SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 36
36 4. september 2011 Stangveiði Þ að er súld í Lundarreykjadal, langþráð úrkoma í Borgarfirði. Klukkan er hálfellefu og tvær og hálf klukustund eftir af fjórðu og síðustu vakt bræðranna Eggerts og Þóris Halldórssona í Grímsá að þessu sinni. Þeir eru á efsta svæðinu þennan morgun, því fjórða, og hefur gengið vel – eins og svo oft áður. „Við erum komnir með sjö laxa í morg- un,“ svarar Eggert þegar hann er spurður út í veiðina. Bræðurnir eru við Neðri- Gullberastaðastreng og Þórir er að kasta flugunni. Þrjá laxa fengu þeir í byrjun vaktarinnar í Oddstaðafljóti og aðra þrjá í Tjarnarbrekkufljóti. „Það er fullt af laxi þar. Rigningin hlýtur að hafa komið hon- um af stað. Hann tók áðan eins og mar- hnútur,“ segir Eggert. Laxarnir eru flestir búnir að taka svart- ar míkrótúpur. „Þórir hnýtir þær, og þær eru ekki flóknar. Litlar, svartar og krókur fjórtán,“ segir hann. „Það er mjög gaman að veiða á þessar flugur, strippaðar hratt. Oft fáum við mikil viðbrögð, og ef við fáum ekki við- brögð við þessu þá hef ég ekki mikla trú á öðrum smáflugum í það skiptið. Við byrjum venjulega með þetta eða hits, förum svo kannski í sunray og ein- staka sinnum í túpu – og ef það gengur ekki er eins gott að færa sig.“ Bræðurnir þurfa ekkert að færa sig strax frá þessum veiðistað því laxar eru að koma í fluguna og þegar Eggert skiptir við Þóri tekur fljótlega einn hjá honum. Athyglisvert er að sjá fumlausa samvinnu þeirra; þegar laxinn er komin á land grípur sá sem ekki er með stöngina fisk- inn, veiðimaðurinn tekur fram töng og losar fluguna, hinn rennir honum aftur út í strauminn. Á fyrstu vaktinni fengu bræðurnir einn lax, sex morguninn áður og tvo þá á seinni vaktinni. „Við fengum þrjá á míkrótúpur í Graf- arhyl í gærmorgun. Við vorum heppnir því við fengum blástur, það er nauðsyn- legt þar. Ef maður fær Grafarhyl í réttum aðstæðum, hávaðaroki, þá getur verið veisla,“ segja þeir. Þetta er þriðji veiðitúr bræðranna í Grímsá í sumar og Þórir segist eiga eftir að koma einu sinni til en Eggert tvisvar. „Þetta er tuttugasta sumarið í röð sem ég veiði hér í ánni. Eggert hefur veitt hér síðan 1986. Þetta er mjög þægileg á og umhverfið allt notalegt. Ekki síst veiði- húsið. Það eina sem vantar á er kannski stærðin á löxunum. En svona er þetta, það er nóg af þeim,“ segir Þórir og því til staðfestingar stekkur lax beint fyrir framan okkur. Eggert fær töku í næsta rennsli niður strenginn en festir ekki í laxinum. „Þessi staður getur verið erfiður,“ segir Þórir hugsi. „Mest hef ég fengið sjö hérna. Það var í júlí. Einn eða tveir tóku þarna ofarlega,“ segir hann og bendir, „annars tóku þeir þarna niðurfrá. Þessir staðir hér á efsta svæðinu breyta sér alltaf eitthvað milli ára, botninn er á sífelldri hreyfingu. En það er skemmti- legt þegar það er svona mikið af laxi.“ Draumaá fluguveiðimannsins Bræðurnir ætla að enda vaktina aftur í Oddstaðafljóti, enda vita þeir að þar er mikið af fiski. Þórir byrjar og þegar Egg- ert rennir augum niður eftir strengnum undir grónum bakkanum stökkva þar þrír laxar, á ólíkum stöðum en nánast á sama tíma. „Þetta er uppáhaldið mitt,“ segir hann. „Mjög flottur fluguveiðistaður.“ „Það er alltaf spennandi á þessum tíma að eiga Oddstaðafljótið. Það er ekki líflegt í júní og í júlí er ekki mikill lax hér, þótt Efstihylur hér beint fyrir neðan geti verið pakkaður. En í ágúst er þetta góður stað- ur.“ Eggert segir að þegar líður á sumarið geri hann ráð fyrir að verða var við lax þarna. „Gamall vinur minn, sem nú er dáinn, sagði að ef maður veiddi niður Oddstaða- fljót án þess að verða var væri eitthvað að! Ég hef þetta alltaf í huga hérna og hægi á mér ef ég er kominn neðarlega í strenginn, og ætla mér ekki að klára rennslið án þess að verða var við lax. Og maður verður alltaf var!“ Þórir hlær úti í ánni og hristir höfuðið; þeir eru að renna sér í fluguna hjá hon- um, án þess að taka. „Eggert segist fyrst hafa komið í Grímsá að veiða ásamt vini sínum sum- arið 1986. „Við vorum 21 árs guttar innan um alla þessa hákarla, kunnum ekki neitt og oftar en ekki kom ég fisklaus heim fyrstu árin. En ég hélt áfram að koma. Þá var ég að veiða á maðk en fór ekki að fá neitt af viti fyrr en ég fór að tileinka mér fluguveið- ina. Fékk einn og einn fisk á maðkinn. Þórir byrjaði að veiða á flugu á undan mér en svo vitkaðist ég,“ segir Eggert og glottir. Hefur hann lagt maðkinum alveg? „Nei nei. Ég fór í Blöndu í vor með maðkinn. Þetta eru engin trúarbrögð. Ég held að það sé erfiðara að vera góður maðkveiðimaður en góður flugu- veiðimaður. Mér finnst Grímsá vera draumaá fluguveiðimannsins, svona bakkahyljir, fullir af fiski,“ segir hann og bendir út á Oddstaðafljót þar sem gulllitaður lax stekkur og hnykkir á orðum hans. „Mér finnst skemmtilegra að veiða á svona stöðum, þar sem maður veiðir sig áfram og er alltaf að kasta á nýjan fisk, í stað þess að vera alltaf í sömu sporunum og reyna við sömu fiskana. Ég nenni því ekki,“ segir hann og þá reisir Þórir stöngina. Hann er búinn að setja í lax sem hann landar. Þá eru bræðurnir komnir með níu þennan morgun. Fara þangað sem fiskurinn er „Andskotinn!“ heyrist í Eggerti eftir að hann hefur nýtt rennsli með hitstúpu niður strenginn. „Ég reif út úr honum. Hann var að taka. En hann gæti komið aftur …“ Þessi kemur ekki aftur en Eggert setur í annan og sá lekur af. „Svona er þetta stundum,“ segir hann. Leggur svo til við Þóri að hann prófi svartan Frances, núm- er 14. „Þeir vilja oft dökkar flugur hér.“ Þórir fer að ráðum hans. Eggert segir þá bræður veiða einnig í Norðurá. „Við fórum þrisvar þangað í sumar. Hún er líka flott, öðruvísi en Grímsá. Mér finnst mjög gaman að veiða þar á neðri hlutanum snemma sumars, í miklu vatni. Þar eru góðir fiskar á vorin. Þetta eru uppáhaldsárnar. Annars eru allar ár skemmtilegar. Þegar maður kem- ur oft í sömu ána lærir maður á hana og fer að veiða betur. Maður þarf ekkert kort eða að eyða tíma í vitleysu, maður fer á þá staði þar sem fiskurinn er.“ Ég veit að Eggert og Þórir veiða oft bet- ur en aðrir sem eru í ánni á sama tíma. Finnst Eggerti það erfitt að skrá stundum mun fleiri fiska en aðrir? „Erfitt?“ spyr hann á móti. Segir svo að það sé alltaf gaman að veiða mikið. „Það snýst um að kunna að veiða, ekki bara að þekkja á ána, því hún breytist oft talsvert milli ára.“ Eggert hikar þegar ég spyr hann um bestu veiðina. Segir svo að besta vaktin hafi gefið átján laxa en þá voru bræðurnir með 84 laxa á tvær stangir. „Heyrðu, hann er kominn með hann!“ segir hann skyndilega og það er rétt, og bræðurnir sýna sömu fumlausu tökin: laxinum er landað, flugan losuð og hon- um sleppt. „Jæja, þetta var tíundi laxinn okkar á vaktinni. Þetta er búið; það var fínt að enda svona,“ segir Þórir, klippir fluguna af taumnum og gengur upp að bíl. „Hann tók áðan eins og marhnútur“ Bræðurnir Eggert og Þórir Halldórssynir frá Stykkishólmi gjörþekkja Grímsá og það er gaman að fylgjast með þeim við veiðar. „Þegar maður kemur oft í sömu ána lærir maður á hana og fer að veiða betur. Maður þarf ekkert kort eða að eyða tíma í vitleysu,“ segja þeir. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þórir landar einum til í Oddstaðafljóti í Grímsá, þeim síðasta og tíunda sem þeir bræður fá þennan morguninn. Eggert kemur að, reiðubúinn að grípa laxinn fyrir bróður sinn.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.