SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 43
4. september 2011 43 hrunið eins og náttúruhamfarir,“ segir Jón Atli. „Ef við hefðum lent í árekstri og einhver hefði sagt: þessi árekstur var óumflýjanlegur. Þá er spurningin um hversu hratt þú keyrðir farin út af borð- inu. Hrunið gerðist ekki bara, það varð til af verknaði manna,“ segir hann. „Þess vegna er nauðsynlegt að vita hver gerði hvað,“ segir Halldóra. „Annars hefur þetta djúpstæð, mótandi áhrif sál þjóð- arinnar. Við erum þá brotin þjóð sem hef- ur ekki sett atburðina á réttan stað. Ann- ars er ekki hægt að halda áfram nema sem zombí með of háan sársaukaþröskuld,“ segir hún. Forréttindin í leikhúsinu „Allar sýningarnar þrjár,“ segir Halldóra, Þú ert hér, Góðir Íslendingar og Zombí- ljóðin eru tengdar að því leyti að þær fjalla um samtímann. Vinnuumhverfið er reyndar öðruvísi, en þetta verk okkar er unnið á jafningjagrundvelli. Við erum öll höfundar verksins og öll erum við leik- stjórar og leikarar. Það er aðallega þetta sem aðgreinir það frá hefðbundnu starfi í húsinu,“ segir hún. „Það eru ákveðin for- réttindi að geta labbað inn í Borgarleik- húsið og inn í það umhverfi trausts sem þar ríkir og gera tilraunina,“ segir Jón Atli. „Ég er leikskáld, það verða öðruvísi tengsl þegar maður vinnur þannig. Að- koman að verkinu er öðruvísi en þegar við gerum þetta svona í samvinnu. Þetta er svolítið eins og að vera í hljómsveit. Ef þetta væri hljómsveit væri ég tromm- arinn,“ segir hann og hlær. Með tilliti til þess að í verkinu eru tekin fyrir nýframin morð á Íslandi, raunveru- legt andlát unglings og margt í verkinu má túlka sem mjög harða gagnrýni á flytj- endur frétta, framleiðendur frétta og þá sem móta samfélagsgerðina þá veltir mað- ur fyrir sér hvort þau óttist ekki aðkast eða óþægindi frá fólki sem gæti tekið þetta nærri sér? „Þetta er gert í kærleika og af þörf til að skilja heiminn í kringum okkur,“ segir Halldóra. „Við viljum ekki meiða fólk en við erum að gagnrýna fjölmiðla. Þetta snýst ekki um að velta sér upp úr harmi annarra heldur að halda á honum í smá- stund. Sjá fólk, ekki fyrirsagnir. Af því að það er samkomulag í hópnum um efnisvalið og framsetninguna eru stoðir fyrir þessu sterkar. Þá verður það ekki persónulegt því þú veist ástæðurnar sem liggja að baki. Við höfum valið fullt af texta og efni sem okkur liggur á hjarta. Sýningin er aldrei komin, hún er að fæðast á hverjum degi. Í hvert skipti viljum við vera næm á það sem er að gerast í sam- félaginu í kringum okkur þá stundina og hugsanlega taka það inn í sýninguna. Það eru forréttindi að fá að vinna svona. En líka ákaflega krefjandi,“ segir hún. „Eina spurningin sem heyrist ekki nógu oft í leikhúsi er af hverju?“ segir Jón Atli. „Þetta er tilraunaleikhús. Tilraunin getur ekki mistekist. Það er aldrei sama niðurstaðan. Mark- mið okkar er að tengja við salinn en ekki ýta honum frá okkur. Það er ekki heldur verið að þvinga neina niðurstöðu fram. Spurningarnar eru; hvort við séum til staðar, finnum við ennþá til, höfum við glatað hæfileikanum til að vera mennsk? Og svaf ég meðan hinir þjáðust?“ ’ Þetta er gert í kær- leika og af þörf til að skilja heiminn í kringum okkur,“ segir Halldóra. „Við viljum ekki meiða fólk en við erum að gagnrýna fjölmiðla. Þetta snýst ekki um að velta sér upp úr harmi annarra heldur að halda á honum í smástund. Sjá fólk, ekki fyrirsagnir.“ Leikararnir fjórir í Zombí-ljóðum, þau Hallur, Jón Páll, Halldóra og Jón Atli, á sviðinu en verkið er mjög gagnrýnið á samtíma okkar og vekur áhorfendur til umhugsunar. Jón Atli Jónasson og Halldóra Geirharðsdóttir, tveir höfunda og leikara úr sýningunni Zombí- ljóð í Borgarleikhúsinu en þau segja kærleikann mikilvægastan til að ná merkingunni. Morgunblaðið/Ernir

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.