SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Qupperneq 6

SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Qupperneq 6
6 24. júlí 2011 Ríkt hefur algjört stjórnleysi í Sómalíu síðan borgarastyrjöld braust út árið 1991 og forset- anum Siad Barre var steypt af stóli. Sambandsstjórn er í Sómalíu sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenn- ingar, en ræður aðeins litlum hluta landsins. Hún vinnur að undirbúningi kosninga á þessu ári. Einnig stendur til að byggja upp herinn að nýju, en þegar Sómalía var kommúnistaríki og naut stuðnings Sovétríkjanna bjó landið yfir stærsta her Afríku. Ástandið hefur verið stöðugra í Norðvesturhluta landsins, þar sem stofnað hefur verið sjálf- stætt ríki, Sómalíland. En sjálf- stæðið er þó ekki viðurkennt af erlendum ríkjum. Púntland, sem nær yfir norðausturhluta Sómalíu, er yfirlýst sjálfsstjórnarríki, en krefst þó ekki sjálfstæðis frá Sómalíu. Herskár íslamskur uppreisnar- hópur, al-Shabab, sem hefur lýst samstöðu með hryðjuverka- samtökunum Al-Queada, ræður bróðurpartinum af suðurhluta landsins og hefur á vissum land- svæðum hrakið erlendar hjálp- arstofnanir á brott. Stríðsátök olía á eldinn Reuters S ameinuðu þjóðirnar lýstu því yfir í miðri viku að hungursneyð ríkti á tveimur svæðum í Suð- ur-Sómalíu, Bakool og Shabele. Er þetta versta hungursneyð þar um slóðir í tuttugu ár og nær hættuástandið til 3,7 milljóna íbúa. Það segir sína sögu um hversu alvarlegt ástandið er að þetta er í fyrsta skipti í tuttugu ár sem slík yfirlýsing berst frá Sameinuðu þjóðunum, en síðast var hung- ursneyð árið 1992, það var einnig í Sómalíu, og létust um 200 þúsund manns. 30% barna vannærð Skilgreining Sameinuðu þjóðanna á hungursneyð er í fyrsta lagi að 30% barna á tilteknu svæði þjáist af alvar- legri vannæringu. Í öðru lagi að tveir fullorðnir, eða fjögur börn, á hverja 10 þúsund íbúa láti lífið daglega vegna hungurs og í þriðja lagi að íbúar á tilteknu svæði innbyrði mun minna en 2.100 hitaeiningar á dag hver. Þess má geta að sú orka sem fer í grunnefnaskipti lík- amans er áætluð vera um 1.440 hitaeiningar á dag. Orsökina fyrir hungursneyðinni má rekja til mikilla þurrka og uppskerubrests, sem hefur haft í för með sér mikinn skort á matvælum og hækkandi matvælaverð. Í kjölfarið á yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna hefur verið varað við því að yfir milljón barna eigi á hættu að deyja úr hungri vegna næringarskorts. Mestu þurrkar í hálfa öld Þá vofir yfir, að hungursneyðin breiðist út til annarra svæða í Sómalíu og ástandið er einnig slæmt í nágranna- ríkjunum Eþíópíu, Kenía og Djíbúdí. Talið er að þurrk- arnir, sem eru þeir mestu í hálfa öld, hafi áhrif á líf tíu milljóna manna. Ekki er gert ráð fyrir rigningu á svæð- inu fyrr en í september eða október og því viðbúið að ástandið versni enn frekar næstu vikur og mánuði. Það sem veldur því að ástandið er verra í Sómalíu en nágrannaríkjunum eru ekki síst viðvarandi deilur og átök, meðal annars milli herskárra íslamskra hópa og rótgróinna héraðshöfðingja. Fyrir vikið hefur ekkert stjórnvald verið til staðar, sem hefur getað brugðist við neyðarástandi sem skapast reglulega vegna fátæktar landsmanna, vannæringar og sjúkdóma, en talið er að ein milljón manna hafi látist af þeim sökum frá því borgarastríðið braust út árið 1991. 166 þúsund manns flúið Átökin hafa torveldað allt hjálparstarf. Sameinuðu þjóð- irnar og bandarísk stjórnvöld hafa lýst því yfir að hjálp- arstofnanir þurfi frekari tryggingu frá vopnuðum hóp- um í Sómalíu til þess að geta hjálpað þeim sem eru í neyð, en talið er að á næstu tveim mánuðum þurfi að verja 300 milljónum dollara til neyðaraðstoðar eða um 35 milljörðum króna. Nú þegar er áætlað að yfir 166 þúsund manns hafi flúið Sómalíu til nágrannaríkjanna Kenía og Eþíópíu. „Þetta er spurning um líf eða dauða,“ sagði Weheleey Osman Haji í samtali við BBC, daginn eftir að hún ól barn undir tré í bænum Liboi í Kenía, sem liggur við landamærin að Sómalíu. Það tók hana rúmar þrjár vikur að komast yfir landa- mærin með fimm börn sín. Þessi 33 ára móðir nefndi nýfædda barnið Iisha eða „líf“ í lauslegri þýðingu. „Það voru þurrkar; við höfum gengið í 22 daga og einungis drukkið vatn. Síðan ég átti barnið hef ég ekkert borðað. Núna vantar mig mat, líf, vatn og skjól – allt sem mann- eskja þarfnast.“ Milljónir á hungur- mörkum Fyrsta hungurs- neyð í nítján ár Móðir með barnið sitt í biðröð eftir mat. Reuters Kona með pottinn á lofti í biðröð eftir mat í sómölskum flóttamannabúðum í Mogadishu. Vikuspegill Pétur Blöndal pebl@mbl.is Íslenskar hjálparstofn- anir leggja nú sitt af mörkum til neyð- araðstoðar vegna hungursneyðarinnar í Sómalíu með síma- söfnunum og standa samtökin UNICEF á Ís- landi, Rauði krossinn og Barnaheill öll fyrir peningasöfnun. Hjálparstarf www.noatun.is www.noatun.is Pantaðu veisluna þína á eða í næstu Nóatúns verslun Grillveislur 1299 Á MANN VERÐ FRÁ MEÐ MEÐL ÆTI Grísahnakkasneiðar Lambalærissneiðar Kjúklingabringur Lambafille Þín samsetning Grillveislur Nóatúns

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.