SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Qupperneq 8

SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Qupperneq 8
8 24. júlí 2011 David H. Petraeus hefur lag á því að vinna traust manna. Ég fylgdi mörgum herforingjum á fundi með Írökum og enginn hafði viðlíka lag á að vinna traust þeirra og Petraeus. Það átti eftir að reynast mikilvægt í því að snúa stöðunni í Írak þegar hann tók við yfirstjórninni þar. Hann vakti líka með manni mikla vinnulöngun. Allir sem unnu með honum gerðu það glaðir langt fram á nótt, því menn trúðu á það sem hann stóð fyrir. Hann var einstaklega vinalegur í stjórnun sinni og skipti sjaldan skapi. En ef þess þurfti átti hann það til. Ég sá hann einu sinni reka bandarísk- an tveggja stjörnu herforingja afþví að hann tæki of mikið pláss. Hann sagði að hann sog- aði til sín meira en hann gæfi frá sér. Hann hafði næmt auga fyrir samstarfsfólki. Einsog á öðrum starfsviðum samfélagsins þá geta vitleysingar náð langt í hernum. Hann var með afburða- fólk í kringum sig sem fylgdi honum í hvern leiðangurinn á fætur öðrum og það kæmi manni ekki á óvart ef þeir fylgdu hon- um líka inní CIA. Stjórnunarstíll Petraeus í Írak Þegar sá orðrómur kom upp að Petraeus færi hugsanlega í forsetaframboð fóru demókratar að uppnefna David Petraeus, David Betray us. Uppnefni, baknag og níð er allstaðar fylgifiskur pólitíkurinnar. Getty Images B úið er að skipa David Howell Petraeus yf- irmann CIA (Central Intelligence Agency) í Bandaríkjunum. Áður en ég hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu var ég fimmtán mánuði friðargæsluliði í Írak eða á árunum 2005 og 2006 og var Petraeus um helming þess tíma yfirmaður minn, en þá var hann yfir bæði MNSTC-I og þjálfunarbúðum NATO, en markmiðið í þeim leiðangri var að byggja upp íraska herinn. Seinna varð hann yfirmaður alls leiðang- ursins í Írak og vilja margir meina að hann hafi breytt stöðunni verulega til hins betra. Ferillinn Patreus kláraði námsárin sín með toppeinkunnir og hafði náð einnar stjörnu herforingjatign þegar hann stýrði herdeildum NATO í Bosníu-Herzegóvínu. Hann stýrði síðan herdeildum sínum í innrásinni í Írak árið 2003 til Bagdad og var eftir innrásina settur yfir norður- hluta landsins. Hann kom ró á svæðið með því að dæla peningum inná það til uppbyggingu háskóla, heilsu- gæslu og almenningsþjónustu. Eftir honum er höfð setningin: Peningar eru skotfæri okkar. Ég þekkti nokkra sem störfuðu undir hans stjórn á þeim tíma og þeir gagnrýndu hann helst fyrir að sýna andstæðingum sínum of mikla linkind. En friður komst á Mosul svæðið meðan hann stýrði því og ófriður braust aftur út eftir að hann hafði verið færður til Bagdad. Hann sinnti síðan uppbyggingu íraska hersins í Bagdad áður en hann var skyndilega færður aftur til Bandaríkjanna og settur yfir herskóla. Hann hafði um það leyti birst nokkrum sinn- um á forsíðu stórblaða og tímarita einsog Newsweek og sú saga gekk í Bagdad að valdamiklum mönnum hefði fundist hann vera orðinn of mikil rokkstjarna á meðal fjölmiðlamanna. Sneri taflinu við í Írak Hann var síðar kallaður aftur til Írak og settur yfir leið- angurinn allan árið 2007. Hann snarsneri taflinu við og andspyrna við írösk yfirvöld og bandaríska herliðið molnaði. Það mikilvægasta við þann árangur var að hann náði að fá súnní-múslima til liðs við sig. Súnní- múslimar eru í minnihluta í Írak en höfðu öll völd í sín- um höndum fyrir innrásina og því nýtur andspyrnan mests stuðnings hjá þeim. Sumir vilja samt meina að sú aðferð hans að vopna súnní-hópana sem studdu yf- irvöld og láta þá um að brjóta niður andspyrnuna innan súnní-múslima geti reynst hættuleg til langs tíma litið. Því þessir hópar eru enn vopnaðir og gætu snúist aftur á sveif með andspyrnuhópunum. Afganistan Patreus var síðan gerður að yfirmanni bandaríska her- aflans í Afganistan og þótti standa sig vel þar þótt að- koma hans yrði ekki jafn áhrifamikil og í Írak. Heima í Bandaríkjunum var hann oft nefndur sem líklegt for- setaefni fyrir repúblikana og því kom það óvart að demókratinn Barack Obama skyldi útnefna hann sem yfirmann bandarísku leyniþjónustunnar. En hugsanlega var það klókt hjá Barack Obama því ekki fer hann fram á meðan. Petraeus veitti undirrituðum orðu úti í Írak en þess ber að geta að ekki þarf að fremja neina hetjudáð til að hljóta slíkt, bara vinna vinnuna sína. Nýr yfir- maður CIA í Banda- ríkjunum Barack Obama skip- aði repúblikana sem yfirmann CIA Vikuspegill Börkur Gunnarssonborkur@mbl.is ENN MEIRI m.mbl.is - V I L T U V I T A M E I R A ? Fleiri efnisflokkar, vefsjónvarp mbl, Smartland og margt fleira er meðal nýjunga sem þú getur nálgast í símanum þínum. Fáðu fréttirnar þegar þú vilt. www.m.mbl.is m.mbl.is var valinn farsímavefur ársins fyrir árið 2010. NÚ ÆTLUM VIÐ AÐ GERA ENN BETUR 2011.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.