SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Blaðsíða 15
24. júlí 2011 15
A
uður Axelsdóttir er iðjuþjálfi
og forstöðumaður hjá Geð-
heilsu eftirfylgd og Hugar-
afli.
Hugmyndafræðin sem liggur að baki
starfinu felst í valdeflingu og batamód-
elinu sem er gjörólíkt læknisfræðilegri
nálgun. „Læknisfræðilega módelið gerir
ráð fyrir að sjúklingurinn sé veikur og
svo muni verða áfram sem leiðir af sér
að hann muni alltaf þurfa að taka lyf
og sé háður þjónustu um ókomna tíð.
Alvarlegast er þó að lítið ráð er gert
fyrir bata. Okkar sýn er sú að geðrænir
erfiðleikar séu gjarnan tímabundnir og
tilkomnir vegna áfalla á borð við missi
eða vöntun á stuðningi. Í batamódelinu
er ekki gengið út frá genabreytingu í
heila heldur tilfinningum, alvarleg áföll
geta haft þær afleiðingar að mann-
eskjur komast í þrot með líf sitt eða
fara í geðrof eins og það er kallað. Bat-
inn er ferli þar sem fólk lærir á tilfinn-
ingar sínar og aðstæður. Náin sam-
skipti við fjölskyldu og vini eru
mikilvæg til að ná tökum á ástandinu.“
Batamódelið segir Auður ekki byggj-
ast á sjúkdómsvæðingu. Sorg og van-
líðan segir hún ekki vera sjúkdóma og
kerfi sem gangi út frá því sé í raun
hættulegt þegar vonin er tekin frá
fólki. „Bráðaþjónustan hér á landi er
góð en hún vinnur þó ekki á því sem
bjátar á í daglegu lífi sem fólk glímir
svo við þegar það kemur heim. Heil-
brigðiskerfið vinnur í kring um veik-
leika í eðli sínu og í meðferð á ein-
kennum.“
Meðferðin úti í samfélaginu
„Oft er það þannig í tengslum við geð-
heilsuna að vinnan sem fólk stendur
frammi fyrir þarf að fara fram í dag-
legu umhverfi. Að mínu mati væri nær
að vinna meira með fjölskyldunni í
ferlinu öllu líkt og hefur verið gert
með góðum árangri í Finnlandi í opn-
um samræðum. Þar hefur teymi fag-
fólks samskipti við einstaklinginn sem
á við vandamál að stríða ásamt hans
nánasta tengslaneti. Þetta er gert utan
stofnana þar sem málin eru rædd op-
inskátt þ.e.a.s. allir taka þátt og
ákvarðanir eru teknar í sameiningu.
Okkar starf er oft svipað þar sem
fjölskyldur leita til okkar. Þá reynum
við að skilgreina hlutverk og hvað hver
og einn á að gera. Mikilvægt er að átta
sig á því að athyglin beinist ekki ein-
göngu að þeim sem er veikur. For-
eldrar, systkini og vinir þurfa að taka
þátt í vinnunni og reyna að átta sig á
hvað hægt er að gera til að leggja sitt af
mörkum. Ég hef séð mikinn árangur af
því að vinna á þennan hátt og í mínum
huga er þetta leiðin fram á við.“
Ekki nægur áhugi á meðal lækna
Árangurinn af slíkri vinnu segir Auður
að hafi vakið eftirtekt innan geirans.
„Þegar fólk sér hvaða árangri er mögu-
legt að ná með þessum aðferðum
vaknar áhugi en því miður er of stór
hópur lækna sem leggur of mikla
áherslu á lyfjameðferð, þ.e. þeir ávísa
of miklu af lyfjum og of lengi. Ég er
ekki alfarið á móti lyfjum, en ég verð
alltaf hugsi þegar ég hitti ungt fólk
sem tekur margar tegundir af lyfjum
en er jafnframt að berjast áfram í námi
og er að stofna fjölskyldu. Það getur
ekki farið saman og verður að endur-
skoða.
Lyfjagjöf miðast gjarnan við að um-
hverfinu líði betur. Of oft vantar að
læknarnir vinni út frá því hvernig
hægt sé að virkja manneskjuna í dag-
legu lífi þar sem fjölskyldutengsl og
hlutverk eru lykilatriðin. Einstaklingur
sem er t.d. að berjast í gegn um há-
skólanám er ekki líklegur til að ná ár-
angri ef stíf lyfjameðferð er eina úr-
ræðið.“
Menningin vandamálið
„Ég hefði viljað sjá fleira fagfólk þegar
Daniel Fisher sem er geðlæknir, vís-
indamaður og höfundur batamódelsins
kom hingað til lands um daginn og
hélt opinn fyrirlestur. Ég tel að bata-
kúltúrinn og valdeflingin eigi heima í
öllu okkar kerfi og að brýnt sé að við
tileinkum okkur þessa nálgum. Mín
tilfinning er þó sú að einna erfiðast sé
að innleiða slíka hugmyndafræði innan
stofnana. Breytingin sem þarf að eiga
sér stað er svo mikil. Lykilatriði er að
endurmennta fagfólk og nýta þekkingu
fólks með geðraskanir svo finna megi
út hvað er að virka í nálguninni og
hvað ekki. Í okkar starfi er ákaflega
mikilvægt að vinna með fólki sem
jafningjum. Á stofnunum eru valda-
hlutföll svo augljós og fastmótuð sem
einstaklingurinn líður alltaf fyrir.
Geðheilsa eftirfylgd starfar innan
heilsugæslunnar. Fólk þarf ekki að vera
með sjúkdómsgreiningu til að leita til
okkar og við lítum á það sem gott mál
ef fólk kemur áður en allt er komið í
óefni. Við störfum því í forvörnum og
endurhæfingu ásamt eftirfylgdinni.
Þetta er samfélagsgeðþjónusta sem er í
takt við það sem er að gerast á al-
þjóðavísu og hefur reynst spara fjár-
magn, tíma, sársauka, auk þess að flýta
bataferlinu.“
Grasrótin veitir kerfinu gott aðhald
Á síðastliðnum tíu árum hefur færst
mikill vöxtur í grasrótarstarf í málum
tengdum geðheilsu. „Notendur eru
mjög mikilvægir og geta nýtt þekkingu
sína og reynslu til að skapa mjög
nauðsynlegt aðhald. Þannig hefur mik-
ið unnist án þess að farið hafi verið út í
beina gagnrýni á kerfið. Þá er hættan á
að fólk fari niður í skotgrafir. Okkar
starf er líka gott dæmi um hvernig
grasrótin getur þróað þjónustuna.
Starfið hefur svo skilað sér í því að
okkar rödd fær að heyrast við stefnu-
mótun þó svo að það mætti alltaf vera
meira.“
Staðan núna
„Við finnum vel fyrir kreppunni og
höfum gert frá upphafi hennar. Fólk
leitaði í auknum mæli til okkar þar og í
raun frekar en til venjulegra heilsu-
gæslustöðva. Fólk virðist vera að leita
aðstoðar fyrr sem er náttúrulega já-
kvæð þróun og sýnir gildi þjónust-
unnar. Ungt fólk leitar mikið til okkar
sem er alltof oft að hætta og byrja upp
á nýtt í framhaldsskólum áður en grip-
ið er inní og réttur stuðningur veittur.
Við finnum það vel þegar við erum að
fara í grunn- og framhaldsskóla með
geðfræðslu Hugarafls að það er mikil
þörf fyrir fræðslu á þessum nótum.
Fjölskyldur leita einnig í auknum
mæli til okkar og farsælast er þegar
hægt er að vinna er að batanum með
tengslanetinu öllu. Þeir erfiðleikar sem
fólk á við eiga ekki allir heima inni á
bráðamóttöku og þess vegna er nauð-
synlegt að þróa svona þjónustu og laga
hana að fólki sem leitar hennar frekar
en að stofnunum.
Þjónustan verður að vera miðuð að
notendunum sem setja sig í allt aðrar
stellingar ef væntingar eru til staðar
um bata og lausnir. Hlutverk notand-
ans verður virkara og líklegra til ár-
angurs. Þegar fólk gengur í gegnum
áföll og erfiðleika er jafnframt nauð-
synlegt að flýta meðferðinni ekki of
mikið þar sem afdrifarík mistök geta
átt sér stað.“
Erfitt að breyta áherslum
Auður segir að frá stofnun Geðheilsu
eftirfylgdar og Hugarafls hafi starfsem-
in eflst ár frá ári og eftirspurn hafi
aukist. „Ég vona að ráðuneytið sjái
þörfina fyrir að auknum fjárveitingum
til að hægt sé að mæta þörfinni. Frá
árinu 2005 hefur starfsemin ekki náð
að eflast nægjanlega þrátt fyrir að hafa
lengi verið undirmönnuð en um 300
manns nýta sér þjónustuna á ári.“
Auður telur að í grunninn snúist þetta
um hugmyndafræði og segir að leggja
þurfi meiri orku og fjármuni í bata-
módelið. Ef hún fæst viðurkennd megi
nýta hana til jákvæðra breytinga innan
kerfisins og hægt sé spara stórar fjár-
hæðir í eftirfylgd og endurhæfingu.
Breytingar Auður segir viðhorf til geðsjúkra og möguleikum þeirra á bata þurfi að breytast.
Morgunblaðið/Golli
Markmiðið á að vera bati
’
Þjónustan verður að
vera miðuð að not-
endunum sem setja
sig í allt aðrar stellingar ef
væntingar eru til staðar um
bata og lausnir.
Isaac Newton
Stærðfræðingur sem gerði
margar af merkustu uppgötv-
unum 18. aldar er talinn hafa
glímt við geðhvarfasýki sem
var óþekkt á þeim tíma.
Ludwig van Beethoven
Tónskáldið fræga glímdi við
geðhvarfasýki sem sumir telja
að hafi haft mikil áhrif á tón-
smíðar hans. Mörg af hans
þekktustu verkum voru samin
þegar hann átti í miklum erf-
iðleikum.
Abraham Lincoln
Sextándi forseti Bandaríkjanna
glímdi við mjög alvarlegt þung-
lyndi sem hann tókst á við af
miklum styrk.
Vincent Van Gogh
Málarinn frægi var álitinn und-
arlegur af samtímamönnum
sínum og vakti athygli fyrir
sveiflur í geði. Hann sveiflaðist
á milli þess að vera mjög
þunglyndur og orkumikill og
ástríðufullur.
Virginia Woolf
Breska skáldkonan glímdi við
einkenni geðhvarfasýki allt sitt
líf. Með skrifum sínum náði
hún tökum á aðstæðum sín-
um. Hún naut jafnframt góðs
stuðnings fjölskyldu sinnar og
þurfti því aldrei að leggjast inn
á stofnun.
Winston Churchill
Forsætisráðherra Breta í seinni
heimsstyrjöldinni fjallaði um
þunglyndi sitt í sjálfsævisögu-
legum skrifum sínum. Oft tókst
hann á við vandann með
drykkju. Með miklum viljastyrk
náði Churchill þó að hafa mikil
áhrif á mannkynssöguna.
John Nash
Nóbelsverðlaunahafinn í
stærðfræði hefur hefur þurft
að lifa með geðklofa. Kvik-
myndin A Beutiful Mind fjallar
um líf hans.
Fleiri þekktir einstaklingar
sem eru taldir hafa glímt
við geðraskanir:
Leó Tolstoj - rithöfundur
Charles Dickens - rithöfundur
John Keats - rithöfundur
Michelangelo - listamaður
Irving Berlin - tónskáld
Janet Jackson - söngkona
Buzz Aldrin - geimfari
Marlon Brando - leikari
Ernest Hemingway - rithöfundur
Byggt á mentalhealthministries.net
Margir þekktir
einstaklingar
hafa glímt við
geðraskanir