SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Blaðsíða 16
16 24. júlí 2011
E
lín Ebba Ásmundsdóttir er
iðjuþjálfi og dósent við heil-
brigðisvísindasvið Háskólans á
Akureyri. Þar hefur hún um-
sjón með áföngum um geðheilsuna og
íhlutun fyrir fólk með vanda af sál-
félagslegum toga. Auk þess býr hún
yfir þrjátíu ára starfsreynslu af Land-
spítalanum sem forstöðumaður iðju-
þjálfunar á geðsviði. Nú starfar Ebba,
eins og hún er kölluð í Hlutverkasetri,
sem er virknimiðstöð þar sem bata- og
notendarannsóknir eru nýttar til að
þróa þjónustuna. Á vegum Hlutverka-
seturs eru einnig gerðar úttekir af not-
endum til að greina gæði geðheilbrigð-
isþjónustunnar með svokallaðri
NsN-aðferð. Þannig benda notendur á
kosti og galla þjónustunnar. „Ég hef
sjálf gert batarannsókn, en að mestu
leyti byggjum við starfsemina á er-
lendum niðurstöðum og niðurstöðum
NsN-hópsins.“
Kerfið
„Þegar ég kom fyrst inn í kerfið byggði
ég þekkingu mína á minni menntun
um hvernig dagleg iðja hefur áhrif á
heilsuna og ekki síst geðið. Að takast á
við eitthvað sem manni finnst vera
einhvers virði er sérstaklega mikilvægt
í þessu samhengi. Þegar ég hóf störf á
iðjuþjálfadeild geðdeildar Landspít-
alans var starf iðjuþjálfans nánast
óþekkt og stutt á veg komið. Starfið
fólst í að virkja inniliggjandi sjúklinga.
Þetta er árið 1981 þegar nýju geðlyfin
eru að koma á markað sem áttu að
vera mikil bót frá því sem áður var. Á
sama tíma kom þessi hugsun um að
líkja geðsjúkdómum við sykursýki sem
hægt væri að halda niðri með lyfjum.
Ójafnvægi seratóníns eða dópamíns var
rót vandans. En svo liðu árin og ég
öðlaðist reynslu og fór í framhaldsnám
og gerði eigin rannsóknir á bata. Í ljós
kom að málið var ekki svo einfalt,
margir sem höfðu náð bata höfðu alls
ekki fylgt fyrirmælum varðandi lyfja-
gjöf þó aðrir væru mjög ánægðir með
lyfin og sögðu að þau hefðu bjargað lífi
sínu og sumir sögðu þau hafa gert
ógagn og batinn ekki byrjað fyrr en
þeir hættu á lyfjunum. Að spyrja fólk
beint hvað gagnast því er önnur nálg-
un en að gera samanburðarrannsóknir
á virkni lyfja eða mati á ólíkum með-
ferðum. Sýnt hefur verið fram á að ólík
meðferðarform virka jafn vel, hvort
sem það er hugræn atferlismeðferð,
þunglyndislyf, jafningjastuðningur,
stuðningur á heimavelli eða sálfræði-
viðtöl. Það sem skiptir mestu máli eru
tengslin sem skapast á milli manna og
trú þín á eigin getu. Aðgreining geð-
og líkamlegra kvilla er á undanhaldi.
Líkamsstarfsemin er í beinum
tengslum við umhverfið. Ef eitthvað er
að þá birtast bæði geðræn og líkamleg
einkenni. Áföll og erfiðar aðstæður
sem ógna tilveru okkar skila sér svo í
verri heilsu, ekki síður en erfiðleikar á
borð við höfnun, skert sjálfstraust eða
glötun virðingar. Kerfið er orðið svo
sérhæft og það gerir ekki ráð fyrir því
að skoða vandamálin heildrænt.“
Heilsugæslan lausnin
Ebba er mjög gagnrýnin á hvert sér-
hæfingin hefur leitt okkur. Hún telur
að gagnlegt væri að gera heilsugæsluna
persónulegri þar sem allar aðstæður
einstaklings væru teknar inn í mynd-
ina og ólíkar heilbrigðisstéttir kæmu
að. „Það er kominn tími til að þjón-
ustumiðstöðvar sveitarfélaganna,
heilsugæslan ásamt virknimiðstöðvum
starfi saman að heilbrigði þegna sinna.
Við erum alltaf að vinna með einkenni
sem verið er að dempa á meðan orsak-
irnar eru oft ómeðhöndlaðar.
Vandamálið er þó ekki alfarið hjá
kerfinu. Við þurfum að skoða hvaða
kröfur við gerum til lækna. Allt of al-
gengt er að fólk sé óánægt með lækn-
inn sinn ef það fær ekki lyfseðil út úr
heimsókn sinni til hans. Við erum
einnig búin að missa trúna á að við
getum haft áhrif á líðan annarra og
skiptum okkur ekki lengur af sam-
ferðamönnum. Öll vandamál eiga nú
heima hjá sérfræðingum. Það er heldur
ekki auðvelt að vera heimilislæknir
með um fimmtán mínútur að meðaltali
til að setja sig inn í vandamál eða vísa
sjúklingum annað. Það gefur augaleið
að ekki er hægt að vinna með rætur
geðrænna vandamála á svo stuttum
tíma.“
Gagnrýni óvinsæl
Eftir að hafa starfað lengi innan kerf-
isins tók Ebba að gagnrýna ýmislegt
sem henni fannst að betur mætti fara.
„Ég var vel liðin þar til ég fór að vera
gagrýnin. Á mínum ferli hef ég haft
fjóra geðlækna sem yfirmenn sem allir
hafa verið ólíkir. Erfiðust voru sam-
skiptin við yfirmann sem hafði óbil-
andi trú á líffræðilegum orsökum geð-
raskana. Eftir að hafa aflað mér
framhaldsmenntunar og ígrundað þessi
mál gat ég fært góð rök fyrir máli
mínu. Afleiðingin var sú að þótt eng-
inn hafi verið beint vondur við mig þá
leið mér þó ekki vel á vinnustaðnum
og varð að hætta. Hinsvegar fékk ég
afar góð viðbrögð frá notendum,
stjórnmálamönnum og öðrum sem
skildu gagnrýni mína. Einhvern veginn
er það þannig að vandamálið virðist
auðveldara ef það er skilgreint sem
Margt þarf að breytast
Rannsakar bata Elín Ebba Ásmundsdóttir hefur starfað lengi innan kerfisins og býr yfir mikilli þekkingu á málefnum geðsjúkra.
Morgunblaðið/Ásdís
B
ergþór Grétar Böðvarsson hefur starfað sem fulltrúi
notenda á gæðaráði geðsviðs LSH frá árinu 2006. Hann
hefur sjálfur reynslu af veikindum og hefur því mikla
og góða innsýn sem notandi geðheilbrigðiskerfisins.
Bergþór segir að undanfarið hafi læknar og sérstaklega þeir sem
eru í yngri kantinum opnað á möguleikann að vísa sjúklingum
til sín í leit að ráðgjöf. Þrátt fyrir það hafi margir sérfræðingar
enn efasemdir.
Hann leggur áherslu á að breyta þurfi kerfinu á þann veg að
fleiri en læknar komi að því að meta ástand sjúklings við fyrstu
innkomu. „Ég vil sjá að manneskja sem leitar hjálpar við and-
legri vanlíðan fengi meira val. Sem dæmi væri hægt að veita
þeim tækifæri á að tala við nokkurs konar fulltrúa sem setur sig
inn í mál sjúklingsins. Þetta gæti verið læknir, hjúkrunarfræð-
ingur, iðjuþjálfi, sálfræðingur, félagsráðgjafi eða bara fulltrúa
sem legði svo málið fyrir hópinn. Þannig kæmu fleiri hug-
myndir að meðferð eða úrræðum inn á fyrstu stigum. Þannig
mætti draga úr lyfjagjöf því það er alls ekki alltaf sem andlega
veik manneskja þarf að fara á lyf. Oft finnst mér ekki vera sýnd
nægileg aðgát við lyfjagjöfina. Verið er að selja sjúklingum þá
hugmynd að einhver lyf virki sem er engan veginn hægt að full-
yrða um að sé rétt. Í læknaviðtölunum er allt of lítið talað um
aðrar leiðir.“
Einblínt á veikindin
„Að mínu viti er þátttaka sjúklinga eða notenda þjónustunnar
ekki nógu mikil, það þarf að byrja á að leggja áherslu á þátttöku
og ábyrgð sjúklingsins í upphafi. Þegar lyfjagjöfin er orðin mikil
er sjúklingurinn allt of oft orðinn of orkulítill til að geta tekið
þátt í bataferlinu. Tilhneigingin er sú að einblína á sjúkdóma eða
ástand sjúklinga og líta á það sem veikleika sem þarf að laga eða
bæta úr. Í ferlinu gleymist þá að huga að manneskjunni og
styrkleikum hennar sem gæti verið hægt að vinna með.
Fólk getur verið í misjöfnu ástandi en umhverfið sem það er í
er mjög veikt. Við erum að leggja fólk inn á geðdeild sem er
kannski veikt af því að eitthvað í umhverfi þess hefur slæm áhrif
á það og þannig höfum við verið að búa til sjúklinga. Eitt af því
mikilvægasta sem hægt er að gera er að ná fólki út úr sjúkdóms-
hlutverkinu. Frá fyrsta degi ætti öllum því að vera ljóst að geð-
sjúkdómar séu yfirstíganlegir.“
Vantar virðingu fyrir mannúð
Bergþór segir að glíman við geðsjúkdómana sé hálfgert oln-
bogabarn í heilbrigðiskerfinu. „Fólk lítur bara á þetta sem að
einhver lyf séu gefin og svo er þetta bara eitthvert spjall. Réttur
sjúklinga er að eiga völ á fullkomnustu þjónustu sem völ er á. En
í þessu tilviki er það svo huglægt. Í mínu starfi leita ég mikið út
fyrir spítalann, t.d. til Geðhjálpar, Hugarafls og Klúbbsins
Geysis en hvort það falli að skilgreiningunni er mjög óljóst.
Valdahlutföllin eru þannig að erfitt er að koma róti á kerfið.
Hverjum sjúklingi fylgir ákveðinn peningur og sérfræðingarnir
eða læknarnir eru varla að fara að láta sína stöðu af hendi svo
auðveldlega. Þessi klausa um fullkomnustu þjónustuna sem völ
er á er því tekin of alvarlega í mínum huga um að eitthvað sem
er félagslegt í eðli sínu sé því ekki jafn gott. Breytingarnar
þyrftu því að koma ofan frá og þetta er því mjög pólitískt.“
Einblínt á veikindin