SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Blaðsíða 29
24. júlí 2011 29
umsjá þegar systir hennar lést. Og hún
segir fjölskylduna nána, eins og almennt
eigi við í Kenía. „Við systkinin erum
kannski ekki úr sama efni, en foreldrar
okkar eru það, og ræturnar eru því þær
sömu. Við eigum málshátt sem segir, að
fjölskylda sem á í illdeilum, sé ekki fjöl-
skylda. Jafnvel þó að það geti orðið
ósætti, þá leysum við það í lok dags.“
Og það er minna ólíkt með Kenía og
vestrænum samfélögum en virðist við
fyrstu sýn. „Munurinn felst fyrst og
fremst í tækni og aðbúnaði, en mann-
lífið er ekkert frábrugðið – tilfinning-
arnar eru þær sömu. Nema það er
minna stress í Kenía og fólk er nægju-
samara. Það kvartar ekki eins mikið og
Vesturlandabúar.“
Það er því margt sem Vesturlandabú-
ar geta lært af Keníabúum, þar á meðal
Íslendingar. „Þegar þið glímduð við
örðugleika vegna eldgossins í fyrra, þá
man ég að margir í Kenía báðu fyrir Ís-
landi og það snertir hjarta mitt. Kannski
hefur það bjargað mannslífi. Þeir hafa
aldrei komið til Íslands, en taugin er
þarna sem tengir okkur.“
– Að lokum, hvaða hlaup eru fram-
undan?
„Ég hleyp í Kenía í september og æfi
fyrir það. Svo er ég að velta New York
fyrir mér, en það verður líklega í góð-
gerðarskyni.“
Loroupe tók þátt í alþjóðlega
friðarhlaupinu við hringleika-
húsið í Róm í mars 2008.
Ljósmynd/Tegla Loroupe Peace Fo
Obama sagðist líta á Loroupe sem fyrirmynd er þau hittust í Berlín. Friðarhlaupið sameinar stríðandi fylkingar í Kenía.
„Já,“ svarar hún og hlær. „Svo las ég
mér líka til um vestrænar konur og
fannst ég ætti að geta blandað mér í hóp
þeirra. Úr því Ingrid Kristiansen gat
hlaupið á nýju heimsmeti, ætti ég að
geta það líka. Og það tókst!“
En hvaða ráð gefur hún öðrum hlaup-
urum? „Þegar fólk hleypur í fyrsta skipti,
þá verður það að slaka á og undirbúa
sig. En ef það vill ná árangri í keppni, þá
verður það að gæta að mat og drykk og
setja sér markmið. Það er mikilvægt að
borða vel kvöldið áður, því um morg-
uninn er maður taugaóstyrkur og borðar
lítið. Mikilvægast er að drekka mikið,
þess vegna orkudrykki, því maður tapar
miklum vökva á hlaupunum. Og svo er
nauðsynlegt að njóta augnabliksins og
vera viðbúin góðum eða slæmum ár-
angri, því þetta er keppni og ómögulegt
að segja hvernig fer. En það er um að
gera að berjast, ná sínu markmiði og
missa ekki vonina á miðri leið. Ekki
gleyma því, að ef maður kennir sárs-
auka, þá á það líka við um hina. Maður
verður að sýna styrk.“