SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Blaðsíða 21
24. júlí 2011 21
fjölmörgum í starfi mínu, yndislegu fólki sem ég
vildi ekki hafa misst af. En ég er á miðli þar sem
ég tala oft í síma við fólk og oft þekki ég þá við-
mælendur ekki í sjón þegar ég hitti þá auglitis til
auglitis. Þetta gerir að verkum að sumir telja mig
merkilegan með mig, en svo er alls ekki. Ég get
ekkert að þessu gert.“
Stundum er sagt að fjölmiðlafólk sé afar
sjálfhverft, hefur þér sýnst það?
„Innan þeirra raða hefur alltaf verið þannig
þenkjandi fólk. Í seinni tíð er þess beinlínis kraf-
ist af ungu fólki sem er að hefja störf í fjöl-
miðlum að það noti sjálfhverfuna sem vopn til
að ná frama. Þetta er stórhættulegt og skapar
ranghugmyndir hjá viðkomandi einstaklingi. Ég
hef alltaf haft of mikinn áhuga á vinnu minni til
að leyfa mér sjálfshverfu. Mér finnst hún einskis
virði.“
Þú ert aldrei dónalegur eða ágengur við við-
mælendur þína.
„Það er minn stíll og ég hef haldið fast í hann.
Ég hef oft legið undir ámæli fyrir að rífa ekki
kjaft. Það er ein regla sem fjölmiðlamenn sem
eru nær stöðugt inni á gafli hjá fólki verða að
hafa í heiðri og það er að vera þeir sjálfir. Ef það
gengur ekki þá eiga þeir að hætta. Þeir sem fara
að vera eitthvað annað en þeir eru endast yf-
irleitt ekki í fjölmiðlum. Og ef það gengur ekki
að ég sé ég sjálfur þá verða menn bara að láta
mig fara.“
Sérðu einhvern tímann eftir því að hafa ekki
farið í framhaldsnám í landafræði í stað þess
að verða fjölmiðlamaður?
„Nei. Ég fór ungur upp á svið í skólahljómsveit
Langholtsskóla sem hét Tempó. Það hefur varla
verið feimnari drengur á Íslandi en ég var þá og
ég held að ég hafi farið á svið til að ögra sjálfum
mér. Ég lærði fljótt að það er betra að sjá eftir
því sem maður gerir en því sem maður gerir
ekki. Ég hef stundum verið í vinnu sem mér hef-
ur ekki hugnast, en hef látið mig hafa það. Ég
hef líka farið í störf sem ég hafði ákveðna for-
dóma gagnvart en reyndust svo vera bráð-
skemmtileg. Það sem ég er að segja er að maður
á að láta vindinn ráða för og fara eftir fyrsta
hugboði. Í lífinu hefur reynst mér vel að vera
hlýðinn fyrsta hugboði.“
Hvernig finnst þér fjölmiðlaumhverfið vera í
dag?
„Í dag er mikill órói yfir fjölmiðlum. Netið er
stóra byltingin. Jafn dásamleg tækni og netið er
þá hefur það aukið þann misskilning manna að
þeir geti sagt hvað sem er í illsku og óþverra-
skap. Síðan vitna aðrir fjölmiðlar í þessi orð.
Þetta verður ekki stöðvað með því að skrúfa fyr-
ir tæknina en það verður að kenna fólki að al-
mennt siðferði á að gilda í fjölmiðlum.
Fjárhagslega baklandið í fjölmiðlum er undar-
legt og ekki á vísan að róa í þeim efnum. Það eru
miklar sviptingar í þessu umhverfi, mikið um
breytingar og uppstokkun.
Ég er með þennan þátt Reykjavík síðdegis á
Bylgjunni og hef til allrar hamingju fengið að
vera í friði í tíu ár. Það er algjör undantekning,
því í fjölmiðlum er yfirleitt verið að breyta á
öðrum forsendum en að bæta. Öll erum við
vanaföst inn við beinið og mismunandi þolin
gagnvart breytingum. Það er gott að geta gengið
að einhverju vísu. Þér og mér líður vel ef við vit-
um af því að við eigum gott heilbrigðisstarfsfólk
eða listamann sem gerir góða hluti og gleður
mann og hefur fengið nægan tíma til að vinna að
list sinni. Ég held líka að hlustendum þyki gott
að geti gengið að vissum atriðum sem vísum í
dagskrá fjölmiðla.“
Við verðum að minnast aðeins á tónlistina.
Þú hefur samið nokkur vinsæl lög, þar á meðal
Ég fer í fríið sem svo að segja allir Íslendingar
kunna. Þú syngur svo enn með félögum þínum í
Sumargleðinni. Skiptir tónlistin þig miklu máli?
„Tónlistargyðjan hefur lengi verið kærastan
mín og ég losna sennilega aldrei við hana. Mús-
íkin hefur verið dópið í minni ætt og þar hafa
menn verið meira og minna forfallnir í söng.
Móðir mín spilaði á orgel og söng í kórum. Pabbi
minn söng með Leikbræðrum, sem er ættar-
kvartett, og var formaður Karlakórs Reykjavíkur
og söng þar í áratugi. Systkini mín eru í tónlist,
eins og ég.
Tónlistin er mín hvíld frá daglegu amstri. Ég
hef samið mörg lög og er ekki hættur að semja,
en lögin koma í gusum. Eins og í svo mörgu læt
ég þar vindinn ráða för. Stundum verð ég hálf
feiminn við þetta stúss mitt og segi kannski við
félaga mína í Sumargleðinni: „Æ, núna nenni ég
ekki að syngja Ég fer í fríið.“ Þegar ég sagði þetta
eitt sinn sagði Raggi Bjarna: „Já, þú segir nokk-
uð. Ég söng Vertu ekki að horfa svona alltaf á
mig fyrst árið 1960 og söng það síðast í gær-
kvöldi. Lærðu að lifa við þetta, syngdu lagið og
ef það gleður einhvern þá er það gott.“ Þetta var
vel sagt hjá þessum góða vini mínum.“
Morgunblaðið/Ómar