SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Side 43

SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Side 43
27. mars 2011 43 samninga við ritstjóra og þýðendur en allar forsendur breyttust. Styrktaraðilar sem höfðu gefið mér undir fótinn gátu ekki staðið við það. Þá ákvað ég að leita stuðnings á Norðurlöndum. Það hefur sem betur fer gengið afar vel. Fólkið sem kemur að þessu hefur svo miklar hug- sjónir varðandi útgáfuna og leggur sig fram við að þetta gangi upp. Ritstjórarnir sitja því ekki bara sveittir yfir textanum heldur hafa þeir lagst í aktygin með mér og dregið þetta áfram. Sama má segja um marga aðra hér ónefnda, sem hafa reynst þessu verkefni ómetanlegar hjálpar- hellur. Öllu þessu fólki verður seint full- þakkað. “ Meðal styrktaraðila útgáfunnar eru Nordisk kulturfond og Kulturkontakt nord, sjóður A.P. Möllers og eiginkonu hans Chastine Mc-Kinney Möller í Dan- mörku, Norsk Kulturråd, Fritt ord og Det Kongelige Kultur- og kirkedepartment í Noregi og sænska nóbelsakademían og Torsten Söderberg Stiftelse í Svíþjóð. „Þetta er samstarfsverkefni með háleit markmið um að efla norræna samvinnu og samkennd, sem mér finnst hafa tekist vel,“ segir Jóhann. Fengu sem flesta þýðendur í verkið Að verkefninu koma rúmlega fimmtíu þýðendur og segir Kristinn Jóhannesson, sem er annar ritstjóranna í Svíþjóð og kenndi síðustu 40 ár við Gautaborgarhá- skóla, að með honum vinni 26 þeirra. „Við fengum til liðs við okkur þýð- endur sem hafa þýtt mikið áður, bæði fornar bókmentir og nútímabók- menntir,“ segir Kristinn og bætir við að í hópnum sé til dæmis fólk sem hafi þýtt bækur eftir Arnald Indriðason, Sjón og Einar Kárason. „Einnig eru í hópnum prófessorar í norrænum bókmenntum, sem vildu vera með, auk nema. Við reyndum að ná sem flestum þýð- endum í verkið, eldri sem yngri, og það sama má segja um þýðendahópinn í Dan- mörku og Noregi.“ Jóhann bætir við að um leið og kraftar þeirra eldri og reyndari séu nýttir öðlist þeir óreyndari verðmæta reynslu. „Við höfum þegar haldið mjög fjöl- menna ráðstefnu í Osló með þýðendunum í verkefninu, þar sem fjallað var um ýmis grundvallaratriði við þýðingar á fornbók- menntum.“ Hlutverk ritstjóranna hlýtur að vera vandasamt, að lesa yfir og skapa nauðsyn- legt samræmi milli allra sagnanna. „Jú, þetta er vandasamt og verður sífellt vandasamara,“ segir Kristinn og brosir. „Hlutverk okkar er að samræma ákveðna þætti verksins. Íslendingasögurnar hafa mismunandi stíl og þýðingarnar hafa það líka, en það verður að samræma nöfn, orðtök og slíkt, og lesa yfir og bera saman við frumtexta. Við viljum reyna að komast hjá öllum villum – þetta er mikil vinna. Það hefur verið einstaklega skemmti- legt að skiptast á skoðunum við þýðend- urna, enda hafa þeir ákveðnar skoðanir á verkinu og hvernig eigi að fara að. Um- ræðurnar hafa verið líflegar.“ „Það hefur líka verið samið við nokkra þekkta rithöfunda á Norðurlöndum, sem munu lesa þýðingarnar með sérstöku til- liti til stíls,“ bætir Jóhann við. Enska þýðingin notuð í Þýskalandi Íslendingasögurnar eru víðar væntanlegar í nýjum þýðingum, en síðustu misseri hefur hópur þýskra þýðenda líka unnið við að snúa sögunum. Íslensk stjórnvöld sömdu við Fischer-forlagið í Þýskalandi um þá útgáfu og á hún að vera komin út þegar Ísland verður gestaland á bóka- kaupstefnunni í Frankfurt. „Við erum stoltir af að geta greint frá því að við veittum þýsku útgefendunum aðgang að öllu ritstjórnarefninu úr ensku útgáfunni og þeir nota samræminguna sem var mótuð við það verk, til að mynda yfir örnefni, mannanöfn og hugtök sem koma fyrir í fleiri en einni sögu,“ segir Jó- hann. En hvenær er stefnt að því að norrænu þýðingarnar komi út? „Við stefnum á 2012. Við ætlum að reyna að koma þeim út nokkurn veginn samtímis í löndunum þremur. Við sjáum þetta fyrir okkur sem eina stóra kynningu en síðan verða eftir- skjálftar í hverju landi fyrir sig.“ Fjölmiðlar á Norðurlöndum hafa þegar sýnt hinni væntanlegu útgáfu mikinn áhuga og hafa birst um hana greinar á menningarsíðum margra dagblaða. Lifandi samtímabókmenntir Þetta er vitaskuld ekki í fyrsta sinn sem lesendur á Norðurlöndum fá aðgang að sögunum á sínum tungumálum. „Þessar sögur eru margar hverjar til í þýðingum í þessum löndum,“ segir Krist- inn. „Nokkurn veginn allar stóru sög- urnar eru til dæmis til í sænskri þýðingu, sumar í tveimur eða þremur. Fyrstu sög- urnar voru þýddar á sænsku um aldamót- in 1800. En rétt eins og hver kynslóð leik- ara þarf nýjan Hamlet þá er ástæða til að þetta sé endurnýjað.“ Jóhann bætir við að þeim sé sagt að í Danmörku og Noregi vanti tilfinnanlega nýjar þýðingar á Íslendingasögunum. Þær eldri séu margar ritskoðaðar og langt um liðið síðan þær komu út. „Í þeim löndum hefur allur þessi sagna- arfur aldrei verið gerður aðgengilegur með samstilltu átaki sem þessu, þannig að menn fái aðgang að öllum sögunum í einu lagi,“ segir Jóhann og Kristinn bætir við að það sé umtalsverð eftirspurn eftir nýj- um þýðingum á íslenskum fornbók- menntum. „Einn þýðendanna, Karl Johansson, þýddi Heimskringlu á sænsku fyrir nokkrum árum og hún seldist í hátt í fimmtán þúsund eintökum.“ Þeir Jóhann og Kristinn segja mark- miðið að sögurnar verði aðgengilegar á góðu nútímamáli. „Það hefur stundum borið við að sög- urnar séu þýddar á nokkuð gamaldags mál,“ segir Kristinn. „Hver kynslóð þarf að eiga Íslendingasögurnar á sínu máli. Ég er kannski rómantískur að upplagi – Íslendingasögurnar voru með því fyrsta sem ég las eftir að ég varð læs, en að mínu viti eru sögurnar ekki eign gamalla vís- indamanna, bókmenntafræðinga eða málfræðinga, heldur eru þetta lifandi samtímabókmenntir! Ég vil að þessar sög- ur verði skildar á þann hátt. Það á að lesa þær og njóta, án þess að hugsa um hvort þær séu úr handriti A eða B.“ Menningararfur Norðurlanda Jóhann segir að núna þegar skuggi hafi fallið á ímynd Íslands skipti meira máli en nokkurn tímann fyrr að vekja athygli á því að við eigum þennan sagnaarf sem all- ir bera virðingu fyrir. „Viðtökurnar sem þetta erindi okkar hefur fengið á Norðurlöndum, þar sem stofnanir, fyrirtæki og sjóðir hafa tekið svo vel í að veita þessu stuðning, stað- festir þá virðingu sem sagnaarfurinn nýt- ur. En það þarf að viðhalda sögunum og gefa út, til að þær falli ekki í gleymsku.“ „Okkur Íslendingum hættir til að líta á þessar sögur sem okkar eign en þær eru líka hluti af menningararfi Norðmanna, Svía og Dana,“ segir Kristinn. „Sumar sagnanna hafa til að mynda haft mikla þýðingu fyrir rithöfunda sem skrifa á þessum málum. Rétt eins og Bibl- ían er undirstaða merkra bókmennta- verka, þá eru líka til verk sem eru mótuð af Íslendingasögunum.“ „Þessi bókmenntaarfur er eign heims- byggðarinnar allrar, rétt eins og verk Hómers og Shakespeares,“ bætir Jóhann við. ’ Þetta verða um það bil 9.000 hefðbundn- ar blaðsíður, um þrjár milljónir orða í þess- um þremur útgáfum. Þetta eru 40 Íslendingasögur og 54 sagnaþættir að auki. Handrit í Árnastofnun. „Þessi bókmenntaarfur er eign heimsbyggðarinnar allrar, rétt eins og verk Hómers og Shakespeares,“ segir Jóhann. Kristinn Jóhannsson, einn ritstjóranna, og Jóhann Sigurðsson útgefandi. Morgunblaðið/Einar Falur

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.