SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 19

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 19
4. september 2011 19 Álfrún með tveggja mánaða gamla dótt- urina Kolbrúnu Helgu í fanginu og Saga stendur hjá komin sjö mánuði á leið. Morgunblaðið/Ernir Álfrún var með mynd- arlega kúlu á sýning- unum í vor. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson Leikhópurinn Ég og vinir mínir hefur áður sett upp sýninguna Húm- animal við góðar viðtökur. Sami hópur er að baki Verði þér að góðu fyrir utan að Sveinn Ólafur Gunn- arsson kemur í stað Jörundar Ragn- arssonar. Aðrir leikarar og dansarar í hópnum eru Álfrún Helga Örnólfs- dóttir, Saga Sigurðardóttir, Dóra Jó- hannsdóttir og Friðgeir Einarsson auk Gísla Galdurs Þorgeirssonar, sem kemur fram í sýningunni auk þess að semja hljóðmyndina í verk- inu. Leikstjóri er Friðrik Friðriksson og Rósa Hrund Kristjánsdóttir sér um leikmynd og búninga. Verði þér að góðu verður sýnt í kvöld laugardagskvöld, á morgun sunnudag og 10. og 11. september í Þjóðleikhúsinu. Síðan verður ein sýning fyrir norðan, hinn 17. sept- ember, í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Athugið að sýningin í kvöld er flutt á ensku og er hluti af leiklistarhátíðinni LÓKAL. Nánari upplýsingar er að finna á midi.is. Ég og vinir mínir

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.