SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Qupperneq 47
24. júlí 2011 47
É
g kom hingað fyrst árið 1950 og var þá á
sautjánda ári. Færeyingar sóttu mikið til Íslands
á þessum árum, enda var auðvelt að komast í
skipsláss hér og peninga að hafa. Það skipti
okkur miklu,“ segir Sjúrður þegar við settumst niður við
eldhúsborðið á heimili sameiginlegra vina okkar beggja.
„Ég var á skútunni Vilhelmínu sem gerð var út frá
Vogi. Við héldum hingað einhvern fyrstu dagana í mars
og héldum okkur mest á bankanum fyrir vestan Vest-
mannaeyjar. Þar fengum við boltastóran fisk sem var
verkaður um borð og saltaður. Við fórum sárasjaldan í
land. Jú, einstaka sinnum til Eyja eða Reykjavíkur til að
taka vatn og vistir þegar þess þurfti. Svo var farið aftur
heim til Færeyja í maí þegar skipið var orðið fulllestað en
til þess þurfti um það bil 400 skipspund. Jú, auðvitað var
þetta erfitt eins og gerist á handfæraveiðum. Þetta tók
stundum í armana enda var sakkan sjö pund.“
Fjörutíu skútur
Sjúrður er frá Sumba, litlu 200 manna þorpi syðst á Suð-
urey. Þar er nánast hafnleysa og því sækja Suðureyingar
helst á sjóinn frá Vogum og Þvereyri.
„Á unglingsárum mínum var mikil skútuútgerð frá
Færeyjum. Ætli Suðureyingar hafi ekki verið með fjörutíu
skútur eða jafnvel fleiri; sem fóru á Íslandsmið á veturna
og á Grænlandsmiðum á sumrin þangað sem var átta
daga sigling. Ég var þar eitt sumar. Þá voru menn við
vesturströndina suður af Holsteinsborg alveg frá í júní og
fram í ágúst. Þá þurftum við Suðureyingar að komast
heim til að heyja fyrir veturinn.“
Ýmsar ástæður voru þess valdandi að færeyskir sjó-
menn sóttu á Íslandsmið. Hvergi var jafn góðan fisk að fá
og hér við land og annar veigamikill póstur var sá að
breskir togarar sóttu stíft á Færeyjamið og fiskuðu nánast
uppi í landsteinum. Sama gerðu Bretar hér við land – en
eigi að síður þótti Færeyingum betra að koma hingað
hvað þeir gerðu; vetur eftir vetur. Og svo kom að því að
Sjúrður munstraði sig á íslenskan togara, þá rétt liðlega
tvítugur. Íslenskur togari renndi sér inn í höfnina í Vog-
um og tók mannskap um borð.
Kleinur hjá Ellingsen
„Við vorum alls fjórtán strákar sem fórum með togar-
anum til Íslands, allir frá Suðurey og allt voru þetta vinir
mínir. Svo fórum við hver á sinn togarann hér í Reykja-
vík; ég á Þorkel Mána og hinir strákarnir á togara Bæj-
arútgerðarinnar, Ingólf Arnarson, Skúla Magnússon og
Jón Þorláksson. Þetta var 1952,“ segir Sjúrður sem kom
aftur hingað til lands þremur árum síðar og var þá ver-
tíðarmaður fram yfir 1960 á Mars, togara útgerðarfélags
Tryggva Ófeigssonar, sem sótti á Nýfundalandsmið. Var í
áhöfn Markúsar Guðmundssonar, þess harðsækna og
duglega skipstjóra.
„Þetta var allt svo miklu stærra hér í Reykjavík en
nokkru sinni heima í Færeyjum. Húsin hærri, tekjurnar
meiri. Ég man eftir fiskvinnslustöð Tryggva Ófeigssonar
sem stóð hér rétt hjá þar sem við sitjum núna hér á
Kirkjusandi. Núna er það hús orðið banki. Mest héldum
við sjómennirnir, í landlegum, okkur um borð í tog-
urunum en stundum gistum við líka á Hjálpræðishernum
eða á færeyska sjómannaheimilinu við Skúlagötu. Stund-
um fórum við á röltið hér um bærinn. Alltaf þegar við
komum í land gátum við gengið að því vísu að fá stórar
heitar kleinur og kalda mjólk í Ellingsen; starfsfólkið þar
þekkti okkur Færeyingana og bauð okkur alltaf upp á
þessar ljúffengu veitingar. Svo fórum við stundum og
heimsóttum færeysku stelpurnar, vinkonur okkar, sem
unnu á Hótel Vík og ein færeysk man ég að vann í stjórn-
arráðinu hjá Bjarna Benediktssyni. Já, svona var gang-
urinn á þessu. Þetta voru skemmtilegir tímar. En þó um-
fram annað, mikil og stíf vinna. Bæði á sjónum og eins í
landi; en 1965 og alveg fram til 1968 vann ég vestur í
Ólafsvík. Rófa hét fiskverkunarstöðin og þar var ég að
fletja fisk. Á þessum árum var landburður af fiski dag eft-
ir dag í Ólafsvík og þá þurfti maður að vera röskur í að-
gerðinni. Geta tekið hvern fisk með einu hnífsbragði. Allt
gekk þetta svo út á að komast heim fyrir mitt sumar til að
geta rekið fé á fjall og farið í heyskap.“
Sjómenn úr hegningarhúsi
Sjúrður var sína síðustu vertíð á Íslandi árið 1968. Þá
hafði bróðir hans, Bjarni, keypt tuttugu tonna bát frá
Danmörku sem þeir bræður gerðu lengi út á lax í Fær-
eyjamiðum. Seinna keyptu þeir fimmtíu tonna bát, sem
þeir hafa nú selt og láta sér duga lítið trilluhorn þegar
þeir renna fyrir fisk í soðið. Rauði þráðurinn er samt
landbúnaður; en Sjúrður og hans fólk hefur löngum verið
með allstórt sauðfjárbú í Sumba.
„Á mínum árum hér var oft erfiðleikum bundið að
manna íslensku togarana. Því komu Færeyingar hingað,
enda var lítið við að vera heima en næga vinnu og þar
með peninga að hafa hér. Á árunum milli 1950 og vel
fram yfir 1960 voru hér hundruð Færeyinga á hverjum
vetri. Og margt skemmtilegt gerðist. Stundum fengust
ekki menn á togarana og þá var farið í Hegningarhúsið og
þar teknir strákar og fengnir í áhöfn. Tíminn á sjónum
var svo dreginn frá þeim tíma sem þeir skyldu vera í
steininum. Nei, ég vissi aldrei hvað þeir höfðu brotið af
sér; bara það eitt að þetta voru ágætir piltar sem ég hef
bara góða sögu um að segja. Það saman gæti ég raunar
sagt um allan þann stóra hóp Íslendinga sem ég kynntist
á sjómannsárum mínum hér,“ sagði Sjúrður Vestergård
frá Suðurey sem verður 77 ára á morgun, sunnudag. Í
kirkjubókum og pappírum hins opinbera er afmælisdag-
urinn skráður 17. júlí. Móðir hans sagði hins vegar annað
og sjálfur heldur hann sig við 24. dag júlímánaðar. Rétt
skal vera rétt – og heillaóskir á afmælisdegi eru hér færð-
ar.
Sjö punda sakka tók í armana
Hendurnar eru stórar og siggrónar. Vitna um að Sjúrður Ves-
tergård hafi um sína daga oft tekið til hendi. Hann er maður með
fallegan svip og frásögn hans er hlýleg. Hann rifjaði upp æv-
intýri af Íslandsmiðum og á sögustund brá fyrir bliki í auga.
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi