SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Blaðsíða 23
24. júlí 2011 23 S umum er gefið að hafa jákvæð áhrif á annað fólk með nærveru sinni og útgeislun, jafnvel þó að kynnin vari ekki lengi. Iðulega er það fólk sem situr vel í sjálfu sér, býr yfir sannfæringu og hefur miklu að miðla, án þess að sjá ofsjónum yfir því sjálft. Og einmitt þannig er hlaupadrottningin Tegla Loroupe frá Kenía, sem hljóp síð- asta spölinn í alþjóðlega friðarhlaupinu hér á landi á föstudag. Friður er hugsjón sem allir eiga að geta sameinast um og því er kjörið að efla samstöðuna með friðarhlaupi, sem nær til allra þjóða heims, þar á meðal stríðandi ættbálka í Kenía. Það verður ekki stríð ef fæturnir neita að hlýða stríðsherrunum. Margt er fróðlegt í viðtalinu sem Pétur Blöndal á við Loroupe í Sunnudagsmogganum og orð hennar eiga brýnt erindi við Íslendinga, þó að vísdóm sinn og reynslu sæki hún langt að eða til heimalandsins í Afríku. Loroupe fór að beita áhrifum sínum til að láta gott af sér leiða, sem af- reksmaður og fyrirmynd margra í sinni heimsálfu, upp úr síðustu aldamótum, og virðist metnaðurinn samur þar og í langhlaupum. Þarf engan að undra, eins og hún lýsir andlegum undirbúningi fyrir keppni: „En það er um að gera að berjast, ná sínu markmiði og missa ekki vonina á miðri leið ... Maður verður að sýna styrk.“ Ekki nýtist henni síður að vinna sitt verk af auðmýkt, eins og mörg stórmenni sögunnar. „Ef maður er lítillátur, þá fær maður staðist erfiðleikana. Þá horfist maður í augu við vandamálin, en er ekki yfir þau hafinn.“ Það segir hún hafa lagt grunninn að árangri sínum í langhlaupum. Gríðarleg vandamál eru í þeim heimshluta, sem Loroupe kallar sitt heima. Eins og fjallað er um í vikuspegli í Sunnudagsmogganum hafa Sameinuðu þjóðirnar lýst yfir hungursneyð í Sómalíu og gætir áhrifa þurrka og uppskerubrests einnig í nágrannaríkjunum, auk þess sem flóttamenn streyma yfir landamærin. Loroupe á það erindi við Íslendinga að fá þá til að rétta bágstöddum hjálparhönd. Ekki þurfi mikið til að bjarga nokkrum mannslífum. „Það munar um allt,“ segir hún. „Og það fær mjög á mig að lesa um ástandið þar – fólk deyr á meðan aðrir búa við ofgnótt matar.“ Og hún fær ekki orða bundist: „Svo finnst mér óskiljanlegt að einhver skuli senda vopn til þessa heimshluta í stað þess að senda mat. Þurrkarnir eru hörmungar, sem við ollum ekki, en við getum reynt að sporna við útbreiðslu vopna. Svona er óréttlætið í heiminum. En það snertir mig, að á Íslandi, eins og um allan heim, sé til fólk sem sendir mat til framandi og ókunnugs lands, það sýnir gott hjartalag. Ef boðskapurinn breiðist út, þá þokumst við kannski fram á við. Við leysum ekki öll vandamál í einu, en náum vonandi jafnvægi.“ Heimspekin er heillandi sem hún lýsir í heimalandi sínu Kenía, þar sem fjölskyldan heldur þétt saman og leysir úr ágreiningsmálum í lok dags. Víst mættu Vesturlandabúar læra af því. Og hann er athyglisverður samanburðurinn á þessum ólíku menningarheimum: „Munurinn felst fyrst og fremst í tækni og aðbúnaði, en mannlífið er ekkert frábrugðið – tilfinningarnar eru þær sömu. Nema það er minna stress í Kenía og fólk er nægjusamara. Það kvartar ekki eins mikið og Vesturlandabúar.“ Vandamálin verða ekki leyst í einu vetfangi. Þetta er langhlaup. Og þar er mikilvægt að njóta krafta fólks á borð við Teglu Loroupe. Þó að heimsókn hennar standi stutt, gætir áhrifanna vonandi lengi. Langhlaup Teglu Loroupe „Ég verð að viðurkenna að stuðn- ingsmennirnir gerðu mig orð- lausan.“ Eiður Smári Guðjohnsen. Um 2000 stuðnings- menn AEK tóku á móti honum í Aþenu. „Maður eltir fuglana því þeir þekkja vindana og uppstreymin best.“ Steinþór Skúlason forstjóri SS eftir að hann varð Íslandsmeistari í svif- flugi í sjötta sinn. „Þetta er mest auð- mýkjandi dagur ævi minnar.“ Fjölmiðlabaróninn Rupert Murdoch frammi fyrir breskri þingnefnd þar sem hann var spurður um hler- unarhneykslið. „Ég hef hann.“ Deng, eiginkona Murdochs, stökk úr sæti sínu og barði mótmælanda sem komst að manni hennar og ataði hann raksápu á fundi þingnefnd- arinnar. „Eina svar sem við eigum sem neytendur við svona ákvörðunum framleiðenda er einfaldlega að hætta að kaupa vöruna “ Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ óhress með að bændur vilji að verð til þeirra fyrir lambakjöt hækki um fjórðung. „Ég fann einhvern sting aftan í læri, ég gleymdi að lesa smáa letrið í samningnum þar sem stendur að ég eigi ekki að fara í tæklingar og ekki að taka spretti heldur!“ Bjarki Gunnlaugsson fótboltamaður í FH gerði að gamni sínu þrátt fyrir meiðsli. „Þetta er 33 ára barátta og það verður aldrei hægt að bæta það upp í pen- ingum.“ Sigrún Pálína Ingv- arsdóttir, ein kvennanna sem sökuðu Ólaf Skúla- son, biskup, um kyn- ferðisbrot. Þjóðkirkjan býður konunum sann- girnisbætur. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal hraustir og áður, þegar þeir koma saman á hvern neyðarfundinn af öðrum og sækja í kjölfarið stór- ar fúlgur til skattborgara sinna og setja borgurum einstakra landa evrunnar óvægilega kostina. Þeir breyta áherslum kjörinna stjórnvalda einstakra ríkja með hótunum frá Brussel án nokkurrar um- ræðu í þingi ESB, sem er augljóslega sú utangátta gervistofnun sem hún virðist vera. Þannig verður ríkisstjórn sósíalista í Grikklandi á einni nóttu að mestu einkavæðingarstjórn sem nokkurs staðar hefur sést til í áratugi. Meira að segja hið íslenska VG hefði tekið sér nokkra daga í slíka kúvendingu og átti þó heimsmetið í greininni. Og á síðasta fundi samþykkja „leiðtogar Evrópu,“ eins og þeir eru svo hátíðlega nefndir, að stíga enn eitt skrefið til efnahagslegrar miðstýrðrar Evrópu. Engin umræða hafði farið fram um þetta í neinu þjóð- þingi (ekki þarf að nefna Evrópuþingið). Enginn „leiðtogi“ virtist vera á annarri skoðun. Enginn þeirra hafði þó heyrt um þessar stórfelldu breyt- ingar 24 tímum áður en hann samþykkti þær og bauðst til að fara heim til sín og láta sína þjóð standa frammi fyrir gerðum hlut. Enda varð nið- urstaðan til á löngum fundum forystumanna Þjóðverja og Frakka, sem höfðu ekki um þá nið- urstöðu nokkurt samráð við „dvergana“ og „jakkafötin“ eins og leiðtogar ESB-ríkja með hundraðfaldan íbúafjölda Íslands eru kallaðir embættismanna á milli í Brussel, eins og margoft hefur verið greint frá. Ísland illa fjarri En þá þarf að hafa í huga að Íslendingar eru enn ekki komnir formlega inn í ESB. Ef Össur Skarp- héðinsson eða menn af hans stærð og styrkleika væru komnir inn í sambandið, svo ekki sé talað um þekkt stórmenni í hópi töskuberanna, væri þetta auðvitað allt öðru vísi. Þeir myndu auð- veldlega setja skuggasveina ESB á réttan stað í goggunarröðinni, eins og Jón sterki gerði svo léttilega við sinn Svein, að eigin sögn, forðum tíð. Morgunblaðið/Árni Sæberg er kvefið Snjóskafl við Fjallabaksleið nyrðri

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.