SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 41
4. september 2011 41 LÁRÉTT 1. Hlaup og urg hjá keltneskum. (8) 6. Passir sig á góðum. (6) 9. Segja öðruvísi vegna flugumorðanna. (6) 10. Sá ræfrið einhvern veginn í stokknum. (8) 12. Ansans í sjó flækist fiskurinn. (8) 14. Enginn fékk svörð frá sjaldgæfum. (10) 16. Ruglaðir Danir káli presti. (9) 17. Ílát fyrir eiturlyf reynist vera grænmeti. (7) 18. Leita feitra með því að hreinsa. (7) 19. Gráða í beiskum vökva gefur okkur staf. (6) 20. Gullhamstur veldur fyrirhöfn. (6) 21. Arabískt með flækjum og baksi. (9) 26. Spurnarorð nær að lyfta og velta. (10) 27. Tvöfaldur sársauki kemur af aukaeintaki. (6) 29. Mamma með mikið úthald eignast þá með langlundargeð. (10) 31. Hryggja fjallaleiðangra. (5) 33. Ábreiða sem hefur afl er sérstök ábreiða. (9) 34. Sandra fær lama og skriðdýr. (10) 35. Orðtækin geta gefið okkur sérhæfðan orða- forða. (8) LÓÐRÉTT 1. Erta Agnar einhvern veginn til að ábyrgjast. (9) 2. Fuglar í Kjósinni eru þeir sem fá að velja. (9) 3. Flúinn frá trénu. (7) 4. Frú gneisti einhvern veginn út af ginningu. (9) 5. Er aftar að finna óþokka. (6) 7. Hressingarganga með lélegt hljóðfæri. (6) 8. Nær arður að komast einhvern veginn í tölurnar. (8) 11. Tímamælir fyrir gang hjá hestum? (11) 13. Ódýrt er í því sem telst vera sælgæti. (8) 15. Næstum því öfug fær lager af dýrahóp. (8) 19. Bætið sök einhvern veginn á stað. (8) 22. Áætli lím einhvern veginn í máli. (8) 23. Dans í rugli Einars ná að setja í jafnvægi. (10) 24. Hvort er Símon trassi eða grobbari? (8) 25. Gefi skata lista yfir dýr. (8) 28. Vanar á jurtamarkaði. (5) 29. Kláraðist gáta. (5) 30. Kærustupar við mynni sjá eyðslusaman. (5) 32. Kertastjakarnir innihalda hnetu. (5) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Há- degismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn kross- gátu 4. september rennur út á há- degi 9. september. Nafn vinnings- hafans birtist í blaðinu 11. september. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinn- ing. Vinningshafi krossgátunnar 28. ágúst er Sverrir Haraldsson, Selsundi, Hellu. Hann hlýtur í verðlaun bókina Bankastræti núll eftir Einar Má Guðmunds- son. Mál og menning gefur út. Krossgátuverðlaun Meistaramót Hellis sem nú stendur yfir ber uppá 20 ára afmæli félags- ins. Stofnendur þess Gunnar Björnsson og Andri Áss Grétars- son, höfðu verið miklir stólpar í félagsstarfi Taflfélags Reykjavíkur en gert lítilsháttar ágreining vegna byggingar félagsheimilis TR í Faxa- feni. Á haustmánuðum 1991 hófst starfssemi Hellis og verður ekki annað sagt en að vel hafi gengið enda margir stofnfélaga sér- staklega ræktarsamir við félagið. Á meistaramótinu í ár teflir sigurvegari síðasta árs, Hjörvar Steinn Grétarsson, og einnig sjö- faldur meistari Hellis, Björn Þor- finnsson. Þessir tveir eru stiga- hæstir og jafnir í efsta sæti en ýmsir kunnir meistarar sækja fast að: 1.–2. Hjörvar Steinn Grétarsson og Björn Þorfinnsson 5 v. (af 5) 3.–7. Páll Sigurðsson, Guðmundur Kjartansson, Bragi Halldórsson, Þorvarður Ólafsson, Einar Hjalti Jensson. 8.–10. Nökkvi Sverrisson, Oliver Jóhannesson og Unnar Þór Bachman 3½ v. Hjörvar Steinn og Björn mætast í úrslitaskák mótsins í sjöttu umferð sem fram fer nk. mánudagskvöld. Fyrir mótið var Guðmundur Kjartansson allt eins líklegur til að hreppa efsta sætið og í skák hans við Björn Þorfinnsson, sem hér fer á eftir, var hann með unnið tafl lengst af. Alltaf annað veifið virðist Björn Þorfinnsson finna þörf hjá sér til að ramba fram á ystu brún hengiflugsins og er hér komið rak- ið dæmi. Hann lét ófriðlega strax í 3. leik og hleypti svo öllu í bál og brand með fullkomlega óábyrgum 10. leik. En þegar Guðmundur virtist vera að innbyrða vinninginn uggði hann ekki að sér. Með að- ferðum í ætt við sjónhverfingar náði Björn að snúa taflinu við og ná mátsókn í endatafli: Meistaramót Hellis 2011, 4. um- ferð: Guðmundur Kjartansson – Björn Þorfinnsson Kóngspeðsleikur 1. e4 e5 2. Rc3 Rc6 3. g3 f5 4. exf5 Rf6 5. Rf3 d5 6. d4 exd4 7. Rxd4 De7 8. Be3 Rxd4 9. Dxd4 c5 10. Df4 g5??! Engin þörf var á þessum fífl- djarfa leik því svartur heldur vel í horfinu með 10. … d4. 11. fxg6 hxg6 12. Bb5+ Kd8 13. Rxd5! Svartur er glataður eftir þennan leik, 13. O-O-O vinnur einnig. 13. … Rxd5 14. O-O-O Hh5 15. Bc4 Be6 16. Bxd5 Bxd5 17. c4 Bh6 18. Df3? Of mikil tilslökun. 18. Hxd5+! Hxd5 19. Dxh6 He5 20. Hd1+ Kc8 21. Dxg6 vinnur létt. 18. … Kc7 19. cxd5 Hf8 20. d6 Dxd6 21. Hxd6 Og hér var einfaldara að leika fyrst 21. Dxb7+! og síðan 22. Hxd6. 21. … Hxf3 22. Hxg6 Bxe3 23. fxe3 Hf2 24. h4 He5 25. He1 Í svona stöðum er yfirleitt gott að ná uppskiptum á einu hróka- pari. Öruggast var því 25. Hg5 Hxg5 26. hxg5 Hf3 27. g4 Hg3 28. Hh4 og hvítur á að vinna. 25. … He4 26. Kb1 c4 27. h5 c3!? 28. b3?? Hrikalegur afleikur. Eftir 28. Hc1! Hxb2+ 29. Ka1 vinnur hvítur án vandkvæða. 28. … Hb2+ 29. Ka1 Hh2! 30. Hc1 Hxe3 31. g4 b5!? 32. b4 a5 33. bxa5 – sjá stöðumynd – 33. … Hc2! Nú má hvítur passa sig því kóngsstaðan er orðin afar við- kvæm. 34. Hf1 Hf3! 35. Hd1 Eina vörnin fólst í 35. Hg7+ og þá ætti hvítur að ná jafntefli. En það er erfitt að sjá hugmyndina sem kemur upp eftir t.d. 35. … Kc6 36. Hg6+ Kc5 37. Hg5+! og eftir 37. … Kc4 kemur 38. Hgf5! o.s.frv. 35. … Hff2! Svartur er kominn með mát- sókn! 36. Hg7+ Kc6 37. Hg6+ Kc5 38. Hg5+ Kc4! Óvænt endalok. Hvítur gafst upp. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Darraðadans á afmælismóti Hellis Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.