SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Page 14

SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Page 14
14 24. júlí 2011 E ins og fram kom í fyrstu grein greinaflokksins er sá hópur fólks sem glímir við geðrask- anir afar fjölmennur. Ef miðað er við tölur um algengi geðraskana glíma um 75 þúsund manns við geð- raskanir hér á landi. Ofan á það bætast á milli átta og níu þúsund manns sem eru með geðfatlanir. Eins og kom fram í máli Páls Matthíassonar, framkvæmda- stjóra geðsviðs Landspítalans, í viðtali við hann sem birtist í síðustu viku og Jóhanns Ágústs Sigurðssonar, læknis og prófessors, eru geðraskanir ekki ein- ungis bundnar við sálarlíf einstaklinga. Það er margt í umhverfinu sem getur valdið áföllum á geðheilsu einstaklinga: einelti, slys, heilsubrestur, álag, sam- félagsleg einangrun og fjárhagsáhyggjur eru dæmi um aðstæður og atburði sem geta valdið því að geðheilsan brestur. Þetta eru vandamál sem einstaklingar eru berskjaldaðir fyrir. Fólk sem á við geðræn vandamál að stríða er á öllum stigum þjóðfélagsins. Að sama skapi er ekki hægt að segja neitt fyrirfram um hverjir muni þurfa að leita sér aðstoðar né hverjar aðstæður hans eru. Fordómar sem snúa að geðröskunum eru mikið vandamál í okkar samfélagi sem á sér t.a.m. djúpar rætur í tungu- málinu. Birtingarmynd þess hefur sjald- an verið eins skýr og á föstudaginn, þegar birt var stór og hreinlega ótrúlega vanhugsuð fyrirsögn framan á íslensku dagblaði. Þeir sem eru ábyrgir fyrir því blaði nýttu sér þar geðsjúkdóma til að lýsa einhverju ástandi sem er þeim ekk- ert skylt. Allt í þeim tilgangi að selja blöð. Fordómarnir sem þetta einstaka tilvik lýsir svo vel eru ekki til þess falln- ir að gera fólki með geðraskanir lífið léttara. Nógu erfitt er að kljást við sjúk- dóminn sjálfan þó slíkir sleggjudómar fylgi ekki kjölfarið. Til að geta tekist á við geðröskun er nauðsynlegt fyrir fólk að geta rætt um vandamál sín án þess að því fylgi skömm. Augljóst er að víða er langt í land í þessum efnum. Stórt og erfitt skref Að leita sér hjálpar við geðrænum vanda er stórt skref sem erfitt er að taka eins og kemur vel fram í viðtali við Unni Kristínu Sveinbjarnardóttur, sem hefur lengi glímt við erfiða geðröskun. Kerfið sem hefur verið skapað til að taka á móti fólki í þeirri stöðu þarf að vera í stöðugri endurskoðun. Það þarf að vera sveigjanlegt og taka mið af aðstæðum hverju sinni. Fyrstu stig meðhöndlunar eru afar mikilvæg, ef vitlaust er farið að getur vandamálið versnað. Mikil vakning hef- ur verið á síðustu áratugum á meðal notenda kerfisins sem hafa reynt að hafa áhrif á það. Hér á landi starfa samtök á borð við Hugarafl og Geðhjálp sem mynda mikilvægan vettvang fyrir not- endur og þeirra sjónarmið. Hérlendis og víða um heim eru haldnar fjölmennar ráðstefnur þar sem fólk með geðraskanir kemur saman og ræðir um reynslu sína af kerfinu og ekki síst um hvað mætti fara betur í meðferðinni. Þetta eru skýr skilaboð um að mikilla bóta er þörf. Líkt og fjallað var um í blaði síðustu helgar hefur áherslan lengi verið lögð á vísindalega þekkingu. Sú sýn skilar sér bæði í viðmóti sjúklinga og þeirra sem fást við þá. Hættan er sú þegar einblínt er á vísindalegu hliðina að fólk verði passíft í meðferð sinni og skorti þrek til að takast á við sjúkdóminn. Von um bata gegnir stóru hlutverki í þessum efnum. Nú, þegar fleiri orsakir eru við- urkenndar er ljóst að meðferðin þyrfti að taka mið af því. Bergþór Grétar Böðvarsson, sem er fulltrúi notenda á geðsviði Landspítalans og rætt er við í blaðinu í dag, hefur sterkar skoðanir á því hvernig bæta mætti móttöku sjúk- linga og gera hana markvissari í með- ferðinni. Ef jafnframt er tekið mið af þeirri óvissu sem ríkir um eðli og orsak- ir geðraskana ætti að liggja beint við að hlustað sé vel á raddir þeirra sem hafa reynslu af því að kljást við geð- sjúkdóma. Ljóst er á máli þeirra sem rætt er við í dag að talsvert vantar þar uppá. Geðheilbrigði og geð- heilsa á tímamótum Morgunblaðið/Ernir Í síðustu viku var fjallað um stöðu geðheilbrigðismála og tengda um- ræðu. Í þessari umfjöllun sem er önnur af þremur verður fjallað um heim þeirra sem eiga við vanda að stríða og þeirra upplifun af kerfinu. Hallur Már hallurmar@mbl.is Hlutfall geðfatlaðra og fólks með geðröskun Geðfatlaðir 2,7% Fólk með geðröskun 22-25% Heimild: Alþjóðaheilbrigðisstofnunin

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.