SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Qupperneq 21

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Qupperneq 21
4. september 2011 21 H ugræn atferlismeðferð (HAM) sækir að- ferðafræði sína til atferlisfræði og atferl- isgreiningar en meðferðin hefur þróast frá því að vera einungis ætluð þunglyndum til þess að vera í mörgum tilfellum kjörmeðferð fyrir mörg geðræn vandamál eins og kvíða og félagsfælni. En hugræn atferlismeðferð er ekki ein meðferð heldur rúmast innan hennar mörg afbrigði eins og David C. Clark bendir á. „Ólíkar geðraskanir þarfnast ólíkrar meðferðar og að því hafa rannsóknir mínar beinst. Sá sem þjáist af þunglyndi þarfnast annarrar nálgunar en sá sem er sjúklega kvíðinn eða félagsfælinn en með- ferðirnar rúmast samt innan hugrænnar atferlismeð- ferðar.“ Bakgrunnur dr. Clarks er nokkuð sérstakur en hann hóf grunnnám í lyfjafræði við Oxford University. „Mér fannst efnafræði alltaf skemmtileg og þá taldi ég einnig að lyfjameðferðir gætu virkilega hjálpað fólki.“ En þegar á námið leið fór Clark hins vegar að fá efa- semdir og áhugi hans á sálfræði jókst. „Mér fannst sálfræðin vera nákvæmari og geta fremur hjálpað fólki sem átti í tilfinningalegum vanda.“ Clark lærði um hugræna atferlismeðferð í sálfræðinni og fór að nota hana, þróa og rannsaka fleiri nálganir innan hennar fyrir hartnær þrjátíu árum og þykir með fær- ustu sérfræðingum á þessu sviði í heiminum í dag. Valmöguleiki í heilsugæslunni „Ef ég aðeins tek Bretland sem dæmi þá eru þung- lyndi og krónískur kvíði algengustu ástæður vanlíð- unar fólks þar. Það er að mörgu leyti falið vandamál, því skömmin sem fylgir þessum röskunum er mikil. Þetta er vandi sem snertir svo margar fjölskyldur. Það er því sérlega ánægjulegt að bæði vinstri ríkisstjórn Blairs og hægristjórn Camerons hafa tekið þátt í átaksverkefninu IAPT (Improving Access to Psycho- logical Therapy), sem snýst um að auka aðgengi al- mennings að sálfræðiþjónustu, sérstaklega að hug- rænni atferlismeðferð.“ Clark, sem er einn af frumkvöðlum IAPT, segir að ein af hindrununum sem hamli aðgengi almennings að hugrænni atferlismeðferð sé skortur á þjálfuðum sérfræðingum í greininni. „Í Bretlandi þurfum við að mennta nokkur þúsund nýja sérfræðinga til þess að anna eftirspurninni, sérstaklega í kjölfar átaksins. En fólk sem leitar til heimilislækna sem og heim- ilislæknar mun nú hafa valmöguleika. Það getur í samráði við sinn lækni valið að fara í hugræna atferl- ismeðferð eða að taka lyf, nokkuð sem ekki var hægt áður. Átakið byggist á svokallaðri skref-fyrir-skref- meðferð þar sem ákveðin skimun fer fram í heilsu- gæslunni. Allir þeir sem taldir eru hafa þörf fyrir hugræna atferlismeðferð fá bækling og ráðgjöf í síma einu sinni í viku.“ Mikilvægt að bæta aðgengið Margir myndu ef til vill telja að það væri ekki mjög árangursrík meðferð en rannsóknir hafa sýnt að með þessari aðferð ná um 40% af sjúklingum sem leita til heilsugæslunnar bata að sögn Clarks. „Þeim sem þurfa frekari aðstoð er boðið að koma í hefðbundnari meðferð og hitta meðferðaraðila sinn einu sinni í viku. Í hvert sinn er viðkomandi kemur til meðferð- araðila eru einkenni geðröskunar hans metin, rétt eins og fólk fer í blóðprufu hjá lækni, og því höfum við alltaf nýjustu upplýsingar um sjúklingana, jafnvel þótt þeir hætti meðferð, hvort sem það er vegna þess að þeim líður betur eða verr. Eftirfylgnin er því meiri en áður.“ Í kjölfar átaksins munu 900.000 fleiri fá meðferð en ella og af þeim munu 450.000 ná fullum bata við geðröskun sinni. „Kostnaður heilbrigðiskerfisins mun ef til vill ekki lækka en kostnaður samfélagsins í heild mun gera það,“ segir Clark og heldur áfram. „Fyrir utan að auka lífsgæði fólks gerum við ráð fyrir að um 25.000 manns muni hætta á bótum, 3.600 nýir HAM- sérfræðingar bætast við þá sem fyrir eru, HAM muni verða raunhæfur valkostur fyrir heimilislækna þegar þeir velja meðferð fyrir sjúklinga sína og að bið eftir sálfræðimeðferð minnki úr 18 mánuðum niður í nokkrar vikur þegar átakinu eru lokið. Allt skiptir þetta miklu máli fyrir samfélagið.“ Clark leggur ríka áherslu á fyrirbyggjandi mátt hugrænnar atferlismeðferðar. „Lyf hafa sjaldnast fyr- irbyggjandi áhrif. Sé sjúklingur á lyfjum og hætti hann á þeim taka einkenni sig yfirleitt upp aftur. Rannsóknir hafa sýnt að hægt er að beita hugrænni atferlismeðferð á fyrirbyggjandi hátt og draga úr langtímaafleiðingum geðröskunarinnar. Þess vegna er svo mikilvægt að bæta aðgengið að meðferðinni.“ Hann tekur bæði dæmi af fólki sem er haldið fé- lagsfælni og eins kvíðaröskun. „Fólk sem er haldið félagsfælni er iðulega uppteknara af eigin framkomu en annarra, þ.e. það óttast hvernig það ber sig í aug- um annarra en er ekki svo mikið að velta fyrir sér hvernig aðrir líta út í þeirra eigin augum. Því geta einfaldir hlutir eins og að svara í síma ef annað fólk er nálægt eða halda stutta tölu í margmenni verið því ofviða. Tilgangur hugrænnar meðferðar er að fá þá sem haldnir eru félagsfælni til þess að skilja ferlið á bak við hegðun sína og leiðrétta, þannig að þeir geti haft eðlileg samskipti við aðra í fjölmenni. Rann- sóknir hafa sýnt að HAM getur hjálpað fólki með þetta vandamál og að árangurinn varir lengi. Fimm árum eftir að meðferð er lokið hafa flestir haldið ár- angrinum eða orðið betri en þeir voru í lok meðferð- arinnar. Þú nærð ekki slíkum árangri með lyfjum. Clark segir að sömuleiðis megi ná mjög góðum árangri með þá sem haldnir eru kvíða. „Þeir upplifa oft sterk líkamleg einkenni tengd kvíðaköstum, eins og brjóstverk, oföndun, hraðan hjartslátt og svima. Fólk heldur gjarnan að það sé að fá hjartaáfall og kallar á sjúkrabíl. Með hugrænni atferlismeðferð er hægt að leiðrétta það bjagaða hugsanaferli sem fer af stað í slíkum kvíða og ná tökum á því með góðum ár- angri. Það hefur orðið mikil þróun í hugrænni atferl- ismeðferð á undanförnum áratugum og hún hefur sannað sig sem sjálfstætt meðferðarform. Hér á landi er unnið mikið og gott starf á þessu sviði og það er mjög viðeigandi að þessi ráðstefna skuli hafa verið haldin hér nú. Í framtíðinni eigum við að horfa meira til forvarna og hugræn atferlismeðferð er hluti af því.“ Falið vanda- mál Um helgina lýkur hér á landi stórri evr- ópskri ráðstefnu um hugræna atferl- ismeðferð. Á meðal fyrirlesara var breski frumkvöðullinn og prófessorinn David C. Clark en hann hefur síðastliðinn þrjátíu ár stundað rannsóknir og þróað aðferðir í hugrænni atferlismeðferð. Texti: Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.