SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Side 10

SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Side 10
10 24. júlí 2011 F yrir nokkrum vikum gerði ég það að umtalsefni á þessum vettvangi, að ég teldi að RÚV og Stöð 2 væru iðulega á gráu svæði, jafnvel sótsvörtu, þegar kæmi að auglýsingahléum inni í dagskrárliðum, kostun og áfengisauglýsingum. Sú umfjöllun vakti að sönnu litla kátínu meðal sumra, en um það er mér nú einu sinni slétt sama. Ég ætla að halda mig á svipuðum miðum í dag, en beina þó meira spjótum mínum að ákveðnum auglýsendum, en „fjöl- miðlaveitunum“ eins og það svo skelfilega er orðað í fjölmiðla- lagabastarði Katrínar Jakobsdóttur, menntamálaráðherrans í barneignarfríi. Eins og ég hef stundum vikið að á þessum vettvangi, við af- skaplega takmarkaða hrifn- ingu lesenda, er ég áhuga- maður um knattspyrnu og fylgi mínu liði, Víkingi, í alla þá leiki sem ég kemst, til þess að hvetja þá áfram, með heldur takmörkuðum árangri þessar vikurnar, því miður. Félagið er nú í fallsæti. Ég fylgdist eins og ég gat með leikjunum á EM 21 fyrr í sumar og sá flesta leiki ís- lenska liðsins, mér til lítillar kæti. Dáðist hins vegar mikið að leik Svisslendinga og Dana, sem mér fannst vera gæðaflokkum fyrir ofan okk- ar ágætu „Vormenn Íslands“. Annars fannst mér Spánn bera af í þessu móti og vinna fyllilega verðskuldaðan sigur á Sviss í úrslitaleiknum. Við áhorf á EM 21 leikj- unum var það einkum tvennt sem fór fyrir brjóstið á mér, sem lýtur að þætti auglýsenda. Í fyrsta lagi var það síendurtekin auglýsing frá smálánafyrirtækinu Kredia, sem auglýsti okurlán sín undir eftirfarandi texta: „Við lánum þér ekki fyrir ferð á EM, en við lánum þér fyrir fótbolta.“ Svona auglýsingu var vitanlega ætlað að fá hljómgrunn hjá ungu áhorfendunum að EM 21 leikjunum. Ungu áhorfendunum, sem hafa takmarkað vit á fjármálum og þjást að ég held flest af fjármálaólæsi. Með svona óábyrgum auglýsingum er Kredia að hvetja þau til þess að eyða fyrst, afla svo. Það er verið að hvetja þau til þess að sýna af sér fullkomið ábyrgðarleysi í fjármálum og það er verið að höfða til þeirra í skjóli þess að þau vita ekki betur. Þetta er auvirðileg framkoma af þessum okurlánafyr- irtækjum, sem á ársvísu heimta mörg hundruð prósenta vexti af lánum sínum. Hvers vegna í ósköpunum ætti unga fólkið að slá lán til þess að kaupa sér fótbolta?! Er ekki vitinu nær að ala unga fólkið okkar upp á hinu svokallaða „Nýja Íslandi“ með það að leið- arljósi að það geri sér grein fyrir því að betra er að afla fyrst, eyða svo? Hvernig væri fyrir okurlánarana og hrææturnar, sem reyna að festa unga fólkið í vef skulda og okurvaxta, að hætta að gera út á reynslu- og þekkingarleysi fórnarlambanna en fá sér þess í stað heiðarlega atvinnu, sem skilar þeim og samfélaginu arði og uppbyggingu, í stað þess að skilja eftir sig slóð bruna og óþverraskapar sem felst í tilraunum þeirra til þess að gera ungt fólk á Íslandi að vonlitlum skuldurum sem munu komast að því einn góðan veðurdag að þeir hafa látið hrægammana hafa sig að fíflum? Hitt atriðið, sem pirraði mig óumræðilega og beinist að aug- lýsendum, var að í kringum beinar útsendingar RÚV á leikj- unum, birtist, ég veit ekki hvað oft, auglýsing frá danska bjór- framleiðandanum Carlsberg mikið sjónarspil frá leikstúku í Danmörku, með fylgitextanum: „Þetta kallar á Carlsberg.“ Flestir áhorfendur að þessum leikjum voru sjálfsagt ung- menni og margir undir lögaldri. Áfengisauglýsingar eru bann- aðar í öllum fjölmiðlum á Íslandi, en samt sem áður leyfa Carls- berg og RÚV sér í sameiningu birtingu sem þessa, þar sem markhópurinn er augljóslega unga fólkið. Hvenær á að bregðast við þessum ósóma? Okurlán og fjármálalæsi Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is ’ Er ekki vitinu nær að ala unga fólkið okkar upp á hinu svokallaða „Nýja Ís- landi“ með það að leiðarljósi að það geri sér grein fyrir því að betra er að afla fyrst, eyða svo? Tryggvi G. Sveinbjörnsson rek- ur ásamt eiginkonu sinni, Önnu Höllu Emilsdóttur, fjölskyldu- fyrirtækið FAB travel ehf. á Ak- ureyri og börnin fjögur koma öll að rekstrinum. FAB er stytting á Free as a bird, frjáls eins og fuglinn; jafn- vel á fabulous, stórkostlegur, segir Tryggvi. „Við veitum per- sónulega þjónustu, leysum hvers manns vanda ef þess er nokkur kostur.“ Tryggvi lýsir mánudeginum. 6.00 Vakna alltaf á sama tíma. Það er gamall vani frá því ég ólst upp í sveitinni, á Hrísum í Eyja- firði. 6.05 Búinn að hella upp á! Svart kaffi kemur manni í gang. Ég drekk kaffi fram að hádegi en síðan ekki meira þann daginn. Að þessu sinni vakna ég í Hafn- arfirði, þar sem við erum með íbúð. 6.15 Byrja á því að kíkja á tölvupóstinn í fartölvunni sem ég er alltaf með mér. Svara pósti og geri uppkast að tveimur bréfum. Það er nóg að gera. FAB opn- aði fyrr í sumar upplýsinga- miðstöð fyrir ferðamenn neðst við Strandgötu á Akureyri, þar sem skemmtistaðurinn Vél- smiðjan var áður, steinsnar frá Oddeyrarbryggju þar sem flest skemmtiferðaskip leggjast að. Í húsinu er líka ferðamannaversl- un sem fyrirtækið ITA í Reykja- vík rekur, kaffihús og Gallerý Grána þar sem 16 lista- og handverksmenn reka verslun á eigin vegum. 9.00 Hringi fjögur símtöl til að ná í tvo menn vegna nýs verkefnis sem við erum að vinna að. 9.30 Hringi norður í Sig- urbjörgu framkvæmdastjóra sem var að koma úr fríi og son- inn Halldór sem hefur stjórnað fyrir norðan á meðan við for- eldrarnir vorum í burtu. Við réðum Sigurbjörgu í starf fram- kvæmdastjóra í fyrra haust og síðan hef ég verið Grand old man... Eftir að Sigurbjörg hóf störf hjá okkur hef ég dregið mig mikið út úr daglegu amstri en er meira í hugmyndavinnu og að þróa reksturinn. Við erum smám saman að færa okkur úr því að vera bara með rútu- rekstur yfir í að vera alhliða markaðs- og ferðaskrifstofa. Ég vil reyna að efla Norðurland sem ferðamannasvæði og koma því betur á kortið. Það hefur dregið úr ferðum útlendinga út á land og þeirri þróun vil ég reyna að snúa við. 10.00 Við Anna Halla förum að útrétta og tökum dótt- urdóttur okkar með. Látum skipta um dekk á einum bílanna og smíða aukalykil í annan. Við erum með sex rútur, frá 8 til 48 manna, og það þarf ýmislegt að snúast í kringum þær. 12.30 Förum upp á líkn- ardeild Landspítalans og sitjum hjá mágkonu minni í góða stund. Hún hefur barist hetju- lega við krabbamein í fjögur ár en nú er orðið ljóst að krabbinn er að ná yfirhöndinni. 15.00 Fer heim í íbúð, pakka lítilræði ofan í tösku og keyri svo til Keflavíkur. 16.00 Vél Iceland Express frá Gautaborg lenti á réttum tíma og úr henni koma í bílinn til mín sænskar konur. Þær ætl- uðu að hitta landa sína, fleiri konur, sem von var á með vél Express frá London skömmu síðar en henni seinkar töluvert. Konurnar eru á leið norður í Skagafjörð í hestaferð. 17.45Konurnar frá London loksins komnar og við getum lagt af stað norður í land. 20.15Kominn í Staðarskála. Stoppa þar í svolitla stund og ég fæ mér að borða. Geri annars lítið af því yfir daginn. 21.30 Kominn á Sauðárkrók og kveð þær sænsku sem fara glaðar út á leiðarenda. 23.00 Kominn heim til Ak- ureyrar. Erla dóttir mín hafði eldað kjúkling um kvöldið, ég borða hann upphitaðan með bestu lyst. Fæ svo dísæta epla- köku í eftirrétt. Fjölskyldan hafði sannarlega ekki gleymt gamla karlinum... 23.30 Lýk vinnudeginum með því að svara nokkrum tölvupóstum og fer svo í bað. Fer sem sagt ekki snemma að sofa þann daginn, þótt ég sé kvöldsvæfur. Maður þarf minna að sofa á sumrin en veturna. Ég þarf að vera klár klukkan sex í fyrramálið. skapti@mbl.is Dagur í lífi Tryggva G. Sveinbjörnssonar eiganda FAB ferðaþjónustu Tryggvi G. Sveinbjörnsson safnar gömlum munum; hér er hann við skrifborð sitt, sem lengi var í eigu Pálma Kristjánssonar kennara þriggja kynslóða í Saurbæjarhreppi. Olíulampinn er frá Tjörnum í Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vill beina fleiri út- lendingum norður

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.