SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 32
32 4. september 2011 Þ egar Bjarni Haukur Þórsson settist niður til að skrifa ein- leikinn Pabbann átti hann alls ekki von á að vera ennþá á bólakafi í verkefninu meira en fimm ár- um síðar. Sýningum er vissulega löngu lokið hér heima en Pabbinn er enn að spretta upp á sviðum víðsvegar um heim, næst verður hann á ferð í Brasilíu eftir áramótin. Sýningarrétturinn hefur verið seldur til tuttugu landa, hvorki meira né minna. „Þetta er ótrúlegt,“ segir Bjarni. „Í mínum villtustu draumum vonaðist ég til að fara með sýningunna til tveggja eða þriggja landa.“ Og boltinn er hvergi nærri hættur að rúlla. Bjarni er nýkominn heim frá München, þar sem hann skrifaði undir samning við kvikmyndafyrirtækið Blue Eyes Fiction um gerð kvikmyndar eftir handriti sem þeir Ólafur Egill Egilsson unnu upp úr leikritinu. Fyrirhugað er að tökur hefjist í lok næsta árs og að myndin verði frumsýnd haustið 2013. Áætlaður kostnaður við myndina er fimm milljónir evra (820 milljónir króna) sem er að sögn Bjarna í meðallagi á þýskan mælikvarða. Bjarni er að vonum kampakátur með samninginn. „Þetta verkefni hefur tekið drjúgan hluta af kröftum mínum og tíma undanfarin misseri og á leiðinni hefur maður vissulega spurt sig hvort þetta sé þess virði. Í dag er ég hins vegar hæstánægður að hafa ekki lagt árar í bát.“ Öflugt framleiðslufyrirtæki Handritið lá fyrir í vor og hófst þá kynning á því vítt og breitt um heim- inn. „Við höfum verið duglegir að sýna fólki handritið, meðal annars á kvik- myndahátíðinni í Cannes, og Blue Eyes Fiction voru fyrstir til að bíta á agnið.“ Honum líst vel á hinn nýja samstarfs- aðila. „Þetta er öflugt framleiðslufyr- irtæki sem gerir bæði myndir fyrir bíó og sjónvarp. Síðasta myndin sem það framleiddi var fjölskyldumyndin Lilly and the Witch í samstarfi við Disney.“ Myndin verður á þýsku og aðeins til dreifingar á þýska málsvæðinu. „Ástæðan fyrir því er sú að hugmyndin er að gera myndina víðar. Við erum þegar í viðræðum við aðila í Tékklandi, Frakklandi, Noregi, Finnlandi og Bras- ilíu. Maður veit aldrei hvað kemur út úr svona viðræðum en væntanlega eiga myndirnar eftir að verða fleiri en ein og fleiri en tvær,“ segir Bjarni. Ekki eru áform um að gera mynd á ís- lensku. „Auðvitað á maður aldrei að segja aldrei en ég býst ekki við að gera mynd um Pabbann hér á landi,“ segir Bjarni. Spurður um landvinninga í ensku- mælandi löndum segir Bjarni það vissu- lega koma til álita. „Ég hef verið í við- ræðum við aðila í Bandaríkjunum um leikritið án þess að neitt sé frágengið í þeim efnum. Hvað kvikmynd varðar verðum við svolítið að spila það eftir eyranu. Heppnist þýska myndin vel og jafnvel fleiri myndir verður vígstaða okkar gagnvart Bandaríkjunum mun betri. Hafi eitthvað virkað annars staðar eru þeir mun líklegri til að sýna því áhuga.“ Eins og menn muna er Pabbinn ein- leikur en mun fleiri leikarar koma við sögu í myndinni. „Innihaldið er það sama. Aðalsöguhetjan er sjálfumglaður glæpasagnahöfundur á framabraut sem lendir óvart í því að verða pabbi. Hann hefur minni en engan áhuga á börnum og skyndilega er lífi hans snúið á hvolf.“ Einleikurinn á ferð og flugi Pabbinn er ekki bara á ferð og flugi í formi kvikmyndahandrits, leikritið hef- ur nú verið selt til tuttugu landa og að sögn Bjarna eru átta til tíu til viðbótar í sigtinu. „Það er ekki búið að frumsýna verkið í öllum þessum löndum en það hefur verið að gerast smátt og smátt. Nú stendur til að mynda fyrir dyrum fyrsta uppfærslan utan Evrópu – í Rio de Ja- neiro í Brasilíu í janúar næstkomandi. Það verður gaman að sjá hvernig skil menn gera Pabbanum þar,“ segir Bjarni sem reiknar með að verða viðstaddur frumsýninguna. Hann segir það tvímælalaust hjálpa til að sýningin sé með alþjóðlegu yf- irbragði, menn upplifi föðurhlutverkið víðast hvar með áþekkum hætti. „Ætli það sé ekki alveg jafnmikið sjokk fyrir brasilískan karlmann að verða faðir í fyrsta sinn og íslenskan,“ segir Bjarni og brosir út í annað. Oft er sagt að erfitt sé að flytja húmor milli menningarsvæða, hann sé oft og tíðum svo staðbundinn. Bjarni er ósam- mála þessu. „Sjáðu bara Mr. Bean. Hann er fyndinn alls staðar. Monty Python, Pabbinn tjaldar ekki til einnar nætur Bjarni Haukur Þórsson hefur samið við þýskt fyrirtæki um að gera kvikmynd byggða á ein- leiknum Pabbanum sem sýndur hefur verið víða um lönd. Ólafur Egill Egilsson skrifar handritið að myndinni ásamt Bjarna. Hermir þar af kot- rosknum manni á framabraut sem lendir í þeim ósköpum að verða faðir. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Bjarni Haukur og Corinna Mehner, yfirmaður hjá Blue Eyes í Þýskalandi, skrifa undir samn- ing um gerð kvikmyndar á dögunum. Hinn kunni leikari Sven Nordin í hlutverki Pabbans (Pappa!) í Noregi. ’ Mín reynsla er sú að menn hlæja al- veg jafnmikið að Pabbanum á Íslandi og í Slóveníu. Bjarni Haukur Þórsson í Hörpunni þar sem nýtt verk eftir hann, How to Become Icelandic in 60 Min- utes, verður frumsýnt næsta vor.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.