfæra próf- kjörin á nýjan hátt. Í stað þess að kjós- endur verði að koma á kjörstað fari kosn- ingin fram með rafrænum hætti. Nú stendur yfir kosning til stjórnar Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur með þeim hætti og verður fróðlegt að sjá hvernig til tekst. Í annan stað þurfa flokkarnir hver um sig að ræða innri vandamál sín. Einn við- mælandi minn, sem þekkir betur til ís- lenzkra stjórnmála en flestir aðrir síðustu áratugi, lýsti flokkunum í samtali fyrir nokkrum dögum eins og tómum kössum. Á þeim væru merkimiðar en ekkert inni- hald. Það er of mikið til í þessari lýsingu. Flokkarnir sýna viðleitni til þess að tak- ast á við innri vandamál sín. Á vettvangi Sjálfstæðisflokksins er starfandi svonefnd Framtíðarnefnd undir forystu Kristjáns Þórs Júlíussonar, alþingismanns, sem hef- ur það verkefni að vísa flokknum leiðina til nýrrar framtíðar. Samfylkingin efndi til uppgjörs við sjálfa sig en hún er ekki enn búin að gera upp við sig hver hún er. Hún er að vísu flokkur sem vill að Ísland gangi í Evrópusambandið en það er líklega það eina, sem sameinar fólkið í þeim flokki. Að öðru leyti virðist hún vera bandalag fólks sem vill njóta góðs af því að vera við völd. Framsóknarflokkurinn er að byrja að ná áttum. Vinstri grænir eru enn að takast á um það sín í milli hvernig þeir eigi að samræma það tvennt að vera við völd og halda í prinsippin. Stjórnmálaflokkar eru lykilstofnanir í lýðræðisríki. Annaðhvort verða þeir að ná tökum á eigin vandamálum eða nýir flokkar að verða til sem endurspegla betur skoðanamun í samfélaginu á nýrri öld. Á hvorn veginn sem það verður gert er endurnýjun stjórnmálamenningarinnar, sem þau Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason tala um, forsendan fyrir því að þjóðin nái tökum á uppbyggingunni eftir hrun. Pólitísk kreppa - ný stjórnmálamenning Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is Þ að var á þessum degi fyrir sextán árum sem nýjasta sólóplata bandaríska rapptónlistar- mannsins Tupacs Shakurs, Me Against the World, smellti sér rakleiðis á topp Billboard 200-listans vestra. Það sætti svo sem ekki miklum tíð- indum í ljósi vinsælda listamannsins, hitt var merkilegra að Tupac varð um leið fyrsti tukthúslimurinn til að eiga söluhæstu plötuna í Bandaríkjunum, en hann sat inni á þessum tíma fyrir kynferðisbrot. Platan sat í makindum sínum á toppi listans í fimm vikur og seldist í 240 þús- und eintökum fyrstu vikuna eftir að hún kom út sem var besti árangur rapptónlistarmanns á þeim tíma. Tupac var dæmdur til eins og hálfs til fjögurra og hálfs árs fangavistar í nóvember 1994 eftir að hafa verið fund- inn sekur um að hafa í félagi við fleiri menn beitt konu grófu kynferðislegu ofbeldi á hótelherbergi réttu ári áð- ur. Konan bar fyrir dómi að Tupac hefði misboðið sér kynferðislega og síðan hvatt tvo félaga sína til að gera slíkt hið sama. Rapparinn vísaði ásökunum konunnar á bug. Hann viðurkenndi að hún hefði gælt við sig munn- lega á dansgólfi diskóteks skömmu áður og þau í kjölfar- ið sængað saman í góðu á hótelherbergi hans. Það var eftir aðra heimsókn á hótelherbergið sem konan kærði Tupac og félaga hans. Tupac bar því við að honum hefði runnið í brjóst skömmu eftir að konuna bar að garði en vaknað við ásakanir hennar og hótanir um að kæra þá félaga til lögreglu. Dómarinn féllst ekki á málsvörn rapparans og lýsti glæpnum sem „grófu of- beldisverki gegn bjargarlausri konu“. Athygli vakti að Tupac renndi sér inn gólfið í dóm- salnum í hjólastól. Skýringin var sú að kvöldið áður var hann skotinn fimm sinnum af grímuklæddum mönnum í anddyri hljóðvers í New York, meðal annars tvívegis í höfuðið. Honum var komið rakleiðis undir læknis- hendur og reyndust sárin minniháttar, alltént skráði hann sig út af spítalanum gegn læknisráði þremur klukkustundum eftir aðgerð. Las Machiavelli spjaldanna á milli Tupac hóf afplánun dómsins um miðjan febrúar 1995 en áður en að því kom hafði hann varið öllum sínum kröft- um í gerð þriðju sólóplötu sinnar, Me Against the World. Margir eru á því að platan sé sú besta sem Tupac Shakur gerði og þakka það naflaskoðuninni sem hófst með fangelsisdómnum. Meðan á afplánuninni stóð mun Tupac meðal annars hafa sökkt sér niður í verk stjórn- spekingsins Niccolos Machiavellis. Hann var mikill lestrarhestur, átti gríðarlegt bókasafn og hélt upp á höf- unda á borð við William Shakespeare, Kurt Vonnegut og Mikhaíl Bakunin. Platan fékk feikigóða dóma og þykir hafa elst vel. Gjarnan er sagt að hún sé ein áhrifamesta hip-hop-plata sem gerð hefur verið um dagana. Hún var tilnefnd til tvennra Grammy-verðlauna. Tupac sat í ellefu mánuði í grjótinu. Þá fékk hann reynslulausn fyrir tilstuðlan Suge Knights, stjórnarfor- manns Death Row Records, sem reiddi fram 1,4 milljóna dala tryggingagjald. Í staðinn skuldbatt Tupac sig til að gefa út þrjár næstu plötur sínar undir merkjum útgáf- unnar. Tvær næstu plötur komu út árið 1996, All Eyez on Me og The Don Killuminati: The 7 Day Theory sem Tupac gaf út undir dulnefninu Makaveli. Þær rokseldust og fóru báðar á topp Billboard 200-listans vestra. Fleiri urðu plöturnar ekki, en Tupac Shakur var skot- inn í bíl sínum í Las Vegas að kvöldi 7. september 1996. Ókunnugur bíll renndi upp að hlið hans og hóf skothríð. Tupac særðist á brjósti, mjöðm, hægri hönd og hægra læri og var fluttur með hraði á spítala, þar sem hann lést níu dögum síðar af sárum sínum. Morðinginn hefur aldrei fundist. Tupac var 25 ára. Vinsældir Tupacs hafa haldist fram á þennan dag og hefur hann selt meira en 75 milljónir platna. orri@mbl.is Tukthús- limur á toppnum Umslag plötunnar vinsælu, My Against the World. ’ Konan bar fyrir dómi að Tupac hefði misboðið sér kynferð- islega og síðan hvatt tvo félaga sína til að gera slíkt hið sama. Tupac Shakur þótti frjósamur í list sinni á stuttri ævi. AP Á þessum degi 27. mars 1995

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.