SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 42
42 4. september 2011 M inningarnar hrúgast upp í tungumálinu og þegar málið breytist lítið geta þær fylgt því lengi. Tungumálið held- ur Íslandssögunni lifandi á hverjum degi, eins og ef þjóðin hefði alltaf búið í sama húsinu og uppsafnað dót íbúanna væri heilt og nothæft í stofunni. Örfá orð hafa verið lögð til hliðar. Þótt þau séu sjaldan á vörum okkar eru þau heil í geymslu bók- anna og lifna í hvert sinn sem við tökum þær fram. Eitt slíkra orða er minþakið sem segir frá í Landnámu og er notað um mat sem þrælar Hjörleifs hnoðuðu saman úr mjöli og smjöri þegar þá rak vestur með landinu og voru orðnir svangir og vatnslitlir um borð. Orðið lifði á vörum fólks í landinu í nokkur hundruð ár og vekur upp mynd af kjörum og fæðu fá- tæks og ánauðugs fólks sem hingað var flutt gegn vilja sínum. Minningin um hörmungar þrælanna gæti líka leynst í viðurnefni Þorgerðar brákar, fóstru Egils Skallagrímssonar, sem Brynhildur Guðjónsdóttir samdi leiksýningu um fyrir Landnámssetrið í Borgarnesi. Brynhildur getur sér þess til að Þorgerður hafi komið ánauðug að Borg með Óleifi hjalta (frá Hjaltlandi en ekki sverðs-hjalta eins og stundum er skýrt í útgáfum) og að hún hafi kennt Agli litla að yrkja fyrstu vísuna sína á leiðinni í veisluna hjá Yngvari afa á Álftanesi. Við- urnefni Þorgerðar hefur verið tengt áhaldinu brák sem notað er til að elta skinn og þannig hefur Brákarsund verið skýrt sem sund þar sem straumur gengur fram og til baka líkt og eltiskinn í brák – fremur en sem sundið þar sem Skalla- grímur drekkti Þorgerði brák eins og sag- an segir. Í sýningunni vekur Brynhildur athygli á að í fornírsku sé orðið brága notað um háls og í afleiddri merkingu um fanga eða ánauðugan mann sem er hald- ið með því að grípa eða hlekkja um háls- inn. Í víkingadeild Þjóðminjasafnsins í Dyflinni geta gestir séð hlekki sem fund- ust í jörðu á Írlandi og hafa verið notaðir í þrælaversluninni þar. Varla er hægt að hugsa sér hæfilegra viðurnefni en brák, leitt af írska orðinu brága, um ambátt á Íslandi. Ekki geyma öll orð sem rekja má til at- hafna víkinga svo daprar minningar. Norrænir menn í Miklagarði, sem kallaðir voru væringjar, hafa fyrst komist í kynni við fíla í austurvegi og um leið lært það orð sem haft er um þá í arabísku og tyrk- nesku: fil. Orðið fíll hefur svo borist norður hingað með ferðasögunum og haldist á vörum Íslendinga á meðan aðrir Evrópubúar tóku upp orðið elefant um sömu skepnu. Á víkingaöld skildi það fólk sem bjó við Norðursjó og Eystrasalt að líkindum hvert annað – þar til kom að Póllandi og austanverðu Eystrasalti. Þar byrjuðu tungumálavandræðin og því er lýsandi að orðið túlkur er ættað úr slavneskum tungumálum – líkt og orðið torg sem vekur upp mynd af verslun og við- skiptum norrænna manna í borgunum sem þeir byggðu þar eystra. Tökuorð berast ekki endilega á milli tungumála þótt tungumálin séu töluð hlið við hlið. Orðin fylgja nýjungum sem orð eru til um á öðru málinu en ekki hinu. Ís- lensk orð hafa t.d. ratað inn í heimstung- urnar, geysir og saga, og víða í Kanada þekkjast orðin skyr og kleinur í enskunni – hið síðara vegna kökubasara vestur- íslenskra kvenna. Eins getur tungumál ráðandi afla í þjóðfélagi rutt sér til rúms meðal almennings eins og eftir innrásina í England frá Normandí árið 1066 þegar enskan tók að breytast úr því að vera lík forníslensku í hina frönskuskotnu nú- tímaensku. Vinnandi alþýða hefur aldrei slík áhrif á tungumál. Leifar af tungutaki hennar sjást aðeins á afmörkuðum svið- um, eins og í fátækramatnum minþaki. Eða svo höfum við haldið hingað til. Í ljósi nýrrar þekkingar úr erfðafræðinni um uppruna fólks sem fluttist til Íslands í öndverðu (um 60% kvenna og 20% karla voru af skosk/írskum uppruna, auk fjöl- margra norrænna manna sem höfðu fæðst eða alist upp í norrænum byggðum á Írlandi og í skosku eyjunum) er full ástæða til að taka uppruna orðaforðans til endurskoðunar og setja upp gelísku gler- augun í stað hinna norrænu. Þá koma án efa fleiri orð í ljós en viðurnefni Þorgerðar brákar – eins og Þorvaldur Friðriksson hefur verið ódeigur að vekja athygli á. Sögulegt minni orðaforðans ’ Tungumálið heldur Íslandssögunni lif- andi á hverjum degi, eins og ef þjóðin hefði alltaf búið í sama húsinu og upp- safnað dót íbúanna væri heilt og nothæft í stofunni. Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is El ín Es th er Málið Árið 944 sigldi Eðvarður Ísabjörn til Íslands til að nema þar land. Með í för var munkurinn bróðir Pedróníus, sem átti að rita sögu Ísabjörns. „Mínþak“, „brága“ og „fíll“? Bróðir Pedróníus, þetta er allt saman bull! Hvernig dettur þér í hug að skrifa svona vitleysu? Slakaðu á! Eftir 1000 ár verða allir farnir að tala svona! Þetta er kallað trendsetting! B orgarleikhúsið frumsýnir leik- ritið Zombí-ljóðin á föstudaginn næstkomandi, hinn 9.9. 2011. Verkið er síðasti hluti af þríleik sem þeir Jón Páll Eyjólfsson, Hallur Ing- ólfsson og Jón Atli Jónasson hafa samið en þeir eru aðilar að Mindgroup, regnhlíf- arsamtökum sem voru stofnuð árið 2006 af evrópskum leikhúslistamönnum, sem vinna verk sem spretta upp úr samtím- anum. Fyrst kom verkið Þú ert hér, sem frumsýnt var árið 2008 og árið 2009 kom verkið Góðir Íslendingar. Í þessu nýjasta verki, Zombí- ljóðunum, kemur Halldóra Geirharðs- dóttir aftur til liðs við þá en hún var líka með þeim í Góðum Íslendingum. Fyrri verk þeirra vöktu mikla athygli enda gagnrýnin á samfélag okkar mjög hörð og jafnvel brútal. En verkin héldu vel því þau voru meinfyndin eins og byrj- unaratriðið í Góðir Íslendingar; hin langa og skrítna ræða Ólafs Ragnar Grímssonar við höfnun Icesave-samningana, þótt það verk hafi síðan endað í brútal myndlík- ingu af Íslandi sem einhvers konar smá- strák í Taílandi sem er nauðgað fram og aftur. Leikarinn verður áhorfandi Zombí-ljóðin hefjast á því að leikararnir taka sér góðan tíma til að tala við áhorf- endur og gera þá að þátttakendum í sýn- ingunni. Eftir skamman tíma áttar áhorf- andinn sig á því að hann er kominn á sviðið og leikararnir eins og áhorfendur af hans lífi. „Anda inn, anda út,“ minna leikararnir mann á. „Hvernig líður þér?“ Spyrja þeir. Eftir að hafa horft á rennsli á verkinu hitti blaðamaður tvo leikara verksins, þau Halldóru Geirharðsdóttur og Jón Atla Jón- asson. „Verkið er auglýst sem sam- félagsspegill en það er ekki rétta orðið,“ segir Jón Atli, „Hvað gerist þegar þú lítur í spegil? Þá spáirðu í það hvernig þú lítur út. Þú ert ekki að mæta spegilmyndinni í þessu verki, heldur ertu að mæta sjálfum þér. Það er allt annað, því þú/hann lætur ekki að stjórn. Á svona sýningu er mögu- leiki á að mæta brotinu í þér. Þess vegna er mikilvægast að mæta með kærleikann, bæði að við leikararnir gerum það og að áhorfendur geri það,“ segir hann. Í verkinu er margt það óhugnanlegasta tekið úr samfélagi okkar og sett á sviðið, eins og nýskeð morð og ofnotkun eitur- lyfja. En morð og eiturlyf eru ekki um- fjöllunarefnið, heldur hvernig samfélagið tekur á óhugnaði og hvernig það tekur á glæpum, eins og þeim sem útrásarvíking- arnir frömdu. Ein persóna verksins talar um að hún hafi háan sársaukaþröskuld, því hún var beitt ofbeldi í æsku. „Það er ekki endilega gott að hafa háan sársaukaþröskuld,“ segir Halldóra við mig á kaffiteríunni í Borgarleikhúsinu. „Þetta er eins og í sjónvarpinu,“ bætir Jón Atli við. „Fyrsta frétt er um að maður fótbrotnaði á Selfossi, næsta frétt er um að það fórust 4.000 Kínverjar í lestarslysi í Shanghæ og þá er búið að skilgreina hvað er mikilvægast; það er fótbrotið á Sel- fossi.“ „Við kunnum ekki og treystum því ekki að við getum haldið á harminum, enda er sársaukinn matreiddur ofan í okkur og okkur sagt hvar og hvernig við eigum að finna til,“ segir Halldóra. „Ég er mjög heillaður af spurningu Or- wells,“ segir Jón Atli. „Að skoða hluti og meta þá út frá því hvort þeir gera þig mennskari eða ekki. Tökum sem dæmi að fara út í Útey til að myrða ungmenni, gerir það mig mennskari? nei. Það er ekki mennskt, en Stoltenberg bregst við með meiri mennsku. Það er ekki verið að setja upp neinar gaddavírsgirðingar í Útey, þvert á móti. Árásin á Útey var árás á hugsun og hugmyndakerfi; frelsi, jafnrétti og bræðralag. Það er einsog með árásina á World Trade Center, það var enginn að vinna þar fyrir tilviljun, árásin á tvíbura- turnanna var árás á hugmyndafræði,“ segir Jón Atli. „Það liggur ásetningur þarna að baki.“ „Til að geta fundið til með öðrum þarftu að hafa samlíðan með sjálfum þér,“ segir Halldóra. „Það þarf að skoða sjálfa sig. Ef ein manneskja getur drepið, þá get ég gert það. Við hvaða aðstæður get ég gert það? Þá þarf maður að leita og láta sér bregða; já, það er hérna. Hvar er kærleikurinn? Það hlýtur að vera leiðin út úr þessu; kærleikurinn. Bestu verkfærin sem þú getur fengið í leit- inni að merkingu er einlægni og kær- leikur. Ef við lækkum ekki sársauka- þröskuldinn og segjum ái, fyrr en við höf- um gert hingað til, þá bara heldur þetta áfram. Við verðum að hafa einhverja von um að manneskjan geti þroskast,“ segir Halldóra. „Við eigum auðvelt með að grípa inn í náttúruhamfarir. En þegar kemur að ein- hverju eins og efnahagshruninu getum við það ekki,“ segir hún. „Útrásarvíkingarnir tala alltaf um Árás á hugsun og hug- myndakerfi Næsta föstudag verða frumsýnd í Borgarleikhús- inu Zombí-ljóðin og blaðamaður Morgunblaðs- ins hitti Halldóru Geirharðsdóttur og Jón Atla Jónasson af því tilefni. Verkið er ákaflega gagn- rýnið samtímaverk. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.