SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Síða 34
34 24. júlí 2011
K
ínverjar standa oft á
hverju ári fyrir
keppni, þar sem synt
er yfir stórar,
straumþungar ár. Feðginin Ketill
Helgason og Kristín dóttir hans,
sem bæði eru búsett í Kína, fengu
á dögunum boð um að taka þátt í
slíkri áskorun; Syndum yfir ána,
í borginni Xunhau í Qinghai-
héraði. Kristín náði takmarkinu,
en Ketill ku þegar byrjaður að búa
sig undir að komast alla leið að
ári …
„Sundkennarinn hans pabba,
stelpa sem er mjög virk í þrí-
þrautarheiminum hér í Kína, var
beðin um að fá einhverja útlend-
inga til að taka þátt í keppninni,“
segir Kristín, spurð að því hvern-
ig til kom að feðginin voru með.
Ketill var reyndar að taka þátt í
annað skipti, en þetta var frum-
raun Kristínar.
Synti 500 m metra
Átta útlendingum frá fimm lönd-
um var boðið að taka þátt. Kristín
er búsett í Shenzhen, sem er í Gu-
angdong-héraði við landamæri
Hong Kong en Ketill býr í Dalian í
norðurhluta landsins. Borgin
Xunhua er hins vegar í norðvest-
urhlutanum við landamæri Tíbet
og Xinjiang. Um langan veg var
að fara – loftlínan frá heimili
beggja er um það bil 2.000 km til
Xunhau – en allur kostnaður;
flug, gisting, fæði og skráning-
argjöld – var greiddur af yfirvöld-
um og íþróttasamtökum héraðs-
ins.
„Áskorunin fólst í því að synda
yfir Gulá, sem er önnur lengsta á
Kína og sjötta lengsta á í heimi,“
segir Kristín við Sunnudags-
moggann. Keppendur syntu þó
„bara“ þvert yfir ána eins og
venjan er, en á móti straumnum,
alls 500 metra, á 3,35 mínútum.
„Það er mjög vinsælt hjá Kín-
verjum að synda yfir ár og keppt
er í því víða um land á hverju ári.
Það þykir bera vott um hreysti,
rétt eins og sjósund á Íslandi, og
Maó formaður er sagður hafa
stundað sund í ám. Í keppninni
tók þátt fólk víðs vegar úr land-
inu, þar á meðal atvinnusund-
menn en þeir hafa til mikils að
vinna því góð peningaverðlaun
eru fyrir efstu sætin í hverjum
aldurshópi. Þeir sem synda yfir
Yang Tze til að mynda og vinna
hljóta 8.000 bandaríkjadali [and-
virði tæplega einnar milljónar
króna] en inntökuskilyrðin eru
að geta synt 400 metra á innan
við sex mínútum, í 50 metra
laug.“
Í Gulá voru inntökuskilyrðin
þau að efstu 12 úr hverjum ald-
urshópi á laugardeginum fengu
þátttökurétt í keppnina á sunnu-
deginum.
„Þetta var fyrsta skiptið mitt til
að synda yfir ána en áður en ég
fór hafði pabbi lýst aðstæðum ít-
arlega fyrir mér, en ég taldi lýs-
ingar hans stórlega ýktar. Eftir að
hafa synt nokkur sumur í sjónum
við Hesteyri og buslað í jökulánni
á sundbol taldi ég að þetta yrði
ekkert mál. Ég hafði því ekki einu
Á sundi yfir Gulá, í átt að rauða dreglinum sem sjá má í fjarska.
Brosti breiðar
en sú sem kom
fyrst í mark
Kristín Ketilsdóttir tók þátt í skemmti-
legri áskorun í Kína þegar hún synti
500 metra yfir hina stramþungu Gulá.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is