SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Blaðsíða 43
24. júlí 2011 43
Arftaki Ragnheiðar er Steinunn Knútsdóttir.
Á heimasíðu listaháskólans segir að Stein-
unn eigi að baki fjölþættan feril, bæði í
námi og starfi. Hún lauk bakkalárnámi í
guðfræði við Háskóla Íslands, stundaði
leiklistarnám í Árósum, og lauk síðar meist-
aranámi í leiklistarfræðum og leikstjórn frá
De Montfort-háskólanum í Leicester á Eng-
landi. Hún er einnig með diplóma í leik-
stjórn frá Scandinavisk Centrum för Utvikl-
ing af Teater.
Steinunn hefur unnið með ýmsum leik-
húsum og sviðslistahópum í Danmörku,
Englandi og á Íslandi, sem leikari, höfundur
og leikstjóri.
Aðallega hefur hún numið land í fram-
sæknum leikhúsum oft nátengdum dansi
og myndlist og tekið þátt í mörgum rann-
sóknarverkefnum á sviði sviðslista, auk
þess að skipuleggja ráðstefnur og hátíðir.
Hún var um þriggja ára skeið listrænn ráðu-
nautur Borgarleikhússins, og einnig um ára-
bil annar listrænna stjórnenda Lab Loka
sem hefur staðið fyrir rannsóknum og til-
raunum á sviði sviðslista.
Steinunn er listrænn
stjórnandi Áhugaleikhúss
atvinnumanna og Netleik-
hússins Herbergi 408
sem var tilnefnt til Prix Eu-
ropa, verðlauna evr-
ópskra ljósvakamiðla í
flokki nýmiðla árið 2010.
Steinunn hefur verið
stundakennari við leik-
listar- og dansdeild Listaháskólans allt frá
því deildin var stofnuð, og á jafnframt sæti í
fagráði skólans.
Þá hefur Steinunn gegnt ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir hönd leiklistarfólks, m.a.
verið ritari Leiklistarsambands Íslands, set-
ið í stjórn Norræna leiklistarsambandsins
og verið formaður Félags leikstjóra á Íslandi
frá 2008. Sex umsækjendur voru um starf-
ið, en stjórn skólans mat fimm þeirra hæfa
til að gegna starfinu. Steinunn tekur form-
lega við starfinu í byrjun næsta skólaárs, 1.
ágúst.
Steinunn Knútsdóttir tekur við
Steinunn
Knútsdóttir
en þegar við vorum bara að útskrifa
leikara.
Listaháskólinn er eini skólinn sem
kennir á fræðasviðinu listir á Íslandi
þannig að við erum í rauninni ekki í
neinni samkeppni við aðrar íslenskar
stofnanir á þessu sviði. Þetta getur ver-
ið svolítið hættulegt, en við höfum ver-
ið mjög vakandi fyrir því að sofna ekki
á verðinum. Ég tel að við höfum tryggt
það með því að vera stöðugt að sækja
þessi erlendu áhrif með því að fá hæf-
ustu erlendu kennarana til okkar. Með
þeim höfum við hlotið mikið aðhald og
eignast góða samtals félaga.“
Mikilvæt viðfangsefni
„Það viðfangsefni sem er að mínu mati
mest áríðandi fyrir Listaháskólann í dag
er að koma á meistaranámi. Fræðasvið-
ið listir er eina fræðasviðið sem er eftir
á að þessu leyti á Íslandi. Til þess að
halda viðunandi framþróun lista í land-
inu er mjög mikilvægt að koma á mast-
ersnámi. Þá er ekki síður mikilvægt að
koma allri starfsemi Listaháskólans
undir sama þak. Ef ekkert verður gert
hvað varðar húsakost þá munu deild-
irnar færast fjær hver annarri og hug-
myndafræðin sem er á bak við stofnun
skólans, að hann eigi að vera miðstöð
listanna, getur ekki orðið að veruleika.“
Ragnheiður segir mikilvægt að skapa
farveg fyrir unga listamenn. ,,Það er
mjög mikilvægt að búa til einhvern
áframhaldandi grundvöll eftir nám
þannig að þessir vel menntuðu lista-
menn hafi einhvern vettvang til að
sinna sínum störfum. Það kostar ekki
mikið að búa til eitthvað úr engu og
það er það sem listamaðurinn fæst við á
hverjum degi. Afrakstur hvers lista-
manns er gífurlegur og afleidd störf
mörg. Á endanum erum við þekkt af
menningu okkar og það er menningin
sem fólk vitnar stöðugt í þegar það tal-
ar um Ísland og við verðum því að hlúa
að henni. Jafnframt er það mikilvægt að
í hugum fólks eigi hugtakið leiklist eða
danslist ekki bara við um Þjóðleikhúsið,
Borgarleikhúsið eða Leikfélag Akureyrar
heldur er leikvöllurinn miklu stærri en
þessar ríkisstyrktu stofnanir,“ segir
Ragnheiður
Lokal
Leiklistarhátíðin Lokal varð til innan
veggja Listaháskólans og hátíð sem
þessi er gott dæmi um vettvang fyrir
unga listamenn til þess að koma sér á
framfæri. Hátíðin var sett á fót árið
2008 af Ragnheiði Skúladóttur, Bjarna
Jónssyni og Guðrúnu Jóhönnu Guð-
mundsdóttur. Ragnheiður segir að með
hátíðinni vildu þau sýna Íslendingum
það markverðasta sem er að gerast í
samtímaleiklist annars staðar í heim-
inum og jafnframt skapa vettvang fyrir
ungt listafólk til að koma sér og sínum
verkum á framfæri.
,,Auðvitað rennur manni blóðið til
skyldunnar þegar maður er deild-
arforseti einu leiklistar- og dansdeildar
landsins, að skapa einhvern grundvöll
fyrir nemendur sem maður er að út-
skrifa og jafnframt skapa einhvern
stökkpall,“ segir Ragnheiður. ,,Hátíðin
hefur átt innhlaup inn í Listaháskólann
hvað varðar aðbúnað og svo hafa nem-
endur skólans komið að hátíðinni sem
sjálfboðaliðar. Þá hafa nemendur við
skólann sýnt verk í hliðarsýningu há-
tíðarinnar sem ber nafnið ,,up and
coming“ og er ætlað ungum og efnileg-
um listamönnum. Í ár er stefnt að því
að sýna fjögur verkefni frá nemum við
leiklistar- og dansdeildina. Þannig að
listaháskólinn og hátíðin eru nátengd.“
Afhverju ertu að hætta?
„Ég er ekki að hætta vegna þess að mér
bauðst betra starf. Mér finnst að fólk
eigi ekki að vera of lengi í þessum leið-
togastörfum. Ef þú ert góður leiðtogi þá
leiðir þú þitt fólk, færð góðar hug-
myndir og kemur þeim í verk. Með
tímanum fer hugmyndunum fækkandi
og maður verður smám saman stofn-
anavæddur. Þá hættir maður að vera
eins áræðinn og hugaður og maður var í
byrjun. Ég tók því þá ákvörðun, skól-
ans vegna, að hætta. Þá hefur leiklist-
arhátíðin Lokal undið upp á sig og er
orðinn vettvangur sem mér finnst mjög
spennandi. Þar get ég verið í því að búa
til ný verkefni og jafnframt haldið
áfram að vera í samböndum við kollega
erlendis. Það að vera sjálfs síns herra er
mjög ríkt í mér og þá skapa sjálfri mér
og öðrum þetta tækifæri erlendis sem
skapast með hátíðinni.“
Ragnheiður Skúladóttir hættir sem deildarforseti leik-og dansdeildar Listaháskólans eftir 11 ár í starfi.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.