SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Side 33
24. júlí 2011 33
Miðaldra blaðamanni finnst hann
kannast við þennan rifsberjarunna.
Hann hugar: Ætli ég hafi komið
hingað áður? Strákar á Eyrinni stál-
ust stundum í runna í gamla daga...
Ólöf sýnir blaðamanni lóðina sína,
sem skartar fallegum blómum og
trjám. Í horni á bak við hús er mat-
jurtagarður. „Ég hef alltaf ræktað
kartöflur og svo er ég með rabarbara
og rifs, graslauk, spínat, salat, græn-
kál og blandað kál.“
Hún hugsar vel um lóðina, sló
lengi vel sjálf en eitt barnabarnið sér
um það í sumar. Ekki leynir sér að
Ólöfu þykir vænt um garðinn og
ekki síst matjurtahornið. „Ég gæti
ekki lifað ef ég hefði ekki mold til að
róta í,“ segir hún.
Stór barnahópur
Ólöf vandist því snemma að lifa af
jörðinni og á góðar minningar úr
Mývatnssveitinni þar sem hún lék
sér í stórum barnahópi.
„Bræðurnir þrír voru heima og
áttu samtals 25 börn. Öll lékum við
okkur í einni bendu, fórum í stoðfrí
og leikfimi og ýmislegt annað.“
Hún nefnir að krakkarnir fóru í
Stórugjá en það hafi ekki verið fyrr
en eftir að hún fór að heiman að hin
kunna Grjótagjá fannst, beint austur
af Vogum.
En lífið var ekki bara leikur og
Ólöf vann eins og algengt var.
Hún heyjaði með föður sínum og
bræðrum og greip í störf annars
staðar.
Erfiðast að mjólka
Þegar hún var aðeins um það bil tíu
ára var Ólöf til að mynda send á bæ í
nágrenninu til þess að hjálpa manni
með tvö börn, eftir að konan veikt-
ist.
„Maður átti að gera verkin og sjá
um matinn og reka beljurnar. Það
erfiðasta var að mjólka; hugsaðu þér,
fyrir pínulitlar hendur að kreista
stóra spena! Að karlarnir skyldu ekki
skammast til þess að sjá sóma sinn í
því að kreista þó mjólkina úr belj-
unum! Ég held að það hafi ekki verið
siður. Ég hafði mjólkað geitur heima
en þá lokar maður fyrir með þum-
alfingri. Þarna þurfti ég að taka utan
um spenann og kreista. Ja, þvílíkt.
En er ekki sagt að á misjöfnu þrífist
börnin best?“
Hún rifjar upp þegar heyjað var í
Lúdent, sem ekki var alsiða. „Þegar
komið er hjá Hverfelli og austur fyrir
Dimmuborgir er Lúdent; þarna var
melur þar sem stundum var heyjað
og svo var sett í bagga og heill dagur
fór í að fara með það heim á hest-
um.“
Fyrst Ólöf nefndi Hverfell er óhjá-
kvæmilegt að nefna það deilumál
sem virðist eilíft. Hvort er það fell
eða fjall?
„Hverfellsröndin heitir röndin ut-
an við þannig að það er auðvitað
fell,“ segir hún ákveðin. Telur upp
fjöll og fell á svæðinu en segir að um
Hverfell þurfi ekki að rökræða. „En
þeir rífast um það austurfrá...“ segir
Ólöf og virðist hafa gaman af.
Hugsa um mæðurnar
Þegar 95 ára kona er beðin um að
líta til baka og velta því fyrir sér
hvað hafi breyst mest frá því hún
var barn, verður hún hugsi um
stund.
„Það er svo margt. Ég hef verið að
hugsa um það hve mikið var að gera
hjá mæðrunum, til dæmis að gera
sauðskinnsskó á öll börnin. Ég man
að áður en réttað var, voru eldri
skór lagðir í bleyti og gera þurfti við
þá sem komið hafði gat á. Þetta var
mikið verk.“
Svo breyttist þetta eins og margt
annað: „Ég gleymi því aldrei þegar
pabbi fór til Akureyrar, með eitt
hross og strigapoka, en kom heim
með tvo poka af strigaskóm. Áður en
hann fór lét hann okkur stíga á blað
og gerði blýantsstrik eftir fætinum,
til þess að fá skó í réttri stærð.“
Ólöf Jónasdóttir ræktar m.a. kartöflur, rabbarbara, rifsber, graslauk og salat heima á lóð.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Gæti ekki lifað
ef ég hefði ekki
mold til að róta í
Sverrir Pálsson, lengi skólastjóri á Ak-
ureyri, og Björg Baldvinsdóttir.
Hún segir Norðurlandaferðina ógleym-
anlega. Siglt var utan, komið við í Fær-
eyjum og síðan dvalið í fjóra daga í Kaup-
mannahöfn áður en siglt var yfir til
Malmö í Svíþjóð.
Hún segir það hafa verið mikið æv-
intýri að koma til Kaupmannahafnar, fara
í Tivoli, dýragarðinn og fleira. „Maður
hafði aldrei séð annað eins,“ segir Ólöf,
sem síðan hefur ferðast mikið.
Skrifar og ljósmyndar
„Sungið undir opnum himni,“ skrifaði
Ólöf í dagbókina sína eftir að kórinn kom
fram í skemmtigarðinum Liseborg í
Gautaborg í umræddri ferð. „Ég skrifaði
alltaf dagbók og geri enn, svona svolítið.“
Og ekki er nóg með að hún skrái samtíð-
ina í orðum heldur er Ólöf jafnan með
myndavélina á lofti. „Ég er nú ekki dauð
ennþá,“ segir hún og hlær.
„Ég man nú ekki hvenær ég fékk þá
bakteríu að skrifa dagbók. Ætli það hafi
ekki verið þegar ég fór í vegagerðina?“
Hún sýnir blaðamanni hvert myndaal-
búmið á fætur öðru. „Já, ég á alveg hreint
óskaplega mikið af myndum. Og margar
eru ljómandi góðar,“ segir hún Allt er
samviskusamlega merkt, nema það allra
nýjasta, til dæmis úr ferðlagi Kórs aldr-
aðra í sumar. „Ég þarf að fá einhvern til að
aðstoða mig, ég man ekki lengur nöfnin á
öllum körlunum!“
Ólöf segir skammtímaminnið helst far-
ið að bila, en það sem hún hafi lært á ár-
um áður sitji fast í kollnum.
„Ég gæti haft eftir heilu kaflana úr
Skólaljóðunum; eflaust farið með Gunn-
arshólma frá byrjun til enda.
Skein yfir landi sól á sumarvegi:
og silfurbláan Eyjafjallatind...
segir hún allt í einu.
Þylur svo „leiðinlegan kafla úr Íslands-
sögunni, sem ég lærði þó utan að,“ og
segist svo á sínum tíma hafa lært hver
ríkin sex í Mið-Ameríku væru. Fræðir
blaðamann á því. „Ég bara man þetta! Og
úr náttúrufræðinni: Þrenns konar ástand
hlutanna: fastir, rennandi og loft-
kenndir.“
Hún hlær.
Bætir svo við: „Mér finnst ég reyndar
aðeins farin að gleyma. Held stundum að
ég sé orðin dálítið rugluð. En mér finnst
reyndar að margir yngri séu þannig líka!“
Hugleiddi að fela sig
Fjölskyldan undirbjó afmælisveislu Ólafar
af kostgæfni. „Ég var að hugsa um að
banna þeim að halda veislu og reyna að
fela mig einhvers staðar en þau tóku það
ekki í mál.“
Auglýst var í Dagskránni að allir væru
velkomnir en Ólöf fékk því ráðið að gjafir
væru afþakkaðar en margir glöddu hana
með fögrum söng.
Hún gantast með það að konurnar í
fjölskyldunni höfðu orð á því fyrir nokkru
hvort hún væri ákveðin hverju hún vildi
klæðast á afmælisdaginn.
„Stelpurnar spurðu hvort ég vildi ekki
kaupa mér eitthvað nýtt. Nei, takk sagði
ég; það er nógu þröngt í skápunum þó ég
fari ekki að kaupa meira. Ég fer bara í mín
föt.“
Þar við sat og Ólöf var stórglæsileg í 95
ára afmælinu.
Hún veltir framtíðinni ekki mikið fyrir
sér. Hlær, þegar spurt er hvort hún stefni
ekki að því að verða 100 ára. „Ég hef eng-
ar áætlanir. Ég talaði um það í vor, þegar
afmælið bar á góma, að nú færi að stytt-
ast; ég sagði fólkinu að þá gæti margt hafa
breyst. En ég hef ekki fengið tilkynningu
um neinar breytingar.“
Ólöf eldhress og í sínu fínasta
pússi í 95 ára afmælisveislunni í
Oddfellow húsinu á Akureyri á
fimmtudaginn.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson