SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Qupperneq 32

SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Qupperneq 32
32 27. mars 2011 P ortúgal færist sífellt nær hinni efnahags- legu bjargbrún. Segja má að landið hangi þegar á bjargbrúninni og þeir sem fylgjast með keppni í skólahreysti vita að í þeirri stöðu segir þreytan fljótt til sín. Portúgal verður því væntanlega senn þriðja landið sem mun fórna efna- hagslegu sjálfsforræði sínu fyrir lán frá ESB og AGS. Grikkjum er sagt að selja nú þegar ríkiseignir í stórum stíl til að greiða útistandandi skuldir. Þeim er sjálfsagt nauðugur einn kostur, en ekki er hann góður, því markaðsskilyrði og hin sérstaka staða Grikklands verður til þess að brunaútsala er senni- lega of jákvætt heiti yfir þær nauðungaraðgerðir. Hætt er við því að fjárhagslega bústnir kaupendur frá þeim evrulöndum sem setja Grikkjum nú skil- yrði bíði með svala lófa og græðgisglampa í augum. Vitrir menn gáfu ráð Fréttamenn og pistlahöfundar hafa á undanförnum misserum sagt frá því sem uppljóstrun væri að bankastjóri Englandsbanka og sænska seðlabank- ans hafi vorið 2008 ráðlagt íslenskum yfirvöldum að minnka íslenska bankakerfið. Og því er síðan bætt við í hneykslunartón að eftir því hafi ekki ver- ið farið. Svo vinsamlegar sem slíkar ábendingar voru vísast þá blasti háreist alþjóðleg lánastífla þegar við öllum sjáandi mönnum og engar eignir voru eins illseljanlegar og fjármálalegar þegar þarna var komið sögu. Sala við þær aðstæður hefði rústað eiginfjárstöðu bankanna eins og hún var þá kynnt, en síðar kom á daginn að hún var ekki einu sinni sem sýndist og undir var skrifað og staðfest af að- ilum sem átti að mega treysta og þáðu ómældar fjárhæðir fyrir verk sín. Misseri áður hafði stærsti íslenski viðskiptabank- inn ætlað sér að bæta við sig stórum banka. Seðla- bankinn hafði í raun forgöngu um að það væri stöðvað, þótt segja megi að það hafi ekki verið hans hlutverk. Ef þau kaup hefðu gengið í gegn hefði gjaldþrot bankakerfisins færst framar á árið 2008 og sjálfsagt er hægt að rökræða hvort það hefði ver- ið gott eða vont. En auðvitað vildu allir gera sitt til að fresta hruni, m.a. í þeirri veiku von að fjár- málakreppan linaðist eða leystist eins og for- ystumenn í hinu alþjóðlega fjármálakerfi virtust þá trúa á að myndi gerast. Gæðin tóku á sig myndir Þegar íslenska bankakerfið var komið í þrot minntu tvær norrænar vinaþjóðir á gæðakonuna góðu er þær hirtu af Íslendingum eignir með góðum ávinningi og notfærðu sér þannig neyðarstöðu þeirra. Slíkt þýðir ekki að súta en það er einnig óþarfi að gleyma því. Engir komu þó eins illa fram við okkur og Bretar. Beiting hryðjuverka- laga hefði þótt ósvífin og óþörf yfirgangsaðgerð þótt hættuleg óvina- og ógnarþjóð ætti í hlut. En að ganga eins og gert var að fámennri bandalags- þjóð sem hafði sem slík ekkert gert á hlut Breta var einstakt óhæfuverk. Íslenska þjóðin býr við þess háttar eintök af stjórnvöldum að Bretar hafa ekki verið sóttir til ábyrgðar vegna óhæfuverka sinna. Þvert á móti. Hin lánlausa ríkisstjórn landsins hefur verðlaunað óþverraverkið með því að reyna hvað eftir annað að láta íslensku þjóðina ábyrgjast gerðir bresku ríkis- stjórnarinnar annars vegar og skuldbindingar einkabanka hins vegar. Margoft hefur verið sagt að Landsbanki Íslands hafi verið gefinn nýjum eigendum, þegar hann fór í áföngum úr ríkiseign og út á markað. Oftar en einu sinni hafði verið reynt að selja þann banka í opnu ferli undir um- sjón erlendra sérfræðinga án þess að kaupendur fengjust. En engum datt þó í hug nema núver- andi ríkisstjórn að bankinn hafi verið seldur með ríkisábyrgð sem hvergi var getið í kaupsamningi. Og þá ekki aðeins ríkisábyrgð á þáverandi bankastarfsemi LÍ sem var smá í sniðum miðað við það sem síðar varð heldur ósýnilegri rík- isábyrgð á starfsemi útibús í London, sem ein var orðin mun umfangsmeiri en starfsemi aðalbank- ans hafði verið þegar hann var seldur. Núverandi ríkisstjórn hefur margsinnis haft í hótunum um að láta rannsaka einkavæðingu bankanna fyrir áratug. Ekki er vitað hverja ríkis- stjórnin heldur að hún sé að hræða með slíkum hótunum. Morgunblaðið hefur þráfaldlega bent á að sú einkavæðing hafi verið rannsökuð og birtar um hana skýrslur. En blaðið hefur jafnoft sagt að séu núverandi ráðamenn landsins sann- færðir um það að betur megi rannsaka þá eigi þeir ekki að láta við það sitja að ýja að málinu í hótunarstíl heldur gera gangskör að slíkri rann- sókn. En svo brýnt sem slíkt viðfangsefni kann að vera, ekki síst pólitískt, var hitt miklu brýnna að gera atlögu fyrir dómstólum í Bretlandi gegn ósvífnum og löglausum aðgerðum Gordons Browns og ríkisstjórnar hans gegn íslenska rík- inu og íslenskum almenningi. Þær aðgerðir sköðuðu Íslendinga um stórkostlegar fjárhæðir. Nær væri að sækja bætur fyrir það mikla tjón í greipar Breta en að vera að beita afli og áróðri hvað eftir annað til að koma ámóta upphæðum af íslenskum almenningi í ríkissjóð Bretlands og tvöfalda þannig tjón þjóðarinnar. Stjórnvöld báru fyrir sig að lögfræðilegar aðgerðir gegn Bretum gætu orðið kostnaðarsamar, en á sama tíma hafa þau hent hundruðum milljóna í að kosta íslenska samninganefnd til að semja um að koma löglausum kröfum yfir á Íslendinga! Aldrei hefur nokkur ríkisstjórn gert eins oft tilraunir til að fá eigin þjóð til að kyssa á vönd ríkis sem farið hefur svo offari gegn henni og eytt til þess stór- kostlegum fjármunum að auki. Götótt fræði og fyrirheit Í upphafi þessa bréfs var vikið að ömurlegum efnahagslegum örlögum Grikkja, Íra og Portú- gala. Öll þessi lönd höfðu tekið upp evru, hina sameiginlegu mynt. Því var í mörg ár haldið að Íslendingum að væru menn með aðild að þeirri mynt þá myndu vaxtakjör hér á landi verða svipuð og í Þýskalandi og miðast við traust um- heimsins á því landi en ekki við íslenskar að- stæður og virtust telja að slíkt væri til lengdar eftirsóknarvert. Og þótt þetta hafi reynst bábilja er hitt staðreynd að í allmörg ár voru vextir í fyrrgreindum þremur löndum fremur miðaðir við væntingar um efnahagslegan stöðugleika Þýskalands en við innviði landanna þriggja sjálfra. Og það virtist stutta hríð óskaplega hag- kvæmt og heillavænlegt. Lánveitendur dældu lánum eins og um var beðið og takmarkalaust til landanna þriggja og lánskjör miðuðust við fjár- hagslega getu yfirvalda í Berlín. Ekki var borið við að horfa til efnahagslegra stöðu landanna þriggja eða þeirra banka sem þar voru staðsettir og böðuðu sig í lánsfjármagninu og vaxtasælunni án þess að þeirra eigin lánastarfsemi eða staða væri skoðuð. Og nú er komið á daginn að þetta var ógæfa en ekki blessun. Því allt í einu rann það upp fyrir markaðnum að þegar til endur- greiðslu kæmi þá væri það einmitt hin efnahags- lega geta í Dublin, Aþenu og Lissabon en ekki í Berlín sem réði því hvort vænta mætti að þau lán sem þangað hafði verið beint án umhugsunar og aðgæslu yrðu endurgreidd að fullu. Þegar stund sannleikans rann upp hætti hljómsveitin sam- stundis að spila og barnum var lokað fyr- irvarlaust. Ballið var búið og komið að eftirköst- Reykjavíkurbréf 25.03.11 Hræðsluáróður virkar bara á

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.