SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Síða 13

SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Síða 13
24. júlí 2011 13 H Haukur Magnússon fór með móður sinni í nokkur skipti fyrir margt löngu til Æv- ars Jóhannessonar að ná í lúp- ínuseyði. „Ég hef því lengi vitað að seyðið gerir fólki gott. Síðustu ár hef ég verið í ýmiss konar at- hafnasemi, með Ávaxtabílinn og nú Barnavagninn, og fékk allt í einu þessa hugmynd. Ég las ævi- minningar Ævars fyrir tveimur árum, þar gerir hann grein fyrir því hver formúlan er og mér fannst ég lesa á milli línanna að hann vildi að einhver tæki við keflinu og héldi áfram með verk- efnið,“ segir Haukur við Sunnu- dagsmoggann. Upplýsingar að handan Ævar og fjölskylda hans fram- leiddu árum saman lúpínuseyði og fjöldi manna neytti þess, krabbameinssjúklingar og fólk sem glímdi við ýmsa aðra sjúk- dóma. „Eftir að ég las bókina heim- sótti ég Ævar og þálifandi konu hans, Kristbjörgu, og þau tóku mér mjög vel. Ævar sagði mér hvar hægt væri að tína jurtir sem þarf í seyðið og í hvaða hlut- föllum ætti að blanda þeim sam- an.“ Þótt seyðið sé kennt við lúpínu eru í því fimm jurtir; auk lúp- ínurótarinnar eru það ætihvönn, geithvönn, njóli og litunarmosi. Haukur segir Ævar ekki hafa farið leynt með það að hug- myndin að lúpínuseyðinu kæmi að handan. Bæði fékk Ævar upplýsingar um lækningamátt lúpínu og annarra jurta frá framliðnum indíána og frá Eggerti Briem lækni, sem sjálfur lést úr krabba- meini. Indíáninn, Svarti Haukur (Black Hawk), bjó á slóðum Vestur-Íslendinga og benti fyrst og fremst á alaskalúpínuna, sem vex bæði hérlendis og í Vest- urheimi en einnig fleiri jurtir sem hefðu lækningarmátt. Síðar kom Eggert til Ævars í gegnum miðil og benti á jurtir til lækn- inga, m.a. þær sömu og Svarti Haukur hafði nefnt. Haukur Magnússon er sjálfur dökkur á húð og hár. Hann segist annað veifið fara á miðilsfund, var tjáð þar að á þeim sam- komum stæði stundum fyrir aft- an hann indíáni, dökkur yfirlit- um. „Mér fannst þess vegna einhvern veginn eins og mér væri ætlað að fara út í þetta,“ segir hann. Fyrirtækið sem framleiðir lúpínuseyðið kallar hann vitaskuld Svarta Hauk. Íslenski Haukurinn segist passa sig vel á því að fullyrða ekki neitt um áhrif lúpínuseyð- isins en hann hafi óneitanlega hrifist mjög af reynslusögum fólks í æviminningum Ævars Jó- hannessonar. „Fólk fékk mikla hjálp varð- andi krabbamein og ýmsa aðra kvilla og mér finnst skipta máli að þetta eru ekki sögur skrifaðar af auglýsingstofum heldur sagð- ar af raunverulegu fólki; Ævar þurfti ekki að fá fólk til að segja frá í því skyni að selja seyðið því hann gaf það alltaf!“ Styrkir ónæmiskerfið Haukur segist einfaldlega hvetja fólk til þess að lesa reynslusögur úr bókinni, sem eru birtar á heimasíðunni lupinuseydi.is og kynna sér þannig hvað þarna sé um að ræða. „Það er ekki vís- indalega sannað að lúpínuseyðið hafi þessa virkni en þó hefur verið sannað að það styrkir ónæmiskerfið, sem vegur ansi þungt í heilsu manna.“ Lúpínuseyðið framleiðir Haukur á Flúðum, í matarsmiðju sem þar er rekin. „Matís hefur komið upp slíkum smiðjum víða um land og auðveldar þar frum- kvöðlum að taka fyrstu skrefin. Atvinnuþróunarsjóður á Suður- landi á líka hlut í fyrirtækinu og þess vegna erum við á Flúðum.“ Haukur er einnig með starf- semi í Garðinum, þar sem hann framleiðir barnamat undir merki Barnavagnsins. Þar fékk hann atvinnuþróunarsjóð einnig í samstarf og varan kom á markað í vor. „Hvort tveggja eru þetta nýsköpunarfyrirtæki með bæki- stöð úti á landi; annað býr til ferskan barnamat úr ávöxtum og grænmeti og er í samkeppni við innfluttan, niðursoðinn barna- mat og hitt reynir að nýta til góðs jurtir sem oft virðast vera fyrir fólki. Njóli, lúpína og hvönn eru hálfgerð styggð- aryrði.“ Hollusta mikilvæg Hollustan hefur lengi verið Hauki ofarlega í huga. „Ég hef lengi hugsað um hvað ég set of- an í mig og reynt að vera öfl- ugur í ræktinni.“ Hugmyndin að Ávaxtabíln- um kviknaði í spjalli við Óskar bróður Hauks sem þá var for- stjóri Og Vodafone. „Þar gátu starfsmenn gengið í ávexti sem mér fannst til fyrirmyndar og datt í hug að sniðugt væri að sá siður yrði tekinn upp í öðrum fyrirtækjum. Úr því varð við- skiptahugmyndin til. Fyrst í stað var þetta einfalt; við ump- ökkuðum ávöxtum úr stórum einingum frá birgjum í minni pakkningar en fljótlega vorum við beðin um að hantera vör- una frekar, skera niður og út- búa bæði ávaxta- og grænmetisbakka og á endanum vorum við farin að selja þá í verslunum. Loks fórum við út í veisluþjónustu sem byggist á ávaxta- og grænmetisbökk- unum.“ Haukur hefur tröllatrú á rekstri eins og sínum þar sem hollusta er í hávegum höfð. „Svona fyrirtæki eiga að ganga vel. Áfram Ísland!“ Svarti Haukur og hollustan Hollusta hefur lengi verið Hauki Magn- ússyni á Ávaxtabílnum hugleikin. Nú er hann farinn að framleiða lúpínuseyði sem Ævar Jóhannesson og fjölskylda gerðu og gáfu fólki um langt árabil. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Haukur með flösku af lúpínuseyðinu sem hann gerir eftir uppskrift Ævars Jóhannessonar. Fyrir nokkrum misserum setti Haukur ýmsa hollusturétti á markað, í kjölfar umræðna á meðal verslunarmanna um þörf á því. „Mig langaði að prófa að bjóða upp á góðan skyndibita; t.d. að fólk gæti fengið sér rækjusamloku án þess að í henni væri majónes og að til væru ósykraðir mjólkurdrykkir,“ segir Haukur. Hann hætti fyrir skömmu með þessa vöru því viðtökurnar voru ekki nógu góðar. „Þótt fólki hafi fundist þetta jákvætt héldu flestir áfram að kaupa sinn majónesbita.“ Haukur segir líka hreinskiln- islega að salan á barnamatn- um frá Barnavagnginum sé ekki eins góð og hann vonaði. „Kannski finnur fólk ekki vör- una því hún er fersk og í kæli en ekki í hillum hjá öðrum barnamat.“ Gott umtal er ekki nóg, seg- ir Haukur Magnússon. „Ég er með tvö ný fyrirtæki, störfin eru ekki orðin mörg ennþá en reksturinn getur vaxið og dafnað. Ef fólk er ánægt þarf það að greiða atkvæði með því að velja góða, íslenska vöru umfram aðra. Það er ekki nóg að halda góða ræðu á tyllidög- um.“ Haukur hefur rekið holl- ustusjoppur í um það bil eitt ár, bæði í íþróttahúsum og fyrirtækjum, en hann segir við- tökurnar valda sér von- brigðum. „Þetta er mjög vin- sælt í Ásgarði, íþróttamiðstöðinni í mínum heimabæ, Garðabæ, en annars staðar hefur ekki gengið vel. Það er mikið talað um að auka þurfi aðgang að hollustu, sér- staklega fyrir unglinga, en svo þegar það er gert eru við- brögðin ekki mikil.“ „Það er ekki nóg að halda fallega ræðu“ Nýtt hefti Þjóðmál – tímarit um stjórnmál og menningu – hefur nú komið út í sjö ár undir ritstjórn Jakobs F. Ásgeirssonar. Þjóðmál koma út fjórum sinnum á ári – vetur, sumar, vor og haust. Tímaritið fæst í lausasölu í helstu bókabúðum og nokkrum stórmörkuðum, en ársáskrift kostar aðeins 4.500 kr. Hægt er að gerast áskrifandi á vefsíðunni www.thjodmal.is eða í síma 698-9140. www.thjodmal.is Bókafélagið Ugla                              !        "    # $      %&   $   '(        )        %    *   #        %  +  ,        -    ! .       , /(  0        12 3 1  % 4  %           !" #$ %&!''()*'! .                            2  . 5       6 .  7!8  96 .  "  4: 1  6         8    4   . 5 :        : ; <;  = >;  ; ?@ AB<B ? C <;DBB ; "#) '+,+%#" #$ %'-."*/, / 01 2,3     $    2 %  %        %        <D; 2     $ #     # :                      8   2E                ; )*!,!-!4("5&%,)6 #$ ,!7+ !$"!                                                 !    "     #   $%       #                & '       ( )         *                  +      &  $       , -    '   . / '  ,         - &$'  0   ) / ' 1 #  #  '       .  )  '  , & '. 2. &  1 3.   45 2676   8 7.966 .  ! "#$%# #!&'()       )   '       $  ,  . / ,             , ' &  #'   , -  ,. +'    )  (:  &$  #,  &   ,   #  ,. / ,      -    0  # )$  # ' #  $ ,   ). *!$#*% +))( ,!-.(/-!!0(( %#$!&%0 $)1(,%$-.  

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.