SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 44
44 4. september 2011 Roberto Bolaño – Antwerp bbbbn Bolano-æðið heldur áfram og skammt í að allt sem hann skrifaði sé komið út á ensku. Þessi litla bók er fyrsta skáldsaga hans og á kápunni segir hann að Antwerp sér eina skáldsagan sem hann skammist sín ekki fyrir sem er dæmigerður hrekkur af hálfu Bolaños því Antwerp er ekki eiginleg skáldsaga, en um það leyti sem bókin var skrifuð var Bolaño að snúa sér að bundnu máli eftir að hafa skrifað ljóð að mestu. Söguþráðurinn gæti verið einhvern veginn svo: Á Estrella del Mar tjaldstæðinu í Barcelona (skammt frá gatna- mótum Avinguda Diagonal og Carrer de Aragó) hefur verið framið morð. Þá um kvöldið hafði kvikmynd verið sýnd á lérefti sem strengt var á milli furutrjáa. Skammt þar frá tjaldar ungur suður- amerískur rithöfundur, Roberto Bolaño, sem hefur ekki efni á að tjalda á opinbera tjaldstæðinu. Ofbeldishneigður lögregluforingi rannsakar morðið og beinir sjónum að smávöxnum krypplingi, ungri stúlku, enskum rithöfundi og ónefndri konu. Þetta gæti verið söguþráðurinnn, en hann gæti líka verið allt öðruvísi, fórnarlambið gæti verið enskur rithöfundur, krypplingurinn gæti verið saklaus sjónarvottur, hugsanlega á suðurameríski rithöfundurinn í sam- bandi við ónefndu stúlkuna og svo má telja. Svo má ekki gleyma óvættinum Colan Yar sem sögupersónurnar flýja. Bókinni er skipt í 56 kafla sem rekast hver á annan, flækja söguna eða greiða úr henni, rétt eins og sagan hafi sáldrast úr lausblaðamöppu höfundar sem veit ekki hvaða sögu hann er að segja. Daniel Silva – Portrait of a Spy mnnnn Fyrir einhverjar sakir rataði þessu bók inn á met- sölulista New York Times og situr þar enn. Hún segir frá ofurmannlegum íraelskum leyniþjónustu- manni sem tekur að sér að finna og fella eftirmann Osama Bin Ladens. Skemmst er frá því að segja að þetta er skelfileg bók, algjört klisjusafn. Allir músl- imar sem nefndir eru í bókinni eru illir, eða þá langar til að vera illir, eða þeir verða illir eins og hendi sé veifað. Í baráttu við alla þessa illu múslima eru öll meðul leyfileg, líka það að ræna mönnum og pynta þá til bana – allir sem eru handteknir eiga það skilið að vera teknir, annars hefðu þeir fengið að vera í friði. Það var sannkölluð þraut að þræla sér í gegnum þessa bók. Og af hverju lastu hana, spyrð þú, kæri les- andi. Það var til þess að þú þyrftir ekki að gera það. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Erlendar bækur 14.-27. ágúst 1. Einn dagur – David Nic- holls / Bjartur 2. Frelsarinn – Jo Nesbø / Uppheimar 3. Gagn- fræðakver handa háskóla- nemum – Friðrik H. Jónsson / Háskólaútgáfan 4. Indjáninn – Jón Gnarr / Mál og menning 5. Lost in Iceland – Sigurgeir Sigurjónsson / Forlagið 6. Stóra Disney köku- & brauðb. – Walt Disney / Edda 7. Íslenskur fuglavísir – Jóhann Óli Hilmarsson / Mál og menning 8. Hægur dauði – Agnete Friis, Lene Kaaberbøl / Mál og menning 9. Ég man þig – Yrsa Sigurð- ardóttir / Veröld 10. 10 árum yngri á 10 vikum – Þorbjörg Hafsteinsdóttir / Salka Frá áramótum 1. Ég man þig – Yrsa Sig- urðardóttir / Veröld 2. 10 árum yngri á 10 vikum – Þorbjörg Hafsteinsdóttir / Salka 3. Djöflastjarnan – Jo Nesbø / Undirheimar 4. Bollakökur Rikku – Friðrika Hjördís Geirsdóttir / Vaka- Helgafell 5. Betri næring – betra líf – Kol- brún Björnsdóttir / Veröld 6. Ljósa – Kristín Steinsdóttir / Vaka-Helgafell 7. Léttir réttir Hagkaups – Friðrika Hjördís Geirsdóttir / Hagkaup 8. Mundu mig, ég man þig – Do- rothy Koomson / JPV útgáfa 9. Morð og möndlulykt – Camilla Läckberg / Undirheimar 10. Matur sem yngir og eflir – Þorbjörg Hafsteinsdóttir / Salka Bóksölulisti Lesbókbækur Allur listinn Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar, Bóka- búðinni Eskju, Bókabúðinni Hamra- borg, Bókabúðinni Iðu, Bókabúðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu- stúdenta, Bónus, Hagkaupum, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum- Eymundssyni og Samkaupum. Rann- sóknasetur verslunarinnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda. H vernig á að skrifa rúmlega 250 blað- síðna ævisögu um konu sem ekki er til mynd af, ekki vitað með vissu hvaða ár er fædd, auk þess sem flestar upp- lýsingar um líf hennar eru mjög á reiki? Hin breska Alison Weir glímir einmitt við þennan vanda í ævisögu sinni um Maríu Boleyn, systur Önnu Bo- leyn, eiginkonu Hinriks 8. sem endaði líf sitt á höggstokknum eins og margfrægt er. Sambandi þeirra systra voru gerð skil í kvikmyndinni The Other Boleyn þar sem afar frjálslega var farið með heimildir og staðreyndir. Alison Weir hefur skrifað prýðilega skemmti- legar og áhugaverðar ævisögur, þar á meðal um hinar sex eiginkonur Hinriks 8., börn Hinriks og einnig um Maríu Stúart Skotadrottningu. Hún er því á heimavelli í bók um Maríu Boleyn og gjör- þekkir Tudor-tímann. Í þessari nýju bók tekst hún hins vegar á við sterkan óvin, sem er tilfinn- anlegur skortur á heimildum. Margt og mikið er vitað um hina litríku, hæfi- leikaríku og ógæfusömu Önnu Boleyn, en systir hennar María stóð ætíð í skugga hennar. Hún virðist hafa verið fremur hversdagslegur persónu- leiki og ekki í miklum hávegum höfð innan fjöl- skyldu sinnar. María var á sínum tíma úthrópuð fyrir lauslæti, en litlar innistæður virðast vera fyrir þeim upphrópunum, eins og Weir sýnir fram á í bók sinni Mary Boleyn – The Great and Infamous Whore. María var ástkona Frans I. Frakkakonungs og Hinriks 8. sem seinna varð eiginmaður Önnu syst- ur hennar. Bæði samböndin virðast hafa staðið stutt. María giftist tvisvar, í seinna skiptið ham- ingjusamlega og eignaðist börn og eitt þeirra kann að hafa verið barn Hinriks 8. Um það er þó ekki vitað með vissu. Svo lítið er vitað um Maríu að Weir þarf ítrekað að geta í eyðurnar og þegar hún segir frá ævi Maríu verður textinn yfirfullur af orðum eins og „kannski“, „hugsanlega“, „vel má ímynda sér“ og „ekki er ólíklegt að …“ Lesandinn er ekki svo miklu nær um líf Maríu Boleyn eftir lesturinn, en hann veit þó allavega að hún var til, lifði rólegu lífi með eiginmanni og börnum seinni hluta ævinnar og var sú eina af Boleyn-systkinunum sem öðl- aðist hamingju. Tvö systkina hennar enduði ævina á höggstokknum, Anna drottning var hálshöggvin fyrir hórdóm og landráð, og Georg, bróðir hennar, var sakaður um að hafa sængað hjá systur sinni og var sömuleiðis sendur á höggstokkinn. Weir hrekur á sannfærandi hátt sögur um laus- læti Maríu, sem virðast hafa verið tilbúningur. Hún telur að María hafi eignast dóttur með Hinriki 8. en leggur ekki fram nægilega haldbær rök til staðfestingar þeirri fullyrðingu. Reyndar er ekki vitað hvenær samband Maríu við Hinrik 8. hófst, hvenær því lauk eða hvaða tilfinningar María bar til konungsins. Weir þykir líklegast að María hafi verið treg til að gerast ástkona konungs en ekki þorað að hafna honum. Vel má vera að þannig hafi málum verið háttað, en svo er einnig mögulegt að hún hafi raunverulega hrifist af honum. Vandi Weir er sá að lítið sem ekkert er vitað um tilfinn- ingar og skoðanir Maríu Boleyn, nema að hún elskaði seinni eiginmann sinn einlæglega. Hann var rúmlega tíu árum yngri en hún og hún giftist honum í mikilli óþökk fjölskyldu sinnar. Þessi ævisaga er byggð á alls kyns tilgátum um að hugsanlega og kannski hafi María Boleyn hugs- að á þennan veginn eða hinn. Það sýnir sig vel í þessari bók hversu erfitt er að skrifa ævisögu ein- staklings sem sáralítið er vitað um. Í lok bókar nefnir Weir fræga afkomendur Maríu Boleyn, og þá hugsanlega Hinriks 8. Þar á meðal eru Winston Churchill, Nelson, Darwin. P.G. Wodehouse, Díana prinsessa, Kate Middleton og Elísabet drottning. Scarlett Johansson og Natalie Portman í hlutverkum sínum sem María og Anna Boleyn í kvikmyndinni The Other Boleyn Girl eftir Justin Chadwick sem frumsýnd var fyrir þremur árum. Hugsanlega, kannski Líf Maríu Boleyn, systur Önnu Boleyn Englandsdrottn- ingar, hefur ratað á bók, þrátt fyrir að afar lítið sé vitað um ævi hennar. Bókin byggist því á getgátum. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.