SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Blaðsíða 4
4 24. júlí 2011 Wendi Deng, eiginkona fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdoch, hafði ekki verið mikið í sviðsljósi fjölmiða þar til í vikunni að hún kom manni sínum til varnar á fundi með breskri þingnefnd. Ekki voru það þó þing- mennirnir sem hún beitti spjótum sínum að heldur óboðinn gestur sem komst inn í fundarsalinn, reyndi að ráðast á Murdoch og maka á hann raksápu. Deng var snögg á fætur, stökk að manninum og náði að slá hann í þann mund sem hann var stöðvaður. Deng sat fyrir aftan eiginmanninn meðan spurn- ingaflóðið stóð á honum og syninum James. Hún var áberandi í bleikum jakka en vakti þó fyrst verulega athygli þegar hún réðst að manninum. Á svipstundu varð hún aðalumfjöllunarefnið á Twitter-samskipta- síðunni, að sögn fréttavefjar CNN. Var hrósað í há- stert fyrir vasklega framkomu og fólk virtist skyndi- lega sjá hana í öðru ljósi en áður. Deng er 42 ára, fædd í Kína og er þriðja eiginkona Murdochs. Þau giftust árið 1999 og eiga saman tvö börn. Flestir virðast ganga að því sem vísu að Deng hafi einungis gifst Murdoch til fjár, en hann er 38 ár- um eldri. Haft var á orði á Twitter að Deng væri hugs- anlega ekki bara „gullgrafari“ og ung stúlka, vegfar- andi sem CNN ræddi við í Kína, lét hana njóta vafans: „Ég stóð í þeirri trú að Deng elskaði einungis pen- inga Murdochs. En eftir þetta í gær gæti ég trúað að þetta væri sönn ást; hún var snör í snúningum og þetta voru sannarlega ósjálfráð viðbrögð.“ Deng lauk MBA-námi frá Yale-háskóla í Bandaríkj- unum og hefur starfað við fjölmiðla, en Murdoch sá hana fyrst þegar hún túlkaði fyrir hann í Kína. „Ég varð einfaldlega ástfanginn af henni. Þegar ég bað hennar neitaði hún fyrst. Það tók töluverðan tíma að sannfæra hana,“ sagði Murdoch eitt sinn í viðtali. Hver er Wendi Deng Murdoch? Rupbert Murdoch og eiginkona hans, Wendi Deng, við komuna heim til New York á miðvikudaginn. Reuters T om Watson, þingmaður Verka- mannaflokksins í Bretlandi, hefur farið þess á leit við Scotland Yard að rannsakað verði hvort James Mur- doch, sonur fjölmiðlajöfursins Ruperts Mur- doch, hafi vitað um umfang hlerana á vegum götublaðsins News of the World. Tilefnið eru ummæli tveggja fyrrverandi starfsmanna blaðsins um meinta vitneskju James um innbrot blaðsins í símtæki ein- staklinga sem mikið hafa verið í fréttum síð- ustu daga. Samverkamenn rjúfa þögnina Ræðir þar annars vegar um Colin Myler, fv. rit- stjóra News of the World, og yfirlögmann þess, Tom Crone. Staðhæfa tvímenningarnir að þeir hafi tjáð James frá tölvupósti þar sem greint var frá hlerunum blaðsins. Mun lögmaður Gordons Taylors, eins fórnarlamba hlerananna, hafa séð tölvupóstinn en áðurnefndur Watson segir málið snúast um hvort James hafi keypt þögn Taylors og um leið hindrað lögreglurannsókn á glæpsamlegu athæfi. Taylor er framkvæmdastjóri Samtaka enskra atvinnuknattspyrnumanna og fréttir frá Eng- landi herma að hann hafi fengið greidd um það bil 700.000 pund, sem svarar til 130 milljóna króna, þegar hann féllst á að falla frá lögsókn. Rupert reyndi fyrir helgi að skilja sig frá hleranahneykslinu með bréfi til um 50.000 starfsmanna News Corporation, móðurfélags News Limited í Bretlandi. Skrifaði Rupert að brot af þessu tagi yrðu ekki liðin innan fyr- irtækisins og að blaðamenn sem verði staðnir að slíkri háttsemi verði að taka afleiðingunum. Nú leikur hins vegar grunur á að sonur hans, áhrifamaður innan News Corporation, hafi haft gleggri mynd af starfsháttum News of the World en hann hafi svarað til um frammi fyrir þingnefnd sl. þriðjudag. Reynist fótur fyrir þessum ásökunum gæti það því haft afleiðingar fyrir feðgana. Rupert Murdoch og James sonur hans svör- uðu spurningum breskrar þingnefndar á þriðjudag og neituðu þar alfarið að hafa vitað um hleranirnar og þar neitaði James að hafa haft vitneskju um áðurnefndan tölvupóst. Sonurinn neitaði því enn staðfastlega í gær að hafa óhreint mjöl í pokahorninu. „Ég stend við framburð minn fyrir nefndinni,“ sagði í yf- irlýsingu sem hann sendi frá sér. Frammi fyrir þingnefndinni fullyrti Murdoch yngri að hann hefði samþykkt greiðsluna til Taylors, skv. ráði lögfræðinga sinna þar sem þeir töldu að enn meiri kostnaður hlytist af því að reka málið fyrir dómstólum en að gera dóm- sátt. Cameron í vanda Mörg spjót standa nú á David Dameron, for- sætisráðherra Bretlands, vegna tengsla hans við nokkra starfsmenn Murdoch á þeim tíma sem hleranirnar áttu sér stað. Bæði er hann góður vinur Rebekah Brooks, fv. ritstjóra News of the World og síðar forstjóra News International, og þá réði Cameron annan fv. ritstjóra blaðsins, Andy Coulson, til starfa hjá Íhaldsflokknum og gerði hann að yfirmanni almannatengsla í for- sætisráðuneytinu eftir að Cameron tók við stjórnartaumunum. Bæði Brooks og Coulson hafa verið handtekin og yfirheyrð af lögreglu nýlega en var að því loknu sleppt úr haldi. Sagði Murdoch ósatt? Rannsakað hvað sonur fjölmiðla- jöfursins vissi Feðgarnir James og Rupert Murdoch svara spurningum breksrar þingnefndar í London á þriðjudaginn var. ReutersVikuspegill Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Tom Watson þingmaður Verkamannflokksins var einn þeirra sem yfirheyrði Murdoch feðgana. Reuters Ekki er talið ólíklegt að Rupert Murdoch verði síðasti blaða- útgefandi heimsins af gamla skólanum, sem kallaðir hafa ver- ið; slíkir menn eru ekki einungis grjót- harðir í viðskiptum og með fullar hendur fjár heldur iða þeir líka í skinninu eins og hverjir aðrir blaða- menn að geta birt næstu stórfrétt. Stundum var sagt um þá kynslóð útgefenda að um æðar þeirra rynni ekki blóð heldur blek. Sá síðasti? Landsins mesta úrval af laxa- og silungaflugum Frí flugubox Krókar fylgja öllum túpum www.frances.is Heimsþekktar flugur atvinnumanna         

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.