SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 31
4. september 2011 31 H rund Þórsdóttir fæddist í Reykjavík 11. júní 1981. Hún ólst að mestu upp í Kaupmannahöfn og í Vesturbænum og gekk í Hagaskóla. Eftir grunnskóla stundaði hún nám við Mennta- skólann í Reykjavík og fór síðan í Háskóla Íslands og er með BA-gráðu í stjórnmálafræði og MA-gráðu í blaða- og fréttamennsku. Hún spilaði lengi körfubolta, lengst af með KR, og spilaði með unglingalandsliðum. Hún er höfundur barna- og unglingabókarinnar Loforðsins, sem kom út haustið 2007 og fékk fyrir hana Íslensku barnabókaverð- launin og Bókaverðlaun barnanna. Hrund starfaði sem fréttamaður á Morgunblaðinu í eitt ár en hefur verið hjá útgáfufélaginu Birtíngi í tæp fimm ár. Hún er núna að taka við starfi ritstjóra karlablaðsins Mannlífs. Hún er mikið fyrir ferðalög og ætlar fljótlega eftir áramótin í nokkurra mánaða heimsreisu. Önnur helstu áhugamál eru lestur og skrif, ljósmyndun og líkamsrækt. ingarun@mbl.is Lítil skotta heima að dunda í Kaupmanna- höfn. Ef ég hafði blöð og penna eða liti var ég alltaf sátt. Snemma beygist krókurinn. Bókaormarnir. Við litla systir mín, Sunna heitin, í útilegu í Þórsmörk 1993. Kát með pabba í „afasveit“ við Þingvallavatn. Alsæl í Tungnaréttum á síðasta ári. Við glæný ísbjarnarspor í magnaðri ferð til Ittoqqortoormiit á Grænlandi með skákfélaginu Hróknum í vor. Ísbirnirnir eru rétt handan við hæðina! Ég og Óskar, kærastinn minn, í París sumarið 2009. Ætlar í heimsreisu Myndaalbúmið Að þessu sinni fær Sunnudags- mogginn að kíkja í myndaalbúm Hrundar Þórsdóttur, sem er að taka við ritstjórn karlablaðsins Mannlífs um þessar mundir. Með pabba, mömmu og bróður mínum á Snæfellsnesi í fyrra. Ég skellti mér með ljósmyndafélögum í þyrluferð að gosinu á Fimmvörðuhálsi og átti skilið að fá Thule! Með Sunnu vinkonu á góðri stundu í fyrra. Í öskubaði í Seljavallalaug í miðju Eyjafjalla- jökulsgosi í fyrra. Þessi mynd var tekin af mér í sumar, rétt fyrir þrítugsafmælið mitt. Unglingalandsliðið í körfubolta í Finnlandi 1997. Ég er næst- lengst til vinstri í efri röð. Ég hef verið að fikta við ljósmyndun og tók þessa sjálfsmynd í vor í tengslum við smá áskorun.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.