SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Blaðsíða 28
28 24. júlí 2011 Þ að er viðburður að Tegla Lo- roupe komi til Íslands. Þessi smávaxna kona frá þorpi í Kenía hefur lagt heiminn að fótum sér með því að hlaupa lengra og hraðar en aðrir. Það er létt yfir henni, jafnan stutt í hláturinn, en þó er lífið ekki léttvægt fundið fyrir konu sem kemur frá hrjáðasta hluta heimsins um þessar mundir, en langvarandi þurrkar og átök hafa valdið miklu neyðarástandi Kenía og hungursneyð í nágrannaríkinu Sómalíu. Loroupe hefur í vaxandi mæli beitt sér í sáttaviðræðum milli stríðandi ættbálka og uppbyggingarstarfi í heimalandi sínu og nágrannaríkjum. Hún hleypur þegar tími gefst og setur markið alltaf hátt, en þörfin er mikil fyrir krafta hennar þess utan, sem afrekskonu, baráttukonu frið- ar og mikilvægrar fyrirmyndar, ekki síst fyrir ungar konur í Afríku sem oft er ekki ætlað annað hlutskipti en sækja vatn og ala börn. Friðarhlaup á Fróni „Hvað, viltu ekki fá mig til landsins?“ segir hún stríðnislega þegar blaðamaður spyr hvaða erindi hún eigi til Íslands. En svo heldur hún áfram: „Ég á vini á Íslandi og greip þetta tækifæri að koma hingað og taka þátt í alþjóðlega friðarhlaupinu.“ Loroupe hljóp á föstudag síðasta spöl- inn með kyndilinn úr alþjóðlega frið- arhlaupinu ásamt fjármálaráðherra og hópi fólks, sem hefur borið kyndilinn hringinn um landið á undanförnum vik- um, meðal annars synt yfir Hvalfjörðinn. „Ég hef átt góð tengsl við hópinn sem stendur að friðarhlaupinu í gegnum tíð- ina, við erum eins og fjölskylda og það skilar manni lengra í lífinu að vinna sam- an. Það má vera að við komum úr ólíkri átt, en við boðum einingu og breiðum út hugsjón friðarins. Ég er þannig gerð, að ef ég finn að fólk hefur þörf fyrir krafta mína einhvers staðar, þá verð ég að leggja mitt af mörkum.“ Allt angi af sama meiði Loroupe hefur einnig staðið fyrir árlegu friðarhlaupi á sínum heimaslóðum í gegnum friðarstofnun, sem hún stofnaði í sínu nafni. „Tilgangurinn með því hlaupi er að leiða saman ættbálka, sem hafa átt í erjum og átökum, og skapa vettvang þar sem þeir koma saman í bróðerni. Það er tilvalið að nota hlaup, sem eru hlutlaus í eðli sínu og allir geta sameinast um, til að efla vitund almenn- ings, hvort sem það eru stjórnmálamenn, fjölmiðlar eða skólakrakkar. Það undir- strikar að við erum öll á sama báti.“ Stofnun Loroupe gerir fleira en að standa fyrir friðarhlaupi, sinnir meðal annars fræðslu og umhverfismálum, en rekin er friðarmiðstöð í því skyni í Kenía. „Við leggjum mikið upp úr því að hjálpa börnum, sem eru á hrakhólum vegna fátæktar og átaka,“ segir Loroupe. „Þetta er allt angi af sama meiði, skóg- arhögg og slæm umgengni við náttúruna veldur landeyðingu og vatnsskorti, sem aftur ýtir undir átök. Okkar framlag er ekki stórt, en það er skref í rétta átt og ég vil gera ungu fólki í Afríku kleift að skapa sér framtíð.“ Vopn í stað matar Loroupe segir erindi sitt við Íslendinga einnig vera að benda á, að við getum öll rétt bágstöddum hjálparhönd. „Núna er hungursneyð í Sómalíu og það þarf ekki mikið til að bjarga nokkrum manns- lífum. Það munar um allt. Og það fær mjög á mig að lesa um ástandið þar – fólk deyr á meðan aðrir búa við ofgnótt matar. Svo finnst mér óskiljanlegt að einhver skuli senda vopn til þessa heimshluta í stað þess að senda mat. Þurrkarnir eru hörmungar, sem við oll- um ekki, en við getum reynt að sporna við útbreiðslu vopna. Svona er órétt- lætið í heiminum. En það snertir mig, að á Íslandi, eins og út um allan heim, er til fólk sem sendir mat til framandi og ókunnugs lands, það sýnir gott hjarta- lag. Ef boðskapurinn breiðist út, þá þokumst við kannski fram á við. Við leysum ekki öll vandamál í einu, en náum vonandi jafnvægi.“ Loroupe segist búa í ferðatösku, en annars sé hennar heima með fjölskyld- unni í Kenía. Hún hefur ekki gefið sér tíma til barneigna, en fékk sex börn í sína Vil skapa ungu fólki framtíð Tegla Loroupe er margfaldur heimsmethafi í langhlaupi, barnlaus en annast þó um sex börn, eignaðist fyrstu hlaupaskóna 16 ára og átti 25 systkini þegar mest var. Nú ver hún tíma sínum í baráttu fyrir friði í heiminum og uppbygging- arstarfi í heimalandi sínu Kenía. Hún hljóp síð- asta spottann í friðarhlaupinu hér á landi. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Tegla Chepkite Loroupe fæddist 9. maí ár- ið 1973 í Kapsait í Kenía. Hún ólst upp með hvorki fleiri né færri en 24 systkinum, enda átti faðir hennar fjórar eiginkonur. Æskuárin vann hún á ekrunum, leit eftir nautgripum og annaðist yngri bræður og systur. Þegar hún var sjö ára hóf hún skólagöngu, sem krafðist þess að hún hlypi 10 kílómetra til og frá skólanum á hverjum morgni. Hún áttaði sig á hæfi- leikum sínum sem íþróttamanns þegar hún var fljótari í langhlaupi en krakkar sem voru mörgum árum eldri. Hún ákvað því að leggja hlaup fyrir sig, en til að byrja með hafði enginn trú á henni nema móðir hennar. Íþróttasamband Kenía taldi að hún væri of smávaxin og grönn til að ná árangri, en það breyttist eftir að hún sigraði berfætt í virtu lang- hlaupi í Kenía árið 1988. Hún hóf þjálfun fyrir þátttöku í alþjóðlegum mótum árið eftir og eignaðist sína fyrstu hlaupaskó. Árangurinn lét ekki á sér standa. Lo- roupe er heimsmethafi í 20, 25 og 30 kíló- metra hlaupum og átti heimsmetið í mara- þoni. Hún vann heimsmeistaratitil í hálfmaraþoni þrjú ár í röð og varð fyrst afrískra kvenna til að vinna New York-maraþonið, sem hún hefur unnið tvisvar. Þá hefur hún unnið mara- þon í London, Boston, Rotterdam, Hong Kong, Berlín, Róm og mörgum öðrum borgum. Það stendur ekki á svari þegar hún er spurð hvert hún sæki hæfileika sína. „Maður lærir af því að gera,“ svarar hún. „Og af auðmýkt. Ef maður er lítillátur, þá fær maður staðist erfiðleikana. Þá horfist maður í augu við vandamálin og tekst á við þau, en er ekki yfir þau hafinn. Ég á ekki til auðugra að telja, en ég lærði að berjast og afla mér lífsviðurværis með vinnu. Á því augnabliki sem ég áttaði mig á því að ég væri öðrum fyrirmynd, þá varð mér ljóst að því fylgdu ýmsar fórnir. Að augnablikið sem ég byrjaði að hlaupa, þá hljóp ég líka fyrir aðra. En upphaflega vildi ég bara vera á undan bræðrum mínum.“ Og þeir voru margir! Maður verður að sýna styrk

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.