SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Qupperneq 37
27. mars 2011 37
Haraldur Sigurðsson „annar“ segir þá sem sigrast á
krabbameini öðlast rétt á mottu á ársgrundvelli.
– Hefurðu safnað lengi?
„Ætli það sé ekki frá því í mottumars í fyrra – með því að
klippa það svolítið.“
– Er þetta orðinn lífsstíll?
„Það má segja að það sé hætta á því, vegna þess að hýj-
ungurinn sem maður byrjar að fá er oftast óttalega ræf-
ilslegur í fyrstu, en þegar lengra lætur getur komið á menn
dálítið karlmannlegri mynd – annars lags myndugleiki.“
– Færðu viðbrögð?
„Já, já, alls konar viðbrögð. Þau eru allavega, allan skal-
ann frá a til ö. Allt frá því að ég sé nú kominn með veiðihár
og sé orðinn hárprúðari, hvort ég ætli ekki að safna ljóns-
makka líka, og svo eru hinar raddirnar, sem segja að þetta
sé fullmikið í átt að staðalmynd karlmennskunnar, sem er
ekkert sérstaklega í tísku í dag – reyndar frekar óvinsæl.“
– En þú lætur það ekkert á þig fá?
„Nei, þetta er fyrir góðu málefni. Mér hefur stundum orð-
ið svarafátt, því þetta er nú töluverð breyting á ásjónu
manns. En ég hef með sjálfum mér búið til þá reglu, svo ég
geti svarað þeim sem spyrja, að ég sé á þeirri skoðun að
þeir karlar sem hafa fengið krabbamein, lifað það af og
sigrað ættu í þessu átaki að öðlast sjálfkrafa rétt til að bera
skeggið á ársgrundvelli. En nú veit ég ekkert hvort þetta er í
reglunum í þessu átaki.“
Staðalmynd sem er ekki í tísku
Guðmundur Ingi Rúnarsson segir marga kærulausa en að
átakið ætti að vekja þá.
– Ertu búinn að safna lengi?
„Síðan 1. mars.“
– Hvernig viðbrögð færðu?
„Yfirleitt mjög góð. Nærstöddum fannst svolítið erfitt
að venjast þessu fyrst um sinn, en hafa skilning á átak-
inu. Ég held að þeim hinum sömu finnist spennandi þegar
það verður farið. En flestir taka bara vel í þetta. Ég fór á
veitingastað um daginn og þar bauð vertinn mér upp á
kaffið eftir matinn – af því að ég var með mottu. Hann
sagðist ekki geta safnað sjálfur, en sagði þetta vera sína
leið til að styrkja átakið.“
– Ætlarðu kannski að halda henni?
„Nei, ég var búinn að semja um að hún færi, en ég ætla
að halda út mánuðinn. Ég hugsa að mitt aprílgabb verði
að láta hana hverfa.“
– Heldurðu að átakið veki menn til umhugsunar?
„Já, ég hugsa það. Þetta vakti mikla athygli í fyrra og
mér sýnist það ekkert minna í ár. Ég held að margur sé
kærulaus og spái ekki mikið í hlutina, en þetta ætti að
vekja menn.“
Þurfti ekki að greiða kaffið
A
f og til má heyra í útvarpinu auglýsingar þar
sem ökumenn á Austurlandi eru hvattir til að
aka gætilega og vera vel á verði vegna hrein-
dýra sem við viss skilyrði halda sig við vegina.
Þúsundir dýra verða árlega ýmiskonar mengun að bráð.
Augljósustu dæmin eru olíumengun við strendur, þar sem
olíuskip hafa farist. Þá stafar dýrum veruleg hætta af
margs konar efnum sem notuð eru í iðnaði og landbúnaði.
Þá fljúga þúsundir fugla á rúður og símalínur. Við strend-
ur Íslands fara þúsundir fugla í net, engin veit hvað þetta
er mikið magn af fugli, en full þörf væri á að kanna það. Í
nokkrum ríkjum í Bandaríkjunum verða fleiri hirtir fyrir
bifreiðum en eru skotnir af veiðimönnum. Með hlýnandi
veðurfari hefur ýmsum tegundum dýra fjölgað mjög mik-
ið. Í Norður-Evrópu hefur villisvínum og hjörtum fjölgað
gríðarlega. Í Noregi er búist við að á næsta ári veiði menn
fleiri krónhirti en elgi og í Svíþjóð eru líkur á að veiði-
menn veiði fleiri villisvín en elgi. Í Þýskalandi, Lúx-
emborg, Tékklandi og víða í Frakklandi er farið að tala um
villisvínin sem plágu. Í þessum löndum verður fjöldi um-
ferðarslysa þar sem ökumenn aka á villisvín. Margir,
ökumenn og farþegar látast í þessum slysum. Víða í Evr-
ópu og í Bandaríkjum hafa samtök veiðimanna og ýmissa
útivistarsamtaka miklar áhyggjur af þessum málum.
Fjöldi dýra drepst, en það sem verra er mörg dýranna
slasast og sleppa aftur út í náttúruna og eru marga daga að
veslast upp þar til þau drepast. Á sínum tíma var því
haldið fram í Noregi að svipaður fjöldi rjúpna dræpist við
að fljúga á rafmagnslínur og girðingar, og eru skotnar.
Síðara tíma rannsóknir sýna þó að þetta fær vart staðist,
en talsverður fjöldi rjúpna drepst þó á þennan hátt.
Norsku rafmagnsveiturnar hafa gripið til ýmissa aðgerða í
þessu sambandi. Rafmagnslínur hafa verið færðar úr flug-
leiðum fugla, þá hafa línurnar verið merktar eða settar á
þær svo kallaðar fuglahræður. Talsvert er um það hér á
landi að fuglar fljúgi á raflínur. Fugladauða í raflínukerf-
inu má skipta í tvennt. Í fyrsta lagi fugla sem fljúga á raf-
línu og í öðru lagi fugla sem fljúga á þá hluta sem spenna
er á og þá verður skammhlaup til jarðar. Þeir fuglar sem
helst fljúga á raflínur eru álftir og gæsir, einnig rjúpur en
þó í talsvert minna mæli. Aðrar tegundir koma þó líka við
sögu. Í æðarvörpum, þar sem flug æðarfugls á rafvíra hef-
ur verið til vandræða er reynt að merkja rafvíra með svo
kölluðum fuglahræðum. Þeir fuglar sem einkum lenda á
spennum eru hrafnar, aðrar tegundir einnig, til dæmis
skógarþrestir. Ekki er vitað hvað margir fuglar fljúga á
raflínur hér á landi. Aðeins er hægt að mæla þau slys sem
verða ef rafmagnið fer af eða einhver sýnileg truflun
verður á flutningi rafmagnsins.
Minni fuglar eins og rjúpur valda engu tjóni á línunni
með því að fljúga á hana. Líklegast eru það nokkur þús-
und fugla sem drepast vegna þess að þeir fljúga á línur.
Full ástæða er til að rannsaka þetta frekar og setja fugla-
hræður á þær línur sem greinlega eru í flugleið fugla og
sýnilegt er að margir fuglar fljúga á. Margir fuglar drepast
á vegum landsins, einkum seinni hluta sumars, þegar
ungarnir eru að yfirgefa hreiðrin. Glöggur unnandi ís-
lenskra fugla kannaði þetta í nágrenni jarðar sem hann á
vestur á fjörðum. Í ljós kom að á 18 km kafla var ekið á 24
fugla. Nánari athugun leiddi í ljós að á sólarhring var að
meðaltali ekið á þrjá fugla. Vissulega er það misjafnt eftir
legu vega hvað ekið er á marga fugla. Sjálfsagt ætti að vera
að Vegagerðin léti rannsaka fugladauða á vegum landsins
og þar sem mikil brögð eru að því að ekið er á fugla ætti að
girða vegina eða setja undir þá ræsisrör sem fuglarnir
færu í gegnum, þetta er víða gert erlendis, til dæmis í
Frakklandi og Þýskalandi. Teistu hefur fækkað mjög á
síðustu árum, helsti orsakavaldurinn er minkurinn en
talsvert af teistu fer í net grásleppuveiðimanna. Full þörf
er á að gera sérstakt átak í að fræða sjómenn um fugla-
dauða í net og fá þá til að merkja netin eða auðkenna svo
að fuglinn fari síður í þau. Árlega er ekið á um 15 hreindýr
fyrir austan, það er því full ástæða til að hvetja veiðimenn
á Austurlandi til að aka varlega.
Slys í
náttúrunni
Fuglar
Sigmar B. Hauksson
– Hvað hefurðu safnað lengi?
„Ég tók forskot í febrúar, þá lét ég mottuna bara vaxa
frjálst, var ekki með neina mótun. Svo rakaði ég mig 1.
mars, en skildi eftir smámottu og hökuhýjung til þess að
fá eitthvert lag á þetta. Síðan hefur maður reynt að hugsa
vel um mottuna og raka og snyrta eftir þörfum.“
– Færðu viðbrögð?
„Ég hef nú fengið ágætis viðbrögð hjá fólki yfirhöfuð.
Það er þetta klassíska með konuna, ekki mikil ánægja,
en eins og ég hef oft sagt við hana, þá er eitthvað karl-
mannlegt við þetta. Ekki það að ég komist upp með að
þetta vera með mottuna áfram. Ætli ég taki hana ekki af
mér um mánaðamótin. En þetta er gott málefni.“
– Hvaða áhrif hefur þetta á móralinn?
„Mjög góð áhrif. Mér finnst eins við séum komnir dálítið
aftur í tímann, því margir á stöðinni eru með mottu, og ég
myndi segja að það bætti móralinn og skapaði skemmti-
lega stemningu.“
– Heldurðu að átakið veki menn til umhugsunar?
„Já, ég held það svei mér þá. Flestir eða allir tengja
þetta við mottumarsinn og búið er að kynna þetta í fjöl-
miðlum, þannig að kastljósið hefur beinst að krabbameini
hjá körlum. Síðan á ég og aðrir lögreglumenn sem taka
þátt í þessu bæði ættingja og vini sem hafa greinst með
krabbamein, og svo hafa lögreglumenn bæði sigrast á og
lotið í lægra haldi fyrir því, þannig að við erum meðvitaðir
um það.“
Þetta klassíska með konuna
Þorgeir Elíesersson segir stemmninguna vera eins og aft-
urhvarf til fortíðar.
– Hvað hefurðu safnað lengi?
„Frá 1. mars.“
– Ertu fagmaður í að safna skeggi?
„Nei, nei, þetta er í fyrsta skipti sem ég safna því. Ég er
algjör áhugamaður. Ég prófaði það reyndar í fyrra, en það
var öðruvísi.“
– Færðu viðbrögð?
„Margvísleg,“ segir hann og hlær. „Það er greinilegt að
ég vek athygli. En oftast er það nú bara jákvætt.“
– Oftast?
„Nema hjá konunni minni, hún bíður eftir að þessu ljúki.“
– Á hverju merkirðu það að þú vekir athygli?
„Það er horft mikið inn í lögreglubílinn og það liggur við
að það hafi truflandi áhrif á umferðina.“
– Hefur þetta jákvæð áhrif á móralinn?
„Já, bara jákvæð áhrif. Það kemur keppnisskap í menn.“
– En það eru ekki allir …
„Með svona þykka? Nei, það eru víst ekki allir sem hafa
þennan eiginleika eða hæfileika – eða hvað sem maður á
að kalla það.“
– Heldurðu að átakið veki menn til umhugsunar?
„Já, alveg örugglega.“
Horft inn í lögreglubílinn
Sveinbjörn Hilmarsson er með sérstakan „eiginleika eða
hæfileika“ að safna skeggi.