SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Síða 42

SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Síða 42
42 24. júlí 2011 É g er ekki að skilja af hverju boltaliðin eru alltaf að spila vel eða illa, sóknarlega séð. Mál- kækir þar sem allt er „-lega séð“ ganga svo langt að tala má um mikla magnaukningu á fjölda þeirra, séð í mál- farslegu tilliti, svo vitnað sé óbeint í bankamann sem afsakaði meira magn kostnaðarhlutdeildar með mikilli magn- aukningu á færslufjölda. Það hvarflar að manni að fólk sem talar svona hafi eytt litlu magni stundafjölda í íhugun um hvað það lætur út úr sér. Hugsunar- og metnaðarleysi í málfari spillir fyrir þeim sem hljóðnemi fjöl- miðlanna beinist að. Það sætir því furðu þegar framsæknir ungir menn taka upp vinsæla þætti fyrir sjónvarp og láta ein- stök orð þvælast fyrir sér alla þáttaröðina út í gegn af því að þeir hirða ekki um að átta sig á beygingu orðanna. Fyrir skömmu var ég klemmdur á milli sæta í flugvél þess sem ég hélt að héti Flugleiðir en mun hafa breyst í FL Group árið 2005 og síðan horfið í jóreyk stóru strákanna en skilið eftir nafnið Icelandair til heima- brúks og alþjóðlega séð, eða á „alþjóð- legum vettvangi“ – eins og segir á ice- landair.is. Nema hvað, þarna sat ég með ellefu ára dóttur minni sem vildi ólm horfa á ís- lenska þætti um tvo menn sem langaði til að stofna veitingastað og ákváðu að láta drauminn rætast í raunveruleikaþáttaröð sem Flugleiðir/Icelandair hafa tekið til sýningar á sætaskjám sínum. Meginatriði í draumnum minnir á orð Bjarts í Sum- arhúsum í veisluundirbúningi: „Ekkert að spara, ég borga.“ Aðalleikararnir hafa jafn skíra sýn og Bjartur á hvað allt eigi að vera vandað á hinum nýja stað, og horfa ekki í kostnað. Þættirnir voru sýndir í sjónvarpi á sínum tíma og sköpuðu þá slíka eft- irvæntingu að eftir að staðurinn var opn- aður hefur verið fullt út úr dyrum. Lykilatriði í draumnum er að í matsaln- um skuli vera kýr í fullri stærð, enda skaffi hún hráefnið í helsta réttinn og sé uppspretta velsældar líkt og við þekkjum af Auðhumlu goðafræðinnar sem sleikti hrímsteina en „fjórar mjólkár runnu úr spenum hennar og fæddi hún Ými“, fyrsta manns líkandann eins og segir í Snorra Eddu. Guðmundur Páll Ólafsson hefur bent á hliðstæðu Auðhumlu í hinu helga Kailash fjalli í Tíbet þar sem fjórar helg- ustu ár í sunnanverðri Asíu eiga upptök sín. Ekki þarf að fjölyrða um helgi kýr- innar þar eystra og því er viðeigandi að Tolli var fenginn til að mála kúna og sótti sér til þess innblástur í litagleði sunn- anverðrar Asíu. Má af því sjá hve djúpt er seilst í tilfinningalíf okkar til að tengja starfsemina við upphaf mannlífs og menningar í þeirri næringu sem borin er á borð. Þegar svo miklu er kostað til á öllum vígstöðvum er þeim mun meira undr- unarefni að sá sem lætur sig dreyma mest um kúna í matsalnum skuli tala um hana sem „belju“. Í undantekningartilvikum notar hann „kú“ eða „kýr“ og virðist þá hending ráða hvort orðið er beygt sam- kvæmt því sem tíðkaðist þegar dálkahöf- undur var kúarektor í Kinninni á sínum yngri árum. Þar var ungum dreng úr Reykjavík kennt á fyrsta degi að tala vel um kýrnar og segja „kýr um kú frá kú til kýr“ í eintölu en „kýr um kýr frá kúm til kúa“ í fleirtölu. „Belja“ væri skamm- aryrði og ótækt um svo göfugar skepnur nema maður væri í fúlu skapi og þær sér- lega óhlýðnar. Meðferðin á orðinu „kýr“ í þáttunum kom upp í hugann í nýliðinni viku þegar ég gekk út í móa með átta ára dóttur minni og hún útskýrði fyrir mér að göt- urnar væru eftir fjárinn. Mér þótti skemmtilegt að hún skyldi þekkja orðið „fé“ um sauðfé, sem hún umgengst að öðru leyti ekki, sýndi því umburðarlyndi að fallbeygingin væri á reiki en vék talinu þó að fé í ýmsum myndum og reyndi þannig að fylgja leiðbeiningum þeirra sem hafa rannsakað máltöku barna og fullyrða að leiðréttingar skili ekki sama árangri og góðar fyrirmyndir. En hvað á maður að gera við fullorðið fólk sem vill greinilega vanda sig á flestum sviðum og veit af því að það er óöruggt með beyg- ingu orðsins „kýr“ – en kýs þá bara að nota orðið „belja“ í staðinn? Af hverju kynnir það sér ekki málið þegar færi gefst og vandar sig við orðaval líkt og við allt annað? Ær og beljur? ’ En hvað á maður að gera við fullorðið fólk sem vill greinilega vanda sig á flestum sviðum og veit af því að það er óör- uggt með beygingu orðsins „kýr“ – en kýs þá bara að nota orðið „belja“ í stað- inn? Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Það vill gleymast að beljurnar í Vorsabæ í Austur-Landeyjum eru líka kýr. Morgunblaðið/Eggert R agnheiður Skúladóttir lætur formlega af störfum sem deildarforseti leiklistar- og dansdeildar Listaháskóla Ís- lands 31. júlí nk. Ragnheiður lauk stúd- entsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1986. Hún stundaði leiklist- arnám við leiklistardeild Háskólans í Iowa og lauk þaðan BA-prófi 1991. Haustið 1993 hóf hún framhaldsnám við Minnesota-háskóla í Minneapolis og lauk þaðan meistaraprófi (MFA) vorið 1996. Áður en Ragnheiður tók við starfi deildarforseta starfaði hún við kvik- myndadeild háskólans í Syracuse í New York-ríki þar sem hún kenndi nám- skeið í kvikmyndaleik og kvikmynda- leikstjórn. Hún hefur starfað sem leik- ari, bæði í New York og Minneapolis, auk þess sem hún vann með nem- endum í grunn- og framhaldsskólum að ýmsum leiklistar- og kvikmyndaverk- efnum. Ragnheiður, sem kom að und- irbúningi stofnunar leiklistardeild- arinnar, hefur verið deildarforseti hennar allt frá stofnun. Í hennar tíð voru tvær nýjar brautir stofnaðar, þ.e. samtímadans og fræði og framkvæmd. ,,Þegar ég tók við starfi deild- arforseta fór ég að athuga hvernig væri hægt að víkka út leiklistarnámið og komst að þessari niðurstöðu að stofna námsbrautina fræði og framkvæmd,“ segir Ragnheiður Skúladóttir, fráfarandi deildarforseti leiklistar- og dansdeildar Listaháskóla Íslands. ,,Þetta gerðist árið 2005, en á sama tíma bættist dans- brautin við. Þannig að þetta er búið að vera mikið uppbyggingarstarf. Með til- komu þessara brauta varð gífurleg breyting á náminu og hefur haft í för með sér að myndast hefur góð breidd innan deildarinnar. Leiklistarnámið byggist á gamalgrónum aðferðum, sem rekja má allt aftur til 19. aldar, en hefur að vísu þróast með tíð og tíma. Í Fræði og framkvæmd er námið meira byggt upp á samtímafræðum sem eiga við 20. og 21. öldina. Því verður samtalið milli leikaranna og þeirra sem nema fræði og framkvæmd mjög skemmtilegt. Leik- ararnir berjast, á stundum, fyrir hefð- bundnari viðhorfum, en dansinn og fræði og framkvæmd koma með þetta samtímaviðhorf og þetta myndar skemmtilegt og frjótt samtal,“ segir Ragnheiður. Mikil námsgæði ,,Þegar við hrintum af stað námsbraut- inni, fræði og framkvæmd, óraði okkur ekki fyrir því að áhrifin ættu eftir að verða svona mikil á íslenskt svið- samfélag,“ segir Ragnheiður og nefnir í því tilliti hópana Kviss búmm bang og 16 elskendur, en þessir hópar eru báðir runnir undan rifjum fræði og fram- kvæmdar. ,,Báðir þessir hópar eru að vinna á jaðrinum og koma með nýja sýn inn í íslenskt leikhús, og mér finnst það frábært.“ Þegar Ragnheiður tók við starfi deildarforseta sagði hún í samtali við Morgunblaðið árið 2000 að meginverk- efni hennar í starfinu væri að koma náminu á sama stall og sambærilegar háskóladeildir í löndunum í kringum okkur. Ragnheiður segir að því mark- miði hafi verið náð að mestu leyti. ,,Ég held að ég geti alveg sagt, án þess að roðna, að gæðalega séð standi leik- listar- og dansdeildin jafnfætis sam- svarandi deildum á alþjóðavettvangi. Auðvitað eru einhverjir hlutir sem við þurfum að bæta, en samstarfsskólar okkar hafa verið að líta til okkar t.d. í tengslum við námsbrautina fræði og framkvæmd, sem þótt hefur framsækin braut. Þó að ennþá sé óunnin vinna við að gera umhverfið fyrir nýútskrifaða listamenn vænlegra þá hafa nemend- urnir, sem koma úr leiklistar- og dans- deildinni, miklu fleiri tækifæri heldur Brautryðjandi kveður Listaháskólann Ragnheiður Skúladóttir er að hætta sem deild- arforseti leiklistar- og dansdeildar Listaháskóla Íslands. Framundan bíður hennar spennandi verkefni sem framkvæmdastjóri leiklistarhátíð- arinnar Lókal, en hátíðin er eina alþjóðlega leik- listarhátíðin á Íslandi. Róbert B. Róbertsson robert@mbl.is ’ Á endanum erum við þekkt af menningu okkar og það er menningin sem fólk vitnar stöðugt í þegar það talar um Ísland og við verðum því að hlúa að henni. Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.