SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 9

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 9
4. september 2011 9 Þ að er gaman að vera kominn aftur eftir ansi langt frí, og munu pistlarnir mínir nú verða með svipuðu sniði, en á síðasta ári var ég mikið úti á landi. Í ár hef ég aftur á móti haldið mig á höfuðborg- arsvæðinu, ég mun að sjálf- sögðu einbeita mér að mat og matartengdum málefnum, enda er það atvinna mín og mitt helsta áhugamál. Ég verð ófeiminn við að hrósa þeim sem gera vel, sama hvort um er að ræða í veitingamennsku, matvælaframleiðslu, verslun eða eitthvað sem tengist mat og matargerð. Ég hafði verulega gaman af því að upplifa Menningarnótt í Reykjavík í fyrsta skipi, sér- staklega vegna þess að umræð- an hefur að mínu mati ekki verið svo góð og aðallega talað um fyllerí og sóðaskap. Við hjónin hlustuðum á ráðlegg- ingar borgaryfirvalda og lögð- um bílnum í hæfilegri fjarlægð og löbbuðum í bæinn, það var hárrétt ákvörðun. Karnival- stemmingin höfðaði til okkar og ég skil vel að fólk velti því fyrir sér hvort stórtónleikarnir á Austurvelli og Ingólfstorgi séu þarfir á svona kvöldi. Ég hafði aftur á móti mjög gaman af því að sjá Samaris á litlu sviði á horni Bankastrætis og Skólavörðustígs og frábæra tónleika í rakarastofu almúg- ans, Amadeus, sem greinilega eru árvissir því færri komust að en vildu. Svo ekki sé minnst á að upplifa orgelleik og kórsöng í Hallgrímskirkju án þess að vera í messu. Er það merki um að ég sé orðinn gamall þegar flugeldasýning höfðar ekki lengur til mín? Eða er það kannski upplifunin á stórkostlegri flugeldasýningu í tilefni af 10 ára afmæli Fiski- dagsins mikla í fyrra sem lætur aðrar flugeldasýningar líta hálf-ræfilslega út? Ég held að það sé óhætt að segja að Skóla- vörðustígurinn sé miðdepill mataráhugafólks á Menning- arnótt, gaman að sjá fallegar samlokur fyrir utan Ostabúð- ina, fjölda fólks gæða sér á heimilismat í Matbúð mömmu Steinu og þétt- setnir bekkir á öllum kaffihúsum og veit- ingastöðum í götunni. En hrós mitt að þessu sinni fer til starfsfólksins og eigenda á Café Loka, þar höfum við veitingastað með sál sem skilar sér greinilega til viðskiptavin- anna. Þarna inni var góð blanda af fjölskyldufólki, er- lendum gestum af öllum þjóð- ernum og fínum frúm sem gæddu sér á plokkfiski, kjöt- súpu, sviðasultu, flatbrauði, rúgbrauði og öðrum heimilis- legum veitingum sem bornar voru fram með þjóðarstolti og metnaði. Ég hef oft heyrt talað niður til þjónustu á veitinga- stöðum í miðborginni, að þar séu ungir krakkar, sem kunni lítið til verka og engin fag- mennska. Það er nú aldeilis ekki raunin á Café Loka þar sem starfsstúlkurnar höfðu greinilega gaman af vinnunni sinni, voru vel að sér, fum- lausar og brosandi. Að mínu mati er þarna einn af horn- steinum í reykvískri mat- armenningu sem aðrir veit- ingamenn ættu að taka sér til fyrirmyndar og hlakka ég nú þegar til að mæta á staðinn aftur og þá sérstaklega með erlenda gesti. Einn af hornsteinum matarmenningarinnar Café Loki, þar höfum við veitingastað með sál sem skilar sér greinilega til viðskiptavinanna. Morgunblaðið/Eggert Matur Friðrik V. Karlsson ÓÐINSGÖTU 4 SÍMI 570 4500, OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17. Netfang: fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is Jón Guðmundsson, sölustj. og lögg. fast.sali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fast.sali. Hrólfsskálamelur – Seltjarnarnesi Glæsilegt fjölbýlishús. Einstök staðsetning Glæsilegar lúxusíbúðir í nýju þriggja hæða lyftuhúsi. Íbúðirnar eru afar vandaðar og er mikið lagt í hönnun, efnisval, búnað og frágang. Stærðir eru frá 84 fm. upp í 225 fm. og afhendast þær fullbúnar án gólfefna. Eitt til þrjú bílastæði fylgja hverri íbúð. Sölumenn Fasteignamarkaðarins sýna. Sjá nánari skilalýsingu á www.fastmark.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.