SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Blaðsíða 38
38 24. júlí 2011 S nemma árs 1972 hlaut Indriði G. Þorsteinsson Silfurhestinn, verðlaun sem bókagagnrýnendur dagblaðanna í Reykjavík stóðu að. Viðurkenningu þessa fékk Indriði fyrir bókina Norðan við stríð, minningar hans frá æskuárum á Akureyri þegar hernám Breta setti sterkan svip á allt mannlíf í bænum. Rit- dómarar voru því sem næst á einu máli um að þessi bók Indriða væri sú besta sem komið hefði út á árinu 1971, en aðrar sem komust á blað voru meðal annars Rímblöð Hannesar Péturssonar, Orð skulu standa eftir Jón Helgason og Gunnar og Kjartan eftir Véstein Lúðvíksson. Margir íslenskir rithöfundar sóttu sér efnivið í styrjaldarárin, um- skiptin miklu þegar íslenskt þjóðfélag tók á einni nóttu risastökk frá hægfara bændasamfélaginu inn í kviku þeirrar miklu gerjunar sem hernáminu fylgdi. „Hernámið þeytti okkur upp í loftið og svo lentum við ósköp praktískt mitt í nýjum heimi,“ sagði Indriði í viðtali við Morgunblaðið í desember 1971 þar sem hann ræddi um hernámið og uppvaxtarár sín við Norðurgötuna í höfuðstað Norðurlands. 79 af stöðinni var fyrsta skáldsaga Indriða. Hún kom út árið 1950 enGæðingar Jóhann Hjálmarsson afhendir Indriða G. Þorsteinssyni gagnrýnendaverðlaunin Silfurhestinn Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Myndasafnið Janúar 1972 Lentum aftur í nýjum heimi E ngin kvikmynd hefur rakað inn fleiri dollurum frumsýningarhelg- ina vestra en síðasta kvikmyndin um Harry Potter – í bili að minnsta kosti – en á þremur dögum komu tæpar 169 milljónir dollara í kassann í Bandaríkjunum og Kanada. Aðsóknin hefur einnig verið gríðarleg á Harry Potter og dauðadjásnin víðar á jarð- arkringlunni og fyrstu tölur bentu til að hún yrði um helmingi meiri en á fyrri hluta myndarinnar, sem frumsýndur var í fyrra. Þetta þarf svo sem ekkert að koma á óvart, því almennt hafa kvik- myndirnar lukkast vel og bækurnar seldust í bílförmum. Er þess skemmst að minnast að fyrir fjórum árum seldist sjöunda og síðasta bókin um krakkana í Hogwartsskóla í 8,3 milljónum eintaka, ef marka má Heimsmetabók Guinness. Fleira er í vændum úr töfraheimi Potters, því nýverið tilkynnti höf- undurinn J.K. Rowling, að Pottermore yrði hleypt af stokkunum í október, en það er kynnt sem „einstök lestrarupplifun á Netinu“. Í myndbandi á Youtube, sem kann að hafa vakið fleiri spurningar en það svaraði, sagði Rowling að þar gætu aðdáendur Potters á öllum aldri endurupplifað sögurnar um Harry Potter. „Þetta er sama sagan með nokkrum mikilvægum viðbótum,“ sagði hún. „Sú mikilvægasta ert þú.“ Ráða má af myndbandinu að eingöngu á Pottermore verða rafrænu bækurnar um Potter seldar, en nýverið var afhjúpað samstarf Rowling og Google þar um. Á vefsíðunni Pottermore.com kemur fram að vef- urinn verði „spennandi upplifun á Netinu, byggð í kringum lesturinn á bókunum um Harry Potter“. Jafnframt stendur þar: „Komdu aftur 31. júlí til að komast að því hvernig þú getur fengið tækifæri til að komast snemma inn á Pottermore.“ Í myndbandinu á Youtube segir Rowling um það: „Pottermore verð- ur opið öllum frá október, en fáeinir heppnir komast snemma inn og hjálpa til við að móta þessa upplifun. Eltu bara ugluna.“ Í þessu tilfelli eru „fáeinir“ fyrstu milljón aðdáendurnir sem ljúka þraut á vefnum 31. júlí, en það er afmælisdagur Harrys Potters. Daginn eftir munu þessir „fáeinu“ fá tækifæri til að velja sér nafn, ganga í Hogwartsskóla og upplifa fyrstu söguna um viskusteininn. Önnur bókin um leyniklefann verður sett á vefinn snemma árs 2012. „Um leið og þú ferðast á milli kafla, þá get- urðu lesið texta, sem Rowling skrifar sérstaklega fyrir vefinn,“ stendur í tilkynningunni. Annars situr Rowling ekki auðum höndum. „Ég mun gefa aftur út,“ sagði hún í viðtali á BBC. „Ég hef skrifað af kappi síðan ég lauk við dauðadjásnin, svo ég á mikið af efni og ég þarf væntanlega að taka ákvörðun um hvað kemur út fyrst. Á vissan hátt var þetta upphaf fyrir mig, ekkert síð- ur en endalok.“ Á meðal þess sem hún hefur nefnt í fyrri viðtölum er pólitískt ævintýri fyrir aðeins yngri börn og einnig alfræðiorðabók um Potter-heiminn, ef til vill er þó Potter- more ígildi hennar. Þá hefur hún nefnt að hún stefni á að skrifa fyrir fullorðna. Eins og bækurnar um Harry Potter séu það ekki! Lokamyndin um Harry Potter er á hvíta tjaldinu þessa dagana, en höf- undurinn hefur ekki sagt sitt síðasta orð og leikararnir hafa ýmislegt fyrir stafni. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Tom Felton, Emma Watson, Daniel Radcliffe, Rupert Grint og hinn mannalegi Matthew Lewis, sem leikur Neville í myndunum. Endalokin marka upphafið Skaparinn J.K. Rowling. Radcliff og Ralph Fiennes í hlutverkum erkifjendanna Potters og Voldemorts. Frægð og furður Emma Charlotte Duerre Watson, sem leikur Her- mione Granger, fæddist í París árið 15. apríl árið 1990. Tökum er lokið á tveimur næstu kvikmynd- um hennar. Vika með Mari- lyn eða „My Week With Marilyn“ fjallar um stirð samskipti Marilyn Monroe og Sir Laurence Olivier við tökur á myndinni „The Prince and the Show Girl“. Wat- son er í aukahlutverki og á meðal mótleikara er Ken- neth Branagh, sem lék prófessor Gilderoy Lockhart í Leyniklefanum. Þá er Watson í einu aðalhlutverka í „The Perks of Being a Wallflower“, sem fjallar meðal annars um kynlíf, eiturlyf og flókin ástarsambönd. Emma Watson Daniel Jacob Radcliffe, sem leikur Harry Potter, er fæddur í Fulham, Lund- únum, 23. júlí árið 1989. Það vakti athygli er hann kom nakinn fram í leikrit- inu Equus á West End árið 2007, þá sautján ára gamall, og aftur á Broad- way árið 2009. Tökur hafa þegar farið fram á næstu kvikmynd sem rat- ar á hvíta tjaldið með honum í aðalhlutverki, en hún nefnist Konan í svörtu eða „The Woman in Black“. Á meðal mótleikara er Ciarán Hinds, sem fer með hlut- verk Aberforth Dumbledore í lokamyndinni um Potter. Daniel Radcliffe

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.