SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Blaðsíða 20
20 24. júlí 2011 Sjálfhverfa er einskis virði Þú varst um tíma í sjónvarpi, sást um morgunþátt- inn Ísland í bítið á Stöð 2. Kunnirðu vel við þig í sjónvarpi? „Að vissu marki, en mér finnst útvarp einfaldlega miklu skemmtilegri miðill en sjónvarp. Í sjónvarpi er maður stöðugt í mynd og mér finnst þægilegra og betra að vera það ekki. Það er mikið umstang í kring- um sjónvarpsupptökur og maður þarf að vera í stöð- ugum málamiðlunum. Í útvarpi er maður sinn eigin herra, er trillukall en ekki í þrjátíu manna áhöfn eins og í sjónvarpi. Sem trillukall á öldum ljósvakans get ég ráðið för og tekið beygjur þegar mér sýnist. Stóra skipið finnst mér hins vegar alltaf of lengi að beygja. Ég hef aldrei litið á útvarp sem stökkpall inn í sjón- varp. Það skemmtilegasta við útvarp er það sem við köllum núið – að miðla einhverju núna, á þessari stundu. Það gerir útvarpið að óviðjafnanlegum miðli. Ég hef unnið með alveg frábæru fólki og er óend- anlega þakklátur fyrir þau forréttindi. Ég hef kynnst aðist fyrir viðtalsþætti og annað talað mál. Rásin fór í loftið 1. desember 1983. Það var stór dagur í lífi margra þegar þeir heyrðu alls konar dægur- tónlist sem þeir höfðu ekki áður fengið að heyra í íslensku útvarpi. Það sem kom mér mest á óvart var hvað sumum mönnum var mikið niðri fyrir vegna þessarar nýjungar, það var jafnvel illska í þeim. Þeim fannst þetta hræðileg þróun í menningarmálum og hættuleg fyrir land og þjóð. Frá menningarpólitísku sjónarhorni var þetta auðvitað bylting. Menningarpostular höfðu heil- mikið við þetta að athuga og töldu sig þurfa að tala fyrir íslenskri menningu. Það var mikil hræðsla í þeim um að ég væri að leiða þjóðina inn á menningarbrautir Bandaríkja Norður- Ameríku og hygðist ameríkanísera íslenska þjóð. Þjóðkunnur rithöfundur sagði við mig á skemmtistað: „Þú ert handbendi lágmenningar og mér er til efs að íslenska verði töluð á Íslandi eftir fimm ár. Árið 1988 má allt eins búast við að hér verði ekki lengur töluð íslenska. Þú berð ábyrgð á því!“ En Rás 2 fékk 78 prósent hlustun og átti örugglega sinn þátt í því á þessum tíma að hámenning og lágmenning fóru að blandast og skilin þar á milli urðu ekki jafn skörp og áður. Fyrsti talmálsþátturinn var svo settur á dagskrá á fimmtudagskvöldum, Þriðji maðurinn með Ingólfi Margeirssyni og Árna Þórarinssyni. Þá fékk ég símtal úr einni deild Ríkisútvarpsins og sagt var: Jæja, þú ert sem sagt kominn inn á þessa braut. Það verður ekki auðvelt fyrir þig! Þjóðin, og einkum unga fólkið, tók stöðinni meira en fagnandi en það voru innanhúsátök og stöðugt erfiðara var að koma saman 24 tíma blandaðri dagskrá. Ástæðan fyrir því að ég fór loks frá Ríkisútvarpinu var sú að ég fékk ekki að ráða framtíðarstefnu Rásar 2. Ég hætti ekki í illu, spilaði My Way með Frank Sinatra og gekk út. Með mér fóru vinir mínir Jóni Axel Ólafsson og Gunnlaugur Helgason. Við stofnuðum útvarps- stöðina Stjörnuna, síðan stofnaði ég Aðalstöðina og svo ákvað ég að hætta. En ég gat ekki hætt, hef aldrei hætt og fór á Bylgjuna.“ Varstu búinn að tapa peningum á stofnun þessara útvarpsstöðva? „Já, já. Ég kann ekki að græða peninga. Stofn- un þessara útvarpsstöðva var mikil hugsjón, en hugsjónum fylgja oft vonbrigði.“ É g geri mér fulla grein fyrir því að starf fjölmiðlamanns er ekki öruggasta starfi í heimi, en ég hef ekki fundið annað starf sem mér finnst skemmtilegra,“ segir Þorgeir. „Það stóð reyndar aldrei til að ílengjast í fjölmiðlastarfinu. Ég fór í háskólann og lærði landafræði og jarðfræði og ætlaði að fara í framhaldsnám, hugsanlega í skipulagsfræði, en eignaðist mitt fyrsta barn og átti ekki túskilding með gati. Það var ekki um annað að ræða en að ganga í lið með þjóðaríþróttinni, aukavinnunni. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, núverandi for- seti Alþingis, var vinkona mín og vann á Ríkis- útvarpinu og sinnti því stórfurðulega fyrirbæri sem hét popptónlist. Fyrir hennar tilstilli fékk ég vinnu á RÚV og síðan hef ég ekki farið frá út- varpi.“ Handbendi lágmenningar Þú varst fyrsti útvarpsstjóri Rásar 2 og byggðir þá stöð upp. Hvernig var sá tími? „Á þessum tíma var einungis ein útvarpsstöð á landinu. Það er óhætt að segja að það hafi orðið tímamót í lífi mínu þegar mér var nánast einum falið að setja á stofn Rás 2. Andrés Björnsson, þáverandi útvarpsstjóri, varð góður vinur minn og reyndist mér mjög vel. Hann vissi miklu meira en hann lét uppi um andrúmsloftið í sam- félaginu og hvernig tímarnir voru að breytast. Menningarstraumarnir um miðjan áttunda áratuginn voru nokkuð fornfálegir. Sjónvarpið var stofnað árið 1966 og var bara eins og það var, með fríi á fimmtudögum. Útvarpið var ein stöð og svo hlustuðum við unga fólkið á Kanann. Upp úr 1980 varð sú breyting í útvarpi að teknar voru upp beinar útsendingar og þá hrökk elítan við. Það málfar sem hafði heyrst á öldum ljósvakans fram að því hafði verið klippt og skorið, hver einasta stuna, hósti eða brotalöm í málflutningi manna voru þurrkuð út. Allt í einu var farið að tala við fólk án þess að klippa og snyrta orðfærið eftir á. Þarna var íslenskan eins og hún var töluð á götunni. Menningarelítan vildi hana ekki og líkaði hún ekki, en fékk engu um ráðið. Ég fékk það draumstarf að byggja upp Rás 2. Forskrift Rásar 2 var að vera undirspil í amstri dagsins. Við Andrés Björnsson ræddum það svo enginn heyrði til að við skyldum láta tónlistina duga framan af og sjá svo til hvort rými skap- Viðtalið Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Læt vindinn ráða för Þorgeir Ástvaldsson hefur starfað í fjölmiðlum í 36 ár. Á sínum tíma byggði hann upp Rás 2 en síðustu tíu árin hefur hann ásamt félögum sínum séð um síðdegisþátt Bylgjunnar, Reykjavík síðdegis, sem er með vinsælustu útvarpsþáttum landsins. Auk þess er Þorgeir lands- mönnum að góðu kunnur sem lagahöfundur og einn meðlima Sumargleðinnar. Þorgeir Ástvaldsson „Ef það gengur ekki að ég sé ég sjálfur þá verða menn bara að láta mig fara.“ ’ Þjóðkunnur rithöfundur sagði við mig á skemmtistað: „Þú ert hand- bendi lágmenningar og mér er til efs að íslenska verði töluð á Íslandi eft- ir fimm ár. Árið 1988 má allt eins búast við að hér verði ekki lengur töluð ís- lenska. Þú berð ábyrgð á því!“

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.