SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Page 19
24. júlí 2011 19
Í tökuliðinu á Arnarholti eru um 20 manns og leikarahópurinn um 60 manns. Misjafnt
er þó hversu margir vinna á settinu á degi hverjum. Alls eru að 100 manns sem koma
að verkefninu. Tökur hafa staðið yfir í júní og júlí og þættirnir verða frumsýndir í októ-
ber. Verkefnið er framleitt af Sagafilm fyrir Stöð 2 og þættirnir hafa þegar verið seldir
til sjónvarpsstöðva á Norðurlöndunum og Bretlandi. Þetta er langstærsta sjónvarps-
verkefni sem Ragnar hefur komið nálægt og kostnaðurinn sömuleiðis mestur. Í fram-
haldi af velgengni Vakta-seríanna segir hann að hafi gengið greiðlega að fjármagna
verkefnið.
Handritið vann Ragnar í samvinnu við Jóhann Ævar Grímsson, Jörund Ragnarsson
og Pétur Jóhann Sigfússon og með aðalhlutverkin fara Pétur Jóhann og Jörundur
ásamt Halldóri Gylfasyni. Tónlistin verður í höndum Barða Jóhannssonar en hann fór
um daginn til Prag þar sem upptökur fóru fram. Valdís Óskarsdóttir sér um klippingu.
Þættirnir verða níu talsins og Ragnar segir að ekki hafi verið ákveðið gera framhald á
þeim en bætir þó við að aldrei eigi að segja aldrei.
Gríðarstórt verkefni
Mikill fjöldi fólks kemur að gerð þáttanna og um 60 leikarar eru í leikhópnum.
að ná fram öllum hliðum á efninu. Þessi
vinna hófst fyrir ári síðan og handritið
varð ekki að fullu tilbúið fyrr en seint í
vor.“
Ragnar segir ábyrgðina sem fylgir verk-
efninu vera mikla og sú tilfinning hafi
skilað sér í rannsóknarvinnuna. „Ábyrgð
listamanna er alltaf mikil og sérstaklega
þegar verið er að fjalla um hluti sem snerta
raunverulegt fólk. Sú ábyrgð er ekki síst
til staðar þegar verið er að skapa kómískt
efni, þó alvaran hafi samt sem áður meiri
vigt í þessu tilfelli. Nauðsynlegt er að hafa
hugfast að það er í lagi að hlæja með fólki
en ekki að því. Engu að síður höfum við
ekki stundað markvissa ritskoðun og ætl-
unin er ekki sú að fegra eitt eða neitt. Fólk
með geðraskanir er misjafnt eins og annað
fólk. Fólkið sjálft er frekar til umfjöllunar
en kvillarnir sem slíkir.
Í ferlinu tókum við saman mikið magn
af upplýsingum og gerðum úr þeim sarp
sem allir sem komu að gerð þáttanna gátu
leitað í. Þetta er rit upp á rúmar 200 blað-
síður og inniheldur staðreyndir og sögur
af ýmsu tagi sem tengjast geðsjúkdóm-
um.“
Hvar er línan
Þegar Ragnar kynnti sér geðheilsuna fór
hann í gegn um greiningarkerfi sem notuð
eru til að greina og takast á við geð-
sjúkdóma. „Mín niðurstaða var sú að það
sé eitthvað í hverjum einasta geðsjúkdómi
sem ég get tengt við og ég geri ráð fyrir að
við getum það öll. Það sem gerir þetta svo
erfitt að fást við er að greiningarnar eru
þegar öllu er á botninn hvolft byggðar á
huglægu mati á huglægu ástandi. Þá spyr
maður hvað er eðlilegt, hversu langt þarf
maður að fara til að vera kominn yfir
leyfileg mörk?
Þetta er náttúrulega eitthvert kerfi sem
hefur orðið til og þau snúast öll um völd
og peninga. Ef geðsjúkdómum fjölgar
þurfum við fleiri lyf, fleiri stofnanir og
fleira fólk til að takast á við þá. Þá er þetta
bara orðið kerfi sem viðheldur sjálfu sér.
Einstaklingarnir fást svo við afleiðing-
arnar og eru gjörsamlega berskjaldaðir
gagnvart þeim.“
Dramatískir atburðir
„Sagan gerist um verslunarmannahelgina
árið 1992 þegar vistmönnum hælisins
Heimsenda ofbýður gjáin sem er á milli
þeirra og starfsmanna. Þeir taka því völd-
in og fara að setja sínar eigin reglur sem
eru í grunninn mjög manneskjulegar og
fallegar. Af þessu verða ófyrirséðar afleið-
ingar eins og gerist þegar völd skipta um
hendur. Þarna verður því bylting og í því
samhengi erum við að vinna með þau
fjögur stig sem flestar byltingar ganga í
gegn um. Í íslensku samfélagi hefur verið
hálfgert byltingarástand á undanförnum
árum og því er það gott og viðeigandi um-
fjöllunarefni. Geðdeildin verður því líka
einskonar smámynd af samfélaginu og at-
burðirnir eru þess eðlis að þetta er svolítið
epískt.“
Hugmyndin um að sameina grínið og
dramatíkina heillar Ragnar. „Við vorum
komin svolítið á þessa línu með Vakta-
seríunum sem þyngdust eftir því sem á
leið. Mér finnst grín best þegar því fylgir
einhver alvara og við gerum ekki út á að
skrifa ódýra brandara.“
Dramatísk atburðarás fer af stað þegar vistmennirnir taka völdin á Heimsenda.
Ragnar Bragason leikstjóri
setti sig vel inn í heim geð-
sjúkra í tengslum við gerð
þáttanna.
Morgunblaðið/Ernir